fbpx

ELLIE GOULDING GEGGJUÐ Í ÍSLENSKRI HÖNNUN

FASHIONFÓLKFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Þessi færsla má byrja á orðunum, ÁFRAM ÍSLAND, því ég elska mjög þegar íslenskum fatahönnuðum gengur vel erlendis. Ein af þeim sem er áberandi á meginlandinu þessa dagana er vinkona mín Hildur Yeoman sem ég hef fylgst svo lengi og náið með í gegnum árin. Dugnaðurinn sem hún ber með sér er engum líkur og ég vil meina að það sé svo sannarlega að skila sér í frábæru gengi hérlendis og erlendis. Hildur selur hönnun sína í verslun sinni á Skólavörðustíg en er líka með flíkurnar í verslunum erlendis, sem kannski ekki allir vita? Eins selur vefsíðan yeoman.com til viðskiptavina um heim allan.

Það var engin önnur en stórstjarnan Ellie Goulding sem klæddist Yeoman á sviði í London í vikunni og ég gat ekki annað en forvitnast um hvernig það kom til?

“Við erum með agent í London og stílistinn hennar Ellie fékk lánuð föt hjà honum fyrir hana” sagði Hildur.

“Við erum að stækka brandið, vinnum á alþjóðlegum vettvangi og þá er mjög mikilvægt fyrir afskekktan eyja fatahönnuð að vera aðgengilegur fyrir stílista og annað áhrifafólk innnan tískuheimsins á meginlandinu”

Settið sem Ellie Goulding klæðist kemur í sölu á Íslandi í næstu viku. Fötin er hluti af nýjustu línu Yeoman, The Raven, en eitthvað úr línunni er nú þegar mætt í verslun YEOMAN á Skólavörðustíg. Hér að neðan getið þið séð brot af mínum uppáhalds flíkum. Línan er innblàsin frá Vestfjörðum og galdramenningu en ég hef áður talað um hana á blogginu þegar Yeoman tryllti líðinn í Hafnarhúsinu – HÉR.

 

Þið getið skoðað (og keypt) dásamlegu íslensku flíkurnar HÉR ...

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

REALLY RED

Skrifa Innlegg