fbpx

TRENDNÝTT

KOURTNEY KARDASHIAN KLÆÐIR KRAKKANA Í 66°NORÐUR

Það þarf vart að kynna Kardashian fjölskylduna fyrir lesendum. Kourtney Kardashian, sem er með yfir 115M fylgjenda á Instagram, birti í gær mynd frá fríi sínu í vetrarparadís. Hún ætlar að eyða helginni “chillin” eins og hún segir sjálf.

Það sem vakti mesta athygli okkar á myndinni var vetrarjakkinn sem yngsta barn hennar klæddist, frá okkar uppáhalds 66°Norður. Það má segja að krakkinn fari síðan alla leið í íslensku krakkatískunni með því að klæðast Timberland skóm við.

Sjálf klæðist Kourtney vetrarfatnaði frá Prada. Við vonum að hún vilji í framtíðinni halda á sér meiri hita og velji líka 66°Norður.

Eins og fram hefur komið hefur Bandarískur fjárfestingarsjóður nýlega eignast um helmings hlut í Sjóklæðagerðinni, félag sem á m.a. hátískuhúsið Chanel. Það verður því áhugavert að fylgjast með Sjóklæðagerðinni næstu árin og sjá hvernig þeim vegnar á erlendri grundu.

Útivera, sykurpúðar og heitt súkkulaði er góð dagskrá fyrir páskahelgina…

ÁFRAM ÍSLAND!
//TRENDNET

GLEÐILEGA PÁSKA MEÐ OMNOM

Skrifa Innlegg