fbpx

KLÆDDU ÞIG VEL

FASHIONMAGAZINE

Ég geri ráð fyrir að föstudagsrútínan sé orðin skýr? Morgunbolli og tískulestur í Fréttablaðinu er góð byrjun á deginum.

_

Síðustu helgi urðu íbúar höfuðborgarinnar varir við fyrstu hvítu snjókornin. Þeim var fagnað með komu Vetrar konungs og fyrsta vetrardegi ársins 2015.

 

 

Screen Shot 2015-10-30 at 09.15.34

Nú er kominn tími til að færa þynnri haustflíkum aftar í fataskápinn og taka fram það hlýjasta sem við eigum fyrir dimma daga sem framundan eru. Kuldinn nálgast okkur hröðum skrefum og því mikilvægt að vera við því búin.
Það er ekki sjálfgefið að við á klakanum getum leikið eftir trendin sem tískupallarnir sýna okkur. Oft eru þar flíkur sem eru óhentugar veðurfarinu sem við eigum að venjast. Heppnin virðist vera með okkur þetta árið því síðar kápur, pelsar, dúnúlpur, stórir treflar og loð eru dæmi um vetrarklæðnað sem hátískan tók fyrir.
Náum okkur í innblástur frá Chloé, The Row, Marni eða Fendi. Allt er leyfilegt miðað við mismunandi útfærslur hönnuða og á meðfylgjandi myndum getum við stolið stílnum beint af pöllunum.


Chloe, Fall 2015

Chloé

Fendi

Fendi

Marni

Marni

Sacai Paris RTW Fall Winter 2015 March 2015
Sacai

TheRow

The Row

Yfirhafnir sjáum við í öllum litum, sniðum og efnum, bæði frá tískuhúsunum sem og ódýrari keðjum sem fylgja fast í fórspor hátískunnar. 
Minnum okkur á að það er aldrei í tísku að vera illa klæddur.

Hér að neðan fáið þið ólíkar hlýjar kauphugmyndir frá íslenskum verslunum.

1zara

ZARA

Esja66

66°Norður

Galleri17

Gallerí 17GK

GK ReykjavíkLINDEX2
Lindex

Vila
VILA

Góða (vel dúðaða) helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS

Skrifa Innlegg