DJÚSÍ JÓLAMARKAÐUR HJÁ HAF STORE

Fyrir heimiliðÍslensk hönnun

Um helgina fer fram djúsí jólamarkaður hjá HAF store sem opnar í byrjun næsta árs og við erum mörg orðin mjög spennt fyrir. Þau ætla samt sem áður að leyfa okkur að skoða og versla fallegu vörurnar á jólamarkaði dagana 9.-10. desember nk. með þeim vörum sem eru þegar komnar til landsins. Í næstu viku opnar svo vefverslun þeirra hafstore.is.

Hvar: Geirsgata 7, Verbúð 4 – 101 Reykjavík 

Á meðal þess sem finna má á jólamarkaðinum hjá HAF hjónum þeim Karitas og Hafsteini verða guðdómlegar Marrakóskar Beni Ourain mottur sem eru handgerðar af hirðingjum í Atlas fjöllunum í Marrókkó, Stjakarnir frægu frá HAF, handgert jólaskraut, handblásnir glermunir og aðrir einstakir og gordjöss hönnunarmunir.

Hér má sjá brot af úrvalinu en eins og við vitum mörg þá eru HAF hjónin þekkt fyrir einstaka smekkvísi og því á ég von á mjög góðu.

Myndir af Stjaka og mottum : Gunnar Sverrisson

Ljúfir tónar, jólaglögg og falleg hönnun … þið viljið ekki láta ykkur vanta hingað!

Meldið ykkur endilega á facebook viðburðinn til að missa ekki af ♡

DUSTED RÝMINGARSALA

FRÉTTIRSHOP

Verslunin Dusted heldur rýmingarsölu í dag milli 12-18.
Verslun sem hefur verið sýnileg á netinu en er einnig staðsett á Pósthússtræti 13 og selur hönnun frá öllum heimshornum.

09.06.14 1084

Það verður ekki einungis hægt að gera kjarakaup heldur verða Reykjavíkurdætur á staðnum kl. 17 og gjörningur með þeim Sigrúnu Guðmundsdóttur og Mariu Isabel milli kl. 16-18. Einnig verða til sýnis nýjar myndir frá myndatöku sem gæti vakið athygli en hin 66 ára gamla Lilja Ingjaldsdóttir situr þar fyrir. Myndin hér að ofan er hluti af myndaseríunni en ég er alveg sjúk að fá að sjá meira. Það er ekkert fallegra en konur á þessum aldri. Skemmtilegt að stelpurnar hjá Dusted hafi náð einni slíkri með sér í þetta verkefni fyrir búðina.

Happy shopping!

Meira: HÉR fyrir áhugasama.

xx,-EG-.

AUSTURGÖTUHÁTIÐ, BÍLSKÚRSSALA & NÝTT NUDE MAGAZINE

PersónulegtTímaritUmfjöllun

Hæ hó og jibbý jei og …..

Mig langar svo til að benda áhugasömum á skemmtilegan viðburð á morgun, þann 17.júní í Hafnarfirði, –Austurgötuhátíðin! Margir íbúanna taka þátt á einn eða annan hátt, hér verður hægt að finna flóamarkaði, tónlistaratriði, heimabakstur, andlitsmálun, hægt að fara á hestbak og annað skemmtilegt. Ég ákvað að taka þátt í ár, þetta verður fínasta vorhreinsun fyrir mig:) Ég verð með ýmislegt úr geymslunni, hluti, skó og föt. Svo verður hér hægt að kaupa sér dýrindis 17.júní skreyttar möffins sem systir mín bakar og skreytir svo listilega ásamt karamellupoppi sem við mæðgur erum að dúllast við að búa til þessa stundina…alltof gott!

Einnig fékk ég til liðs við mig hana Rakel sem er eigandi vefverslunarinnar Snúran.is, hún verður hér með úrval af sínum bestu vörum fyrir heimilið svo ég hvet ykkur til að kíkja við á okkur. Hún er m.a. með æðislegt danskt merki sem heitir Skjalm P. fallegir hlutir fyrir heimilið á mjög góðu verði og hrikalega flottir!

Við ætlum að koma okkur fyrir á einhvern hátt úti í skúr, en ef sólin skín þá að sjálfsögðu verður salan við götuna:)

Hvar? Austurgata 19 (á móti Fríkirkjunni)

Hvenær? 17.júní á milli kl.14:00-16:00

Þangað til við sjáumst á morgun, þá vil ég benda ykkur á þetta sjóðandi heita eintak af Nude Magazine sem var að koma út, -The Fit Issue! Nóg af lesefni fyrir alla fagurkera og þá sem hafa áhuga á heilbrigðum lífstíl.

