fbpx

Rakabomba frá BIOEFFECT

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Mig langar að segja ykkur frá húðvörunni sem ég hef verið að nota núna samfleytt undanfarnar vikur – vörunni sem kom minni hrikalega illu förnu húð í jafnvægi eftir harðan vetur. Ég er náttúrulega endalaust búin að vera að kvarta yfir því hvað húðin mín er búin að vera þur og illa farin síðustu vikurnar og eftir sirka 10 daga notkun á nýja EGF Day Seruminu frá BIOEFFECT gat ég loksins hætt að tuða. Nú þori ég ekki að hætta að nota vöruna af ótta við að hún fari aftur í sama far – svo ef þið kannist við málið haldið þá endilega áfram að lesa.

Þið ættuð nú flest allar að þekkja íslenska merkið EGF – merkið er betur þekkt sem BIOEFFECT erlendis en þær vörur eru virkari en EGF vörurnar af frumuvökunum og virku efnunum í vörunum. Hér á Íslandi höfum við aðeins fengið að kynnast BIOEFFECT en 30 Day Treatment droparnir komu í búðir nú fyrir jól og nú er Day Serumið fáanlegt á sölustöðum merkisins. Ég fékk kynningu á vörunni þegar hún kom á markaðinn og eftir að hafa notað hana nú, kynnst virkninni og fundið hana virka langar mig að deila minni upplifun með ykkur. En eins og þið vonandi vitið reyni ég alltaf að prófa húðvörur í alla vega 2-3 vikur áður en mér finnst ég geta fyllilega dæmt hvernig varan virkar fyrir mig :)

rakabomba4

Ég er svakalega hrifin af BIOEFFECT umbúðunum – þessum grænröndóttu pakkningum sem toga í athygli manns og um leið og ég sá þær varð ég heilluð. Svo mér finnst eiginlega skemmtilegra að fá vörur frá því merki en EGF – bara útaf pakkningum. Stundum er ég yfirborðskennd þegar kemur að pakkningum, engu öðru – lofa!

Day Serumið kemur í flösku með pumpu sem skammtar manni ráðlagðan dagskammt. Varan er virkilega drjúg og flott og það er mælt með því að varan sé notuð á hverjum morgni og meirað segja ætti þetta serum að vera nóg á morgnanna fyrir allar húðtýpur – s.s. ekkert rakakrem. Ég komst ekki upp með það í fyrstu skiptin sem ég notaði vöruna því ég var svo svakalega þur. Svo stundum setti ég bara annan skammt af seruminu á húðina eða notaði létt rakakrem yfir.

Frumuvakinn í seruminu örvar endurnýjun frumnanna í húðinni svo virkni þeirra eykst til muna og smám saman nær virkni serumsins að endurvekja þessa endurnýjun frumnanna og hvetja þær áfram. En þegar við eldumst þá hægist á þessari framleiðslu. Seruminu er því ætlað að koma húðinni í gott jafnvægi og þar á meðal þegar kemur að rakamagni húðarinnar sem er það sem ég persónulega leitaðist aðallega eftir.

rakabomba

Ég er ekki marktæk á breytingar á öldrunareinkennum húðarinnar nema fyrst og fremst þegar kemur að rakanum í húðinni. Mér finnst mín húð eftir notkunina komin í jafnvægi þegar kemur að honum, húðin mín er áferðafalleg og eins og alltaf eftir að ég nota þessar EGF vörur þá finnst mér hún ljóma og fá ennþá meiri náttúrulega útgeislun sem er aldrei ókostur.

Eins og aðrar vörur frá BIOEFFECT og EGF er varan virkilega drjúg og það þarf lítið sem ekkert magn til að ná að dreifa kreminu yfir allt andlitið. Til að byrja með þurfti mín húð aðeins meira en hún þarf núna, eftir þriggja vikna notkun finn ég mikinn mun á því hvað ég þarf mikið af vörunni – í dag er þetta litla magn sem þið sjáið hér fyrir neðan alveg feykinóg fyrir mig.

rakabomba2

Að lokum langar mig að deila með ykkur einum svona aukakosti við vöruna. Áferð gelsins minnir óneitanlega á primer eða farðagrunn. Þó ég gangi kannski ekki svo langt með að segja að varan komi í staðin fyrir primer þá grunnar kremið húðina mjög vel og áferð húðarinnar verður jöfn og falleg og þar af leiðandi verður auðveldara að bera grunnförðunarvörur yfir húðina – þær dreifast mun betur og renna fallega yfir húðina.

Á móti kreminu er mælt með notkun á BIOEFFECT dropunum fyrir nóttina og þá hef ég samviskusamlega notað á móti og fæ því alveg fulla virkni.

Þetta er frábær vara til að koma húðinni í gott jafnvægi eftir erfiðan vetur og ég gef Day Seruminu mín allra bestu meðmæli. Merkið heldur áfram að senda frá sér gæðamiklar vörur sem standast kröfur kvenna um allan heim en vissuð þið að BIOEFFECT vörurnar eru fáanlegar í mörgþúsund verslunum um allan heim, hafa unnið fjöldan allan af verðlaunum og eru iðulega sýnilegar á blasíðum flottra tímarita um heim allan – held að vörurnar séu að verða komnar á góða leið með að verða vinsælli en fiskurinn okkar og skyrið… :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

p.s. að lokum þá sjáið þið hér nafn dömunnar sem ég dró út í I Love… leiknum:

Screen Shot 2015-04-28 at 6.38.57 PM

Til lukku Elva Rún – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég læt þig vita hvar þú getur nálgast vinninginn :)

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Essie lökkin - loksins á Íslandi!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Elva Rún Óðinsdóttir

  30. April 2015

  Vá takk kærlega fyrir mig, er í skýjunum :D :D

 2. Fjóla Finnboga

  1. May 2015

  Húðin á mér er einmitt búin að vera í skralli eftir þennan vetur :(
  Hvaða krem ertu að nota með þessu serumi ?

  • Ég notaði bara létt rakakrem með svona fyrst var með bleika gelkremið frá Biotherm en nú nota ég bara þetta ekkert krem yfir :)

   • Fjóla Finnboga

    2. May 2015

    ok :) þá bara hreinlega VERÐ ég að eignast þetta hehe … merkilegt hvað veðrabreytingar geta gert útaf við húðina á manni :)

 3. maria

  17. June 2015

  Hæ, hvað dugar þetta krem lengi. Er svoltið dýrt en ætla mér að prufa það :)