fbpx

KARL LAGERFELD X L’ORÉAL PARIS

BEAUTYSAMSTARF

Þegar tvö risa Parísar-nöfn sameina krafta sína þá hlakkar í undiritaðri. Ég talaði um það fyrir ári síðan á blogginu þegar snyrtivörumerkið L’Oréal vann með Isabel Marant, sem ég held svo mikið uppá. Í ár var er samstarfið einstakt því það var unnið með sjálfum Karl Lagerfeld. Karl, sem lést í febrúar á árinu, vann allt fram á síðasta dag og var þetta eitt af járnunum sem hann var með í eldinum.

Ég er svo lánsöm að fá þann heiður að vinna með L’Oréal á Íslandi við það að kynna þessa vörulínu fyrir mínum fylgjendum og fékk ég vörurnar í hendurnar í síðustu viku. Ég notaði einmitt einn af varalitunum nánast alla mína daga á Íslandi. Í dag notaði ég svo í fyrsta sinn augnskuggann og maskarann sem ég setti á augnhárin og greiddi líka úr augabrúnunum með burstanum – það kom ótrúlega vel út!

Línan samanstendur af fáum vörum sem koma í takmörkuðu upplagi – 6 varalitir, maskari, eyeliner, highlighter og augnskugga palletta. Línan er sögð endurspegla það sem Karl elskaði í förðun og notaði hann til að mynda oft augnskugga sem liti í skissum sínum.

Herferðin sem ber nafnið “WE ALL HAVE A TOUCH OF KARL” er áhugaverð og í henni eru tekin fyrir sum af hans frægustu setningum eða “quotes” og er leikkonan Helen Mirren eitt af andlitum herferðarinnar.

“FASHION IS A GAME THAT NEEDS TO BE PLAYED SERIOUSLY”

“SUNGLASSES ARE LIKE EYE SHADOW, THEY MAKE EVERYTHING LOOK PRETTY”

-Karl Lagerfeld

 

Ég er að gefa vörur úr línunni á Instagram hjá mér HÉR og ég hvet ykkur öll til þess að taka þátt.
Um er að ræða augnskuggapallettu, eyeliner, maskara og 2 varaliti – ekki missa af þeirri gleði.

Þið finnið vörurnar í sölu á öllum helstu sölustöðum L’Oréal á Íslandi og smá ábending til ykkar sem eruð strax orðin spennt – það eru Tax Free dagar í Hagkaup um þessar mundir og því má gera góð kaup á snyrtivörum þar um helgina fyrir áhugasama.

Happy FriYAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

H&M <3 ICELAND AIRWAVES

Skrifa Innlegg