Screen Shot 2014-06-16 at 9.08.34 PM

Blaðið er smekkfullt af fallegri hönnun, tísku og heilsuefni, svo þið megið ekki láta það framhjá ykkur fara!

Ég kíkti m.a. í innlit til Rakelar Hlínar sem er eigandi Snúrunnar.is (og verður með mér á morgun), einnig hitti ég Steinunni Völu skartgripahönnuð og við mynduðum fallega heimilið hennar, ásamt því að fá Hafdísi Hilmarsdóttur ofursmekkpíu sem búsett er í Danmörku til að sýna okkur uppáhaldshlutina sína.

Allt miklar smekkdömur:)

Screen Shot 2014-06-16 at 9.01.21 PM

Þið finnið blaðið með því að klikka HÉR.

Njótið!

1000 kr markaður á KEX Hostel laugardaginn 15. febrúar

Umfjöllun

Febrúarmánuður hefur verið undirlagður af söfnuninni Öll í einn hring hjá meistaranemum í námskeiðinu Samvinna og árangur í Háskóla Íslands. Í námskeiðinu vinna nemendur í litlum hópum að því verðuga verkefni að safna peningum í tækjakaupasjóð Barnaspítala Hringsins.

Næstkomandi laugardag, 15. febrúar, verður haldinn 1000 kr. markaður á Kex Hostel. Meðal þess sem má finna á markaðnum eru gjafabréf frá veitingastöðum, skemmtigörðum og í líkamsrækt. Einnig verður töluvert af fatnaði, snyrtivörum, sælgæti, bókum og fleiru. Allar vörur verða seldar á 1.000 kr, eins og nafnið gefur til kynna. Vörurnar eru hver annarri glæsilegri og þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Takmarkað magn er af hverri vöru og því gildir reglan “Fyrstur kemur fyrstur fær”. Á markaðinum verða nokkur skemmtiatriði en Beggi Blindi ætlar til dæmis að sjá til þess að allir skemmti sér konunglega.

Þennan sama dag ætla nokkur fyrirtæki um land allt að gefa hluta af ágóða sínum til styrktar Barnaspítalans. Með því að versla hjá þeim styrkir þú þar með átakið, fyrirtækinu eru eftirfarandi:

  • Subway (túnfiskbátur)
  • Sundlaug Hornafjarðar
  • Millibör
  • Arfleifð

Öll í einn hring - auglýsing

Nemendur standa einnig fyrir fjölda annarra viðburða, sem dæmi má nefna að dagana 15.-20. febrúar mun bland.is styðja átakið en þá býðst notendum Blands að setja inn sérmerktar upplýsingar eða taka þátt í uppboði til styrktar Barnaspítalans. Þá verða haldnir styrktartónleikar á fimmtudaginn 20. febrúar í Gamla bíó, en tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð 2.500 kr. Fjöldi landsfrægra skemmtikrafta mun stíga á stokk en kynnar kvöldsins verða Pétur Jóhann og Sveppi. Allir listamenn gefa vinnu sína og rennur því ágóði kvöldsins óskiptur til Barnaspítalans.

Loks ber að nefna að hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í síma 904-1000, auk þess sem tekið við frjálsum framlögum á reikning 0137-05-060777, kt. 630114-2410

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á Facebook: Öll í einn hring – söfnunarátak fyrir Barnaspítala Hringsins.

 Það er því nóg um að vera næstu daga og ljóst er að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi og styðja við söfnunina Öll í einn hring.

Hér fyrir neðan má sjá myndband átaksins:

Ég hvet ykkur til að mæta á þennan spennandi markað og styrkja í leiðinni frábært málefni.

MARKAÐUR Á MORGUN

BúðirÍslensk hönnunUmfjöllun

Fyrir mér er fullkominn laugardagur að kíkja á markaði, rölta í verslanir og enda á kaffihúsi. Á morgun er hinn árlegi fatamarkaður í Júniform í Hafnarfirði sem ég mæli með að kíkja á! 30-50% afsláttur af öllu, prufuflíkur, notað, nýtt, peysur, kjólar, veski og ýmislegt annað:)

Mæli með þessum markaði! Svo trítlið þið bara yfir götuna í kaffi til mín;) Nei… segi bara svona.

Á morgun frá kl.12-16.

391158_10150436334364525_1046342334_n