fbpx

Lygileg ending á maskara – fyrir & eftir 13 tíma

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að bíða í ofvæni eftir því að fá Grandiose maskarann frá Lancome í hendurnar. Það gerðist loksins í vikunni og þessi flotti og framúrskarandi maskari er nú kominn í verslanir hér á Íslandi.

Lancome er eitt af þeim merkjum sem er þekkt fyrir að vera með æðislega maskara – Hypnose maskarinn er einn vinsælasti maskari meðal íslenskra kvenna og ég efast ekki um annað en þið takið vel á móti Grandiose.

grandiose7

Burstinn er gúmmíbursti og með honum er auðvelt að greiða úr augnhárunum og jafna magn maskarans á augnhárunum það er það sem löngu gúmmíhárin gera. Stuttu gúmmíhárin hlaða formúlunni á augnhárin svo við fáum þétt og flott augnhár.

Háls burstans er þó það sem er einstakt við hann en hálsinn auðveldar ásetningu maskarans og hjálpar okkur að komast auðveldlega að krókum og kimum augnháranna. Ég held að ég hafi aldrei áður fengið ítarlegar leiðbeiningar um hvernig ég á að nota maskara en með þessum fékk ég þær. Leiðbeiningarnar sýndu mér hvernig á að beita burstanum til að fá sem mest útúr maskaranum. Það koma meirað segja sér leiðbeiningar fyrir hvort auga.

Ég hef aldrei náð að komast jafn auðveldlega að rót augnháranna með nokkrum maskara eins og það var auðvelt að koma þessum alveg þétt uppvið rótina. Þó svo ég hafi verið hrædd um að maskarinn væri flókinn þá var hann mjög einfaldur í notkun og ég lærði fljótt tökin á þessu. Frábær tækni á bakvið þennan bursta og ég á ekki von á öðru en að hér sé maskari sem er kominn til að slá í gegn.

grandiose4

Í dag byrjaði dagurinn minn klukkan 8 – maskarinn var komin á augnhárin klukkan svona hálf 9….

Ég keyrði á milli þónokkurra vinnustaða og sat tvo fundi. Fór í IKEA að kaupa eldhúsinnréttingu, fór í Húsasmiðjuna að leigja hornjuðara til að pússa smáatriði á gólfunum okkar og sandpappír með. Eyddi svo fjórum tímum í vinnugallanum með rykgrímu og græjur að pússa gólfin með tilheyrandi átakasvita. Bar inn eldhúsinnréttinguna með Aðalsteini og hjálpaði til við að setja hana saman. Loks endaði dagurinn í næstum klukkutíma uppí rúmi að svæfa Tinna. Sonur minn tekur ekki annað í mál en að mamma hans liggi við hlið hans með andlitið á koddanum og þykist sofa – þessu verður tekið á eftir flutninga ;)

Eftir allt þetta þá leit ég í spegil og ég átti einhvern vegin von á því að bara allt væri farið af sérstaklega eftir framkvæmdagleðina og svefntilraunirnar – en viti menn maskarinn hafði aðeins dofnað á neðri augnhárunum en annars bara alveg fullkominn eins og þið sjáið hér fyrir neðan.

p.s. ég notaði engan augnhárabrettara – það geri ég ekki þegar ég er að testa maskara. Einnig vil ég taka fram að ég er bara með eina umferð en ég vil ekki hafa of mikinn maskara svona dags daglega.

grandiose8Innan skamms mun ég svo deila með ykkur sýnikennslumyndbandi um hvernig á að beita maskaranum sem þið sjáið að er dáldið ólíkur öðrum hér fyrir ofan. Það þarf að passa uppá nokkra hluti þegar maskarinn er notaður þá helst hvernig á að beita honum. En við förum yfir allt þetta í næstu viku :)

Njótið dásamlega dagsins – það ætla ég að gera í vinnugallanum á nýja heimilinu sem er að smella saman og að sjálfsögðu mun ég skarta þessum flotta maskara en eftir endingu dagsins þá skaust þessi upp í topp 3 hópinn af uppáhalds möskurunum mínum!

EH

Maskarann sem ég skrifa um hér fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Make Up Store mætir norður!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Margrét

  23. August 2014

  Lancome maskarar eru bestir!! Hlakka til að prófa þennan, lofar góðu ;)

 2. Sæunn

  23. August 2014

  Ómæ! Ég er búin að vera að stúdera þennann og hann lofar of góðu og hlítur að spara manni tilheyrandi handalyftur og fettur sem tilheyra venjulega maskaraásetningu! Ég þarf eiginlega að bíða eftir næsta taxfree og prufa!

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. August 2014

   Ójá hann gerir það! En maður þarf eiginlega að venjast því hvað það er einfalt að bera hann á augnhárin í fyrsta skipti sem ég prófaði hann var ég í því að klessa burstanum í kringum augun því ég var ekki vön svona sniðugum bursta ;) En jú þessi er must buy á næsta tax free :D