fbpx

DRESS: HVAR ER GUNNI?

DRESSLÍFIÐ

Instahusband fær að vera með á myndinni hér að ofan, alveg óvart. Hvar er Gunni?

Ég elska þessa haustblíðu þó hún sé að koma mér á óvart, að ég fari út úr húsi í engri yfirhöfn passar ekki alveg í Danmörku um miðjan októbermánuð …. en ég er þakklát.

Ég pantaði þessa peysu á andrea.is í síðustu viku og hún kom á góðum tíma inn um dyrnar í byrjun vikunnar. Ég er búin að vera í henni í nokkra daga í röð þegar þessi færsla er skrifuð.

Ég kaupi mér alltaf föt sem ég tel mig geta notað í langan tíma. Ég gerði það ekki alltaf  “í gamla daga” en með aldrinum hef ég lært mikilvægi þess að velja vel þegar ég bæti í fataskápinn. Þetta dress er sönnun þess en hér er ég klædd í vintage Wrangler gallabuxur sem þið hafið oft séð mig í (enda 100 ára) og H&M STUDIO skó frá því í vor, svo dæmi sé tekið.

Spöng: AndreA, Peysa: AndreA, Buxur: Wrangler Vintage, Skór: H&M Studio, Taska: Balenciaga

Gleðilega sólríka haustdaga … sá að sama staðan er í Reykjavik í dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: SUIT UP

Skrifa Innlegg