fbpx

REALLY RED

BEAUTY

Ég er eiginlega alltaf með litaðar neglur sem sjást svo reglulega í mynd á Instagram story. Þið biðjið oft um nafn á þeim litum sem ég nota og stundum get ég ómögulega svarað því afþví að ég veit það ekki sjálf.

Það er eitthvað við rautt sem ég elska og hef gert í svo mörg ár. Rauður er algjör power litur og hann verður mjög gjarnan fyrir valinu á mínar neglur. Margir fylgjendur mínir halda að það sé alltaf sama rauða naglalakkið en svo er ekki. Ætli það sé ekki hægt að segja sem svo að ég noti bjartari rauðan á sumrin og aðeins þyngri yfir vetrartímann? Kannski … Ég er þá allavega í einhverju millibilsástandi í dag, þennan ágæta haustdag þegar ég lakkaði neglurnar í litnum “Really Red” sem ég hef notað síðustu vikurnar, einfaldlega afþví að hann er til á snyrtiborðinu að þessu sinni.

Essie/Really Red

Ég fékk lakkið í gjöf þegar við gáfum rauð lökk í gjafapoka Konur Eru Konum Bestar í september. Það voru nokkur auka og ég fékk eitt að gjöf. Finnst það mjög fallegt og gaman að sýna það betur hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: HVAR ER GUNNI?

Skrifa Innlegg