2018 DAGATÖL FRÁ HEIÐDÍSI HELGADÓTTUR

Íslensk hönnun

Heiðdís Helgadóttir vinkona mín og teiknisnillingur með meiru var að gefa út falleg handteiknuð dagatöl fyrir árið 2018. Dagatalið samanstendur af 12 ólíkum 14×14 cm handteiknuðum myndum sem prentaðar eru á 320 gr. pappír. Með dagatalinu fylgir járnstandur sem dagatalið stendur á svo auðvelt er að fletta þegar nýr mánuður kemur. Svo fallegar myndirnar hennar Heiðdísar og ég er viss um að þessi eigi eftir að slá í gegn!

Tilvalið í jólapakkana, en dagatalið kostar ekki nema 2.990 kr. 
Sjá meira á www.heiddis.com

NÝTT & TJÚLLAÐ FRÁ HEIÐDÍSI HELGA

Íslensk hönnunPlagöt

Teiknisnillinn og vinkona mín hún Heiðdís Helgadóttir var að gefa út nýja línu sem ber heitið FEMME. Ég er alveg bálskotin í þessum teikningum eins og flestu öðru sem hún gerir og á þegar nokkrar myndir eftir hana. Í gær fékk ég í láni hjá henni tvær myndir til að máta heima og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur er  nefnilega með alveg brjálaðan valkvíða hvorri myndinni ég er hrifnari af, bleiku eða svart-hvítu. Myndin er þó einnig til með bláum bakgrunni en ég kunni ekki við að taka þá mynd í láni því það voru svo margar myndir fráteknar! Þær eru nefnilega að rjúka út…

13523719_10154942075163332_237418009_o13509374_10154942075288332_641936693_o

13509502_10154942075723332_92775312_o 13523870_10154942075593332_1131912904_o 13524045_10154942075348332_381343102_o 13524213_10154942075663332_349781573_o copy13493455_10154942075538332_9513933_o

Hér að neðan er bláa fína!

13407018_1036878313067138_4570153837033527071_n

Hversu fínt!! Sjá meira hér:
Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Íslensk hönnunListPlagöt

Ég kíkti við í dag til vinkonu minnar og teiknisnilla Heiðdísar Helgadóttur, það er afar hentugt að það eru bara nokkur skref frá mér í stúdíóið hennar á Strandgötunni og því kíki ég af og til við og trufla hana í vinnunni. Ég fór reyndar í dag í öðrum tilgangi en að versla handa sjálfri mér en allt í einu er ég komin með þessa hrikalega fallegu Jellyparty mynd inn í stofu til mín í mátun. Þessi mynd hefur heillað mig í langan tíma en þær voru að koma úr innrömmun í dag og er sjúhúklega fallegar….

20150724_203434

Ég myndi þó líklega hafa hana á öðrum stað og þá upphengda, en fínt að máta aðeins við umhverfið:)

20150724_203445 20150724_203454

Og svo er blá líka mjög pretty…

11781600_862620283826276_5307810286135135486_n

Ég er alltaf jafn skotin í verkunum hennar og á sjálf nokkrar ugluteikningar sem eru nú orðnar ansi frægar. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í fjörðinn fagra á morgun því þá er 20% kynningarafsláttur af Jellyparty myndunum, en bara á morgun í Stúdíó Snilld – Strandgötu 29 HFJ.

Mæli með!

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

By Heiðdís Helgadóttir

Icelandic designInteriorKidsPetit.isProjects

My morning started in Studio SnilldHafnarfjörður for a morning coffee with the very talented artist Heiðdís Helgadóttir.

Heiðdís studio is warm and welcoming just like the host and her cosy dog Elisabet (she’s so Fluffy!!)

Me and Heiðdís have been meeting up a couple of times lately and today we finalized our first collaboration together! Heiðdís has created a letter collection for Petit, it is beautiful hand-drawn leaf letters that will fit nicely in any home! I am so in love with every letter and they are the perfect mix between warm and minimalistic. I am also excited to have a big Þ (for Þóra) framed in our daughters room.

The collection is limited and all drawings hand signed by Heiðdís. The leaf letter collection will be released online and in store on Saturday the 23rd of May at 11:00 – HERE

11048689_10155673817380226_1108378228740055145_n

11350630_10155673817130226_7273374615737031531_n 10486135_744376208984018_8492306406312857470_n

 

– Heiðdís Helgadóttir for Petit  –

wpid-wp-1432243838010.jpeg

wpid-wp-1432243847977.jpeg

 

 Cant wait !

Love

L.

 

 

NÝJAR MYNDIR FRÁ HEIÐDÍSI HELGADÓTTUR TEIKNARA

HeimiliHönnunNýtt

Heiðdís Helgadóttir (heiddddddis á instagram) teiknari sendi nýlega frá sér nýtt efni sem eflaust margir hafa beðið eftir. Í bland við uglurnar teiknar hún nú fálka, loftbelgi og fiðrildi í sama stíl en þó hefur fallegri litapallettu verið bætt við myndirnar.

– Smellið á myndirnar til að stækkka þær –

Ég ætla að leyfa teikningunum að tala sínu máli, svo fallegar eru þær.

Fyrir áhugasama fást myndirnar í Mýrinni, Aurum, Kistu á Akureyri og Póley í Vestmannaeyjum.

BRJÓSTAPÚÐINN

HeimiliHönnunÍsland

1383903_601363383243067_731129575_n1379881_601363396576399_255591602_n988305_601363449909727_1423648361_n

Ljósm. Thelma Gunnarsdóttir.

Brjóstapúðinn er nýjasta afurð Heiðdísar Helgadóttur teiknara en hún á heiðurinn af þessari fallegu teikningu af mjólkurgangi kvennmannsbrjóstsins. Ef þið skoðið teikninguna vandlega má sjá fallegu bleiku slaufuna, tákn Krabbameinsfélagsins í bakgrunni. Púðinn er vandalega saumaður af Aðalheiði Sigfúsdóttur klæðskera. Mynstrið er silkiþrykkt á 100% ljóst bómullarefni og er hægt að taka púðaverið af og þvo í handþvotti.

Allur ágóði af sölu Brjóstapúðans rennur til styrktar Krabbameinsfélagsins og kostar hann 10.000 kr.

Hægt er að panta púðann á facebooksíðu Brjóstapúðans en innan skamms verður einnig gefið upp hvar hægt er að nálgast hann á fleiri stöðum og því hvet ég ykkur til að fylgjast vel með á síðunni þeirra á facebook.