fbpx

DAGSINS

DAGSINSDRESSLÍFIÐWORK

Hæ, héðan …
Suma daga situr maður á rassinum án þess að ná að standa upp.  Í dag er einn slíkur þar sem ég sit við vinnu í kappi við tímann. Þið þekkið tilfinninguna?
Ég hef oft komið inná það að þegar “to do” listinn er langur þá reyni ég að finna mér notalegra vinnuumhverfi sem gerir setuna bærilegri. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun þessa stundina horfandi á fólkið í kringum mig, nartandi í smáköku og kakó.

photo 1

Þetta gólf sem sést á myndunum býr yfir einhverjum innblæstri sem ég fæ ekki heima við. Það eru allskonar sjarmerandi hlutir sem gera það að verkum að ég fer út úr húsi .. oft í sömu hornin sem ég hef fundið mér hér og þar um bæinn.

Velkomin á Salon Schmitz, þann uppáhalds stað.

photo 2
Hálsmen: AndreA, Bolur: Lindex, Buxur: Vila, Skór: Nike Huarache

Þessar buxur eru mesta snilld í heimi, enda fer ég ekki úr mínum og get því ekki annað en mælt með þeim.
Hér að neðan sjáið þið þær betur. Frá Vila og fást á Íslandi síðast þegar ég vissi ..

ViSpecta pants

Áfram gakk!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

AFMÆLISGJÖF FRÁ ANDREU

Skrifa Innlegg