fbpx

LAUGARDAGSLÚKK: ÍSLENSK HÖNNUN

DRESSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSAMSTARF

Hoppandi kát kona heilsar frá Svíþjóð, þar sem hjartað slær alltaf jafn fast og mikið úr hamingju, og ég er aldrei að fela það. Feels like home að vera hér.

Ég var að birta mynd á Instagram og fékk strax svo mikinn áhuga á kjólnum sem ég segi ykkur stolt frá hér á blogginu líka.
Um er að ræða íslenska hönnun frá Anítu Hirlekar sem mér fannst passa einkar vel við sænska sumarið.

Hlakka til að segja ykkur nánar frá ferðalaginu sem og deila með ykkur mörgum myndum sem teknar hafa verið um helgina  – draumadagar.

Happy kid.

Kjóll: Anita Hirlekar, Skór: Acne Studios

Þið munið kannski einhver eftir því þegar ég heimsótti Anítu í sýningarherbergið í Sundaborg?  … það er einmitt þá sem ég féll fyrir þessum hvíta blómakjól sem fæst þar á þriðjudögum en líka HÉR á netinu. Ég hlakka til að sjá hvað Aníta mun sýna okkur á Hönnunarmars í lok júní, ég veit að hún er að undirbúa nýjungar eins og margir íslenskir hönnuðir sem verða með á þessari mikilvægu íslensku hönnunarhátíð. Ég vona að ég mæti með læti, þá sjáumst við þar!

Vonandi eruð þið að njóta helgarinnar með ykkar fólki og haldið því áfram (elskum auka sunnudaga eins og við fáum á morgun)  .. knús og kveðjur frá Skåne.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐA HELGI

Skrifa Innlegg