fbpx

FLUTNINGUR FRÁ HÚSAVÍK VANN HJÖRTU FÓLKSINS: MOLLY SANDÉNS TJÁIR SIG UM VIÐBRÖGÐIN

FÓLKFRÉTTIR

,,ÉG VONA AÐ LA-UMBOÐSMAÐURINN  MINN SEM SAGÐI MÉR AÐ MISSA 9 KÍLÓ LESI ÞETTA …”

Í allri þessari Húsavíks/Óskars umræðu þá verð ég eiginlega að koma þessu að. Sænska söngkonan Molly Sandéns og lagið Húsavík úr myndinni, The story of fire saga, vann kannski engann Óskar heim í íslenska haga en flutningurinn vann svo sannarlega hjörtu fólksins. Molly hefur nýtt sviðsljósið og sína miðla síðustu daga með mikilvægri áminningu, og skítur hún þar fast á gamlan umboðsmann í LA, lesið lengra ..

Eins og fram hefur komið þá er venjan sú að lög tilnefndra séu flutt á hátíðnni. Lagið Husavik – My Hometown hringdi inn Óskarsverðlaunin með myndbandi sem örugglega flestir Íslendingar hafa séð þegar þetta er skrifað. Molly Sandéns og stúlknakór úr Borgarhólsskóla bræddu hug og hjörtu frá höfninni í Húsasvík og undirrituð fylltist svo sannarlega miklu stolti. Í myndbandinu klæðist Molly kjól eftir Selam Fessahaye og kórstúlkurnar eru allar í íslenskum lopapeysum, en ekki hvað ;)

Myndbandið var uppáhald áhorfenda samkvæmt könnun sem IMD gerði, og þar var enginn lítill munur heldur unnum “við” og Molly með heilum 64% af þeim sem kusu! Vúhú.

”För fucking sjukt” skrifaði Molly Sandén sjálf á Instagram story og birti meðfylgjandi mynd –
(þið hljótið að skilja þá sænsku?) ..

LA Times lýsa henni sem sænskri Adele og sparaði ekki stóru orðin um flutning söngkonunnar sem nýtti tækifærið til að skjóta föstu kasti á gamlan umboðsmann, sjá skjáskoti hér að neðan. Vel gert Molly!

”Ég vona mjög að gamli LA-umboðsmaðurinn minn sem sagði að ég yrði að missa 9 kíló til að meika það, lesi þessa grein.. ” skrifar söngkonan og bætir við emoji sem segir sitt ..

Ég er ánægð með þessa sænsku systir og nýja Íslandsvin sem mun vonandi meika það eins og aðdáendur viilja meina.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

BREYTINGAR FRAMUNDAN

Skrifa Innlegg