fbpx

HÖNNUNARMARS / TÍSKUVEISLA Í RVK

HÖNNUNARMARSTískaTÍSKUSÝNINGTÍSKUVIKA

HönnunarMars og góða veðrið bauð upp á algjöra veislu á föstudaginn, svei mér þá þetta var eins og að vera á tískuviku erlendis.  Borgin iðaði af lífi & skemmtilegum viðburðum.  Hönnunarmiðstöð á risastórt hrós skilið fyrir frábæra og vel skipulagða hátíð.

Svona ca var föstudagurinn minn í máli & myndum …

HILDUR YEOMAN, SPLASH 💦
Hildur stóð undir nafni og hélt trylltan hafmeyju gjörning í verslun sinni við Laugaveg.  Stelpurnar í  CYBER gjörsamlega slógu í gegn í glæsilegum ferskum litríkum flíkum frá Yeoman.  Mjög skemmtilegur viðburður & virkilega gaman að kíkja inn í ævintýralegan heim Hildar Yeoman.  
Ef þið hafið ekki hlustað á CYBER þá HÉR gjörið þið svo vel 🧜‍♀️
SPLASH línuna í heild sinni getið þið skoða HÉR .

SIF BENEDIKTA X BRYNJA SKJALDAR & DRÍFA LÍFTÓRA, “Það sem leynist bak við skugga 4 víddar”
Samsýning í Listasafni Einars Jónssonar

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir & Brynja Skjaldar sýndu rómantíska fallega línu undir merki SIF BENEDIKTA.  Þær drógu okkur aftur til fortíðar með fallegum flíkum, silkislæðum, bylgjum í hári og formfallegum fylgihlutum.

Drífa Líftóra:“Það sem leynist bak við skugga 4 víddar” 
Fatalínan er sprottin upp úr pælingum höfundar um myrkfælni sem völundarhús hugans og bjögunina sem á sér stað í skuggaspili.
Efnin eru öll handþrykkt af Drífu & ganga mynstrin hvert upp í annað sem gefur af sér mjög lifandi fatalínu.


BAHNS kynnti þriðju sundfatalínuna sína með einstakri sundupplifun í Vesturbæjarlaug.
Dansarar sýndu móderniseraðan samhæfðan dans í nýjustu sundfötum merkisins.
Hönnuður merkisins er Helga Lilja
Danshöfundur Inga Maren Rúnarsdóttir.

 

Við enduðum svo daginn í Stefánsbúð þar sem við (team Trendnet)  hittum hönnuðinn Hlín Reykdal.
Hlín Reykdal og skaparinn gerðu saman línu sem sameinar stefnu skartgripa- og fatahönnuðar á óvæntan og skemmtilegan hátt.
Línuna er hægt að skoða í Stefánsbúð.

 

Þvílík veisla
TAKK fyrir okkur HönnunarMars 

SPURNINGARLÍNAN

Skrifa Innlegg