fbpx

TÍSKA, GLAMÚR,DRAMA OG DAUÐI – HOUSE OF GUCCI

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

ÓVÁ hvað ég er spennt að segja ykkur þessar uppáhalds tískufréttir vikunnar.

Söng- og leikonan, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, sjálf Lady Gaga birti í gær mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún sýnir okkur bakvið tjöldin við tökur á myndinni House of Gucci. Við fáum að sjá Signore e Signora Gucci í alpaklæðnaði í góðu yfirlæti.

Instagram innleggið hefur vakið gífurlega athygli og ég get hreinlega ekki beðið eftir að fara í bíó. Með leikstjórn fer sjálfur Ridley Scott og með aðalhlutverk fara áðurnefnd Lady Gaga og Adam Driver. Aðrir leikara sem vert er að nefna eru Al Pacino, Jeremy Irons og Jared Leto.

Leikstjórinn hefur lengi unnið að myndinni og á tímabili var því haldið fram að Leonado DiCaprio og Angelina Jolie ættu að fara með þessi hlutverk. Síðar var Penelope Cruz orðuð við hlutverkið. Nú, rúmum ártug síðar er myndin loks að verða að veruleika.

Myndin er byggð á átakanlegri sögu hjónanna Patrizia Reggiani og Maurizio Gucci og lúxus tískuhússins sem allir þekkja. Tvíeykið giftist árið 1973 og eiga saman tvær stúlkur. Patrizia var þekkt fyrir dálæti sitt á veraldlegum munum og lét eitt sinn hafa eftir sér að hún myndi heldur sitja grátandi í Rolls Royce en að ferðast brosandi á hjóli. Á sama tíma var Gucci sjálfur þekktur fyrir óhóflega eyðslu sína sem endaði með því að hann seldi tískuhúsið til félags frá Bahrain.

Mynd: Getty Images

Sambandið var svo sannarlega ekki dans á rósum og árið 1985 sótti Gucci um skilnað og eftir langar deilur var skilnaðurinn loks staðfestur 6 árum síðar. Nokkrum árum síðar var Gucci síðan skotinn til bana af leigumorðingja fyrir utan skrifstofu sína í Mílanó. Síðar kom í ljós að það var Reggiani sem hafði skipulagt þetta allt saman og var hún í kjölfarið dæmd í 29 ára fangelsi og fékk viðurnefnið svarta ekkjan í ítölskum fjölmiðlum.

Mynd: Getty Images

Eftir að Patrizia losnaði úr fangelsi árið 2014 tjáði hún sig um málið og var spurð af hverju hún hafi ekki sjálf séð um morðið á fyrrverandi eignmanni sínum. Svarið var á þá leið að hún treysti ekki eigin miði og vildi ómögulega taka áhættuna á að hitta ekki.

Ást, glamúr, tíska, svik, morð, fangelsi – hreint út sagt ótrúleg saga sem ég hlakka til að sjá í bíóhúsum! Þið örugglega líka ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FYLGIST MEÐ CHANEL SÝNINGUNNI ÚR SÓTTKVÍ

Skrifa Innlegg