fbpx

TRENDNÝTT

GLEÐILEGA PÁSKA MEÐ OMNOM

KYNNING

Hápunktur súkkulaðiáts landans er rétt handan við hornið, Páskarnir. Það var því viðeigandi að heimsækja höfuðstöðvar Omnom þar sem allt er á fullu í súkkulaðigerð um þessar mundir.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA HEIMSÓKN OKKAR Á GRANDA – HIGHLIGHTS Á INSTAGRAM

Omnom hefur síðustu árin kynnt fyrir okkur ómissandi páskavörur sem þó fara ekki allar í sölu í ár, útaf svolitlu. Mr. Carrots er skemmtilegur karakter sem við tökum vel á móti á páskunum og í ár eru tvær vörur sem Omnom leggur áherslu á – súkkulaðihúðaðar möndlur og sérstakur páskaís sem fæst í ísbúð Omnom út á Granda.

SÚKKULAÐIHÚÐUÐU MÖNDLURNAR HANS MR. CARROTS

Uppáhalds súkkulaðikanínan okkar allra, Mr. Carrots, mun ekki láta sjá sig um páskana að þessu sinni. Ástæðan er að hann er einfaldlega búin á því eftir annasamt og erfitt 2020 eins og gefur að skilja. Þess í stað hefur hann ákveðið, verandi ein fyrsta súkkulaðikanínan sem hlaut bólusetningu, að taka sér tíma og njóta lífsins til hins ítrasta og ferðast.
Framundan bíða hans spennandi ævintýri um ótroðnar slóðir, en hann skilur okkur ekki eftir tómhent því í fórum okkar erum við með öskju stútafulla af handvöldu páskagóðgæti úr bakgarði hans. Um er að ræða mjólkursúkkulaðihúðaðaðar möndlur með mangó og ástaraldin.
-Omnom

Sætan frá mangóinu og sýran í ástaraldinum blandast fullkomnalega saman við flauelsmjúku áferðina og sætuna úr mjólkursúkkulaðinu á söltuðum, ristuðum möndlum.

Þessar gómsætu möndlur eru einungis til í mjög takmörkuðu upplagi. Fást: HÉR

Gleðilega páska með Omnom!

//TRENDNET

HVERJIR VORU HVAR: BAUM UND PFERDGARTEN

Skrifa Innlegg