fbpx

HEIMSÓKN: ANITA HIRLEKAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Trendnet sagði frá því þegar íslensku hönnuðarnir Anita Hirlekar og Magnea Einarsdóttir opnuðu nýtt sýningarrými í síðustu viku. Sú fyrrnefnda, Aníta, bauð mér í heimsókn á dögunum sem ég þáði með þökkum, enda fylgst spennt með henni blómstra síðustu misserin. Það var á Hönnunarmars á þessu ári sem hún heillaði mig með fallegum síðkjólum og heillandi tískusýningu sem ég vakti athygli á á mínum miðlum.

Hver er Aníta Hirlekar?

Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun með áherslu á fataprint árið 2012 og MA í fatahönnun með áherslu á textíl 2014 úr Central Saint Martins í London. Aníta hlaut hin eftirsóttu verðlaun Fashion Special Prize fyrir fatalínu sína á International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu árið 2014. Árið 2016 frumsýndi Aníta næstu fatalínu, Vor/Sumar 2016 línu sína á London og París fashion week með Fashion Scout. Það tækifæri var mikill heiður en Aníta var kynnt sem ein af fjórum mest spennandi alþjóðlegum hönnuðum í dag. Fatalínur Anítu hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir framúrskarandi hönnun og hefur m.a. verið fjallað um hana á Vogue Italia og style.com.
Aníta vann Reykjavik Grapevine verðaunin og Fashion design of the Year árið 2019.


Það er haust og vetrarlína 2019 sem hangir í sýningarými Anítu í Sundaborg. Línan inniheldur 10 kvenlega kjóla sem hægt er að dressa upp og niður. Náttúran er efniviðurinn en teikningar af blómum eru stílfærðar á abstrakt hátt, handteiknað og þróað yfir langan tíma af Anítu.

Flíkur Anítu eru allar framleiddar á Íslandi og aðeins lítið upplag af hverri flík –  hönnuðurinn reynir að fara umhverfivænar og sjálfbærar leiðir í hönnun sinni og það er alltaf markmið að gera hverja flík einstaka (engin print flík er alveg eins).

Ég mátaði mínar uppáhalds en myndirnar að neðan eru svolítið óskýrar svo ég mæli með að horfa á Instagram story innleggið mitt HÉR til að sjá mig betur í flíkunum.

Kynnist Anítu betur hér www.anita-hirlekar.com eða kíkið í heimsókn í sýningarherbergi hennar að Sundarborg.

Takk fyrir mig. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

KARL LAGERFELD X L'ORÉAL PARIS

Skrifa Innlegg