fbpx

KÍKJUM Í KIOSK UM HELGINA

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Í fréttum er þetta helst!

KIOSK Grandi er ný hönnunarverslun sem opnar um helgina, laugardaginn 22.ágúst. Verslunin leggur áherslu á íslenskan fatnað og fylgihluti en þar munu nokkrir íslenskir hönnuðir starfa undir sama þaki, að Grandargarði 35.

Merkin sem verða til sölu eru ANITA HIRLEKARBIÐ AÐ HEILSA NIÐRÍ SLIPP (BAHNS), HLÍN REYKDAL, EYGLÓ, MAGNEA & SHUSHENKO  .. frábær blanda!

Ég hlakka mjög til að kíkja í heimsókn og hvet ykkur til þess að gera slíkt hið sama. Meðfylgjandi birti ég mynd annarsvegar af  mér í heimsókn í KIOSK á Laugarvegi árið 2016 (þá var Hildur Yeoman hluti af Kiosk family) og hins vegar af mér í kjól frá Anitu Hirleker sem ég klæddist í fyrsta sinn í sænsku sælunni á fallegum vordegi.

Sumar 2016 – KIOSK

Anita Hirlekar SS20

Ég hef oft bloggað um Hlín Reykdal og minnst á Magneu, Eygló og BAHNS hér á blogginu svo þið ættuð að kannast við flest af þessu flotta fólki. Áfram svona – áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Áhugasamir geta fylgst betur með versluninni: HÉR

DRESS: FLOWER POWER

Skrifa Innlegg