fbpx

FYRSTA JÓLAINNLIT ÁRSINS

HeimiliJól

Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag og þá er tilvalið að sýna ykkur fyrsta jólainnlit ársins sem er einstaklega smekklegt. Það eru alltaf fjölmargir sem taka upp fyrsta jólaskrautið á fyrsta sunnudegi aðventunnar, einhverjir setja jafnvel upp tréð þó svo að flestir bíði með það og þá getur verið gott að byrja daginn á þessum fína jólainnblæstri. Ég mæli að minnsta kosti með að setja upp í dag aðeins meira en bara aðventukransinn, jólaljós í þessum dimma mánuði gera mikið fyrir sálina get ég sagt ykkur og nokkrar jólastjörnur eða skreytta greinar í vasa gera smá jólastemmingu. Aðventukransinn okkar í ár er einfaldlega skreyttur Kubus stjaki með greinum og bjöllum en mér þótti of mikið að vera með aðventukrans þar sem að tréð er líka komið upp. Ég er nefnilega hrifnust af aðeins léttari jólastíl, smá stílhreint og þetta heimili hér að neðan er fullkomnlega skreytt að mínu mati.

Eigið ljúfan fyrsta sunnudag í aðventu,

Ljósmyndari : Krista Keltanen via Gloria

Ég pantaði mér fallega heimilis jólabók á dögunum Happy homes: Christmas þar sem þetta heimili er einmitt líka að finna, ég er orðin mjög spennt að fá hana í hendurnar og sýni ykkur þá fleiri myndir. Bókin verður fullkomin viðbót í bókasafnið mitt.

JÓLATRÉÐ OKKAR Í ÁR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Tinna

    3. December 2017

    Mjög fallegt ,, mér finnst bloggið þitt bera af :)