fbpx

Nýjar línur mæta í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðMACMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Þegar ég skrifa um vörur sem eru ýmist sendar eða keyptar af mér í sömu færslu mun ég merkja þær sem ég fæ sendar með stjörnu (*) svo það fari ekki framhjá neinum. Eins og alltaf skrifa ég af einlægni og er hreinskilin.

Þið vitið hvernig þetta virkar, þegar von er á nýjum línum í MAC þá er um að gera að hafa hraðar hendur því vörurnar seljast mjög hratt upp og oftast klárast þær allra vinsælustu á fyrstu mínútunum…

Ég fékk nokkur sýnishorn úr þessum línum en þær sem eru að koma eru Faerie Whisper, Huggable og Retro Matte. Mig langar að sýna ykkur förðun sem ég gerði með vörum úr fyrstu tveimur línum sem ég nefni….

Lúkkið er sérstaklega einfalt og ég vildi að þessar þrjár vörur væru í fókus en ég notaði þó nokkrar vörur með til að styrkja förðunina og leyfa vörunum að njóta sínn enn betur. En ég útskýri þetta allt betur hér fyrir neðan.

macfaeriehuggable6

Hér eru Foiled Eyeshadow úr Faerie Whisper línunni litirnir heita Fairy Land* (þessi ljósari) og Faerie Fayre*. Foiled augnskuggarnir eru mjög glimmermiklir miðað við marga aðra augnskugga frá MAC. Ég elska að nota Fix+ með þeim til að gera þá enn sterkari en þá fá augunum svona fullkomna metallic áferð um augun. Ég byrja reyndar alltaf að grunna allt með þeim þurrum og set þá svo blauta yfir.

Faerie Whisper línan er mjög áferðafalleg, metallic áferðin er áberandi og fallegir jarðtóna litir með metallic áferðinni einkenna línuna. Auk augnskugganna eru gloss, varalitir, kinnalitir og sjúklega falleg andlitspúður þar á meðal er eitt með ljómandi áferð sem er fallegt sem highlighter.

Svo er það Huggable glossinn fíni. Huggable línan er til að kynna nýja Huggable varaliti sem eru með fallegri ljómandi áferð, sterkum lit en jafnframt mjög léttir í sér. Með varalitunum koma varagloss sem koma í takmörkuðu upplagi. Ég var svo heppin að fá einn svona gloss og minn heitir Embraceable Me* virkilega fallegur nude gloss með bleikum blæ. Hér nota ég hann yfir uppáhalds nude litinn minn frá MAC en hann heitir Hue.

macfaeriehuggable4

Til að styrkja augnförðunina eins og ég tala hér um fyrir ofan þá notaði ég fallega matta brúna liti úr Amber Time 9 pallettunni minni frá MAC sem þið sjáið hér fyrir neðan. Ég grunna í raun bara skygginguna í enda augnloksins og set svo Foiled augnskuggana yfir augun – sá dekkri fer á ytri helminginn og sá ljósari fer á innri helminginn – svo er bara að blanda vel og doppa þeim yfir blautum með hjálp Fix+ – blanda aðeins aftur og þá eruð þið góðar.

macfaeriehuggable5

Hér fyrir ofan sjáið þið líka Hue litinn minn fallega sem hefur verið í uppáhaldi í ábyggilega 10 ár. Ég á alltaf einn svona varalit og á tímabili átti ég 3 – þá var ég í menntaskóla og plantaði honum útum allt. Liturinn er nefninlega svo klassískur. Hann er ekkert svakalega þéttur í sér en gefur samt áferðafallegan lit sem er nude með bleikum blæ. Varaliturinn passar við allt – því lofa ég!

macfaeriehuggable3

Þessar línur þykja mér einstaklega fallegar og ég hlakka mikið til að skoða þær báðar betur inní Kringlu já eða Smáralind á morgun!

Fyrstu vörurnar munu klárast snemma svo mætið snemma ef þið viljið tryggja ykkur þær því það kemur því miður aldrei mikið af hverri vöru.

Erna Hrund

Litla kanínan

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1