fbpx

TRENDNÝTT

HÁDEGISHLÉ Á FISKMARKAÐNUM

KYNNING

Good food, good mood? Það var algjörlega raunin í þessu tilviki. Takk fyrir okkur Fiskmarkaðurinn!

Föstudagar eru freyðivínsdagar á Fiskmarkaðnum og við á Trendnet nutum góðs af því þegar við tókum hádegishlé með sushi í annarri og bubblur í hinni – spjöllluðum, hlóum og höfðum gaman saman, loksins (!) myndu einhverjir segja. Það hefur verið heldur lítið af hittingum síðasta árið.

Fiskmarkaðurinn var stofnaður í ágústmánuði árið 2007, af þeim Hrefnu Sætran meistarakokki og Ágústi Reynissyni meistaraþjóni. Frá upphafi hefur veitingastaðurinn notið mikilla vinsælda enda er einungis unnið með hágæða afurðir og ferskt íslenskt hráefni. Trendnet vill endilega taka það fram og leggja áhersu á, fyrir þá sem ekki hafa borðað þar áður, hversu hlýlegt andrúmsloft tekur á móti manni, setur punktinn yfir i-ið.

Matseðillinn inniheldur fjölbreytta fiskrétti, grænmetisrétti en þar er líka hægt að fá kjöt fyrir þá sem það kjósa. Skoðið hádegismatseðlinn HÉR.

Sushi varð fyrir valinu í okkar heimsókn og við fáum vatn í munninn yfir þesssum girninilegu myndum. Helgi okkar Ómars var á linsunni –

Njótið, með einhverjum sem ykkur þykir vænt um.

//
TRENDNET

KOURTNEY KARDASHIAN KLÆÐIR KRAKKANA Í 66°NORÐUR

Skrifa Innlegg