fbpx

2018 DAGATÖL FRÁ HEIÐDÍSI HELGADÓTTUR

Íslensk hönnun

Heiðdís Helgadóttir vinkona mín og teiknisnillingur með meiru var að gefa út falleg handteiknuð dagatöl fyrir árið 2018. Dagatalið samanstendur af 12 ólíkum 14×14 cm handteiknuðum myndum sem prentaðar eru á 320 gr. pappír. Með dagatalinu fylgir járnstandur sem dagatalið stendur á svo auðvelt er að fletta þegar nýr mánuður kemur. Svo fallegar myndirnar hennar Heiðdísar og ég er viss um að þessi eigi eftir að slá í gegn!

Tilvalið í jólapakkana, en dagatalið kostar ekki nema 2.990 kr. 
Sjá meira á www.heiddis.com

FYRSTA JÓLAINNLIT ÁRSINS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún Sørtveit

    5. December 2017

    Verð að eignast eitt svona í nýju íbúðina, svo fallegt xx