fbpx

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Íslensk hönnunListVeggspjöld

Ég kíkti við í dag til vinkonu minnar og teiknisnilla Heiðdísar Helgadóttur, það er afar hentugt að það eru bara nokkur skref frá mér í stúdíóið hennar á Strandgötunni og því kíki ég af og til við og trufla hana í vinnunni. Ég fór reyndar í dag í öðrum tilgangi en að versla handa sjálfri mér en allt í einu er ég komin með þessa hrikalega fallegu Jellyparty mynd inn í stofu til mín í mátun. Þessi mynd hefur heillað mig í langan tíma en þær voru að koma úr innrömmun í dag og er sjúhúklega fallegar….

20150724_203434

Ég myndi þó líklega hafa hana á öðrum stað og þá upphengda, en fínt að máta aðeins við umhverfið:)

20150724_203445 20150724_203454

Og svo er blá líka mjög pretty…

11781600_862620283826276_5307810286135135486_n

Ég er alltaf jafn skotin í verkunum hennar og á sjálf nokkrar ugluteikningar sem eru nú orðnar ansi frægar. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í fjörðinn fagra á morgun því þá er 20% kynningarafsláttur af Jellyparty myndunum, en bara á morgun í Stúdíó Snilld – Strandgötu 29 HFJ.

Mæli með!

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NÝTT Á HEIMILIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sóldís

  25. July 2015

  Hvar fæst þessi karfa?

  • Svart á Hvítu

   26. July 2015

   Ég fékk hana í Tekk Company síðasta vetur… er frá House Doctor:)