fbpx

TRENDNÝTT

HILDUR YEOMAN KOM FÓLKI Í FÖSTUDAGSGÍRINN

FÓLKKYNNING

Hildur Yeoman kom sá og sigraði þegar hún bauð fólki upp á gleði og geggjaða tískuupplifun í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars. Elísabet Gunnars sagði frá línunni og viðburðinum HÉR og AndreA Magnúsdóttir sagði frá upplifuninni HÉR og sparaði ekki stóru orðin:

“Það var erfitt að sitja kyrr, brosið fór ekki af okkur allan tímann, gleðin og hamingjan var allsráðandi og í lokin voru allir gestir dregnir úr sætum og við enduðum öll dansandi með fyrirsætunum á gólfinu.
Ég hef sótt tískusýningar út um allan heim og þessi sýning gaf þeim erlendu ekkert eftir. “

Sýningin byrjaði 20:00 og þó að Íslendingar séu ekki þekktir fyrir að mæta snemma þá var annað uppá teningnum að þessu sinni. Húsið opnaði með fordrykk hálftíma fyrr og Íslendingar tóku því vel og mættu tímanlega í sínu sínu fínasta pússi til að sýna sig og sjá aðra áður en flautað var til leiks. Citrus Cocktail Co töfruðu fram margarítur í glerglösum og sögðu gestum að plast væri liðin tíð á viðburðum sem þessum – Trendnet tekur hattinn ofan fyrir því!  Sjáið uppskrift af sambærilegum drykk á Föstudagsbarnum: HÉR.

Það voru ansi margir sem komu að sýningunni í ár og má segja að girl power hafi ráðið ríkjum –  bæði dansarar, tónlistarfólk og ýmsar konur sem veita Hildi innblástur voru þar áberandi í öllum stærðum og gerðum.

MR Silla sá um tónlistina,  Aðalheiður Halldórsdóttir dansari sá um dansverkið ásamt vel völdum dönsurum og förðunin var í höndum förðunarfræðinga frá Reykjavík Makeup School, undir stjórn Ísaks Freys – þau notuðu NYX Professional makeup í verkið. Ísak er búsettur í London þar sem hann farðar stjörnurnar en hann flaug sérstaklega heim fyrir þetta verkefni, enda góðvinur Hildar Yeoman. Aðrir förðunarfræðingar voru Helga Sæunn, Heiður, Sara Dögg eigandi Reykjavík Makeup School, Alexander, Perla Kristín, Rakel María og Kristín.

Hárið var unnið undir stjórn Steinunnar Óskar, hárgreiðslumeistara á Senter, með label.m vörum. Aðstoðarfolk hennar kom frá Hárakademíunni og Blondie hárstofu.

Eins og áður sagði var margt um manninn og hér að neðan getið þið séð gesti sem sóttu sýninguna. Þekkið þið einhvern á myndunum?  Deilið gjarnan með vinum og vandamönnum ef þið sjáið kunnugleg andlit –

 

Frá vinstri: Snorri Björns ljósmyndari, Sindri Snær eigandi Húrra Reykjavík, Guðbjörg og Írena Sveins

Með íslenska hönnun um hálsin og sólgleraugu inni 

Stappað út að dyrum fimm mínútum fyrir sýningu

Okkar eðal Trendnet teymi lét sig ekki vanta 

Reynt að koma öllum fyrir í gott pláss 

Ása Ninna, Svana Lovísa og AndreA

Brosið aldrei langt undan hjá fyrrverandi og núverandi Trendneturum 

Let´s take a selfie


Alexander, Gunnþórunn, Elísabet Alma og Helena

Katrín Jakobsdóttir mætti með fjölskyldu sinni 

Melkorka og Saga 

Ljósmyndarinn Berglaug og vinkonur

Högni og Daníel Ágúst í góðum félagsskap

Therma Kota systur sátu á fremsta bekk, báðar í YEOMAN kjólum

Hláturinn lengir lífið 

Saga Sig sá um útstillingu á sviðinu

Ída Páls

Förðunar þríeyki

Þessar sáu um hárið 

TOPP TEYMI 

 Erna Hrund og DJ Sóley 

Berndsen og frú

Katrín Jakobsdóttir og Hildur Yeoman

Happy family 

Fyrrverandi og núverandi Trendnetarar 

 Sýningin endaði með að gestir voru dregnir út á gólf í alvöru föstudagsfýling. Við ætlum sömu leið inn í helgina að þessu sinni.

Til hamingju Hildur Yeoman og allir þeir sem komu með einum eða öðrum hætti að sýningu Hildar í Hafnarhúsinu.
High five Hönnunarmars fyrir vel heppnaða hátíð. Við erum strax farin að telja niður í næstu … 26.-29. mars 2020.

Myndirnar í færslunni tók Sigurjón Ragnar.

//
TRENDNET

FÖSTUDAGSBARINN - TOMMY'S MARGARITA (MYNDBAND)

Skrifa Innlegg