fbpx

Rakamaskinn sem ég verð að prófa!

ChanelFallegtHúðLífið MittMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Nýlega fékk ég sent sýnishorn af nýjum rakamaska frá Chanel. Ég elska maska og að dekra við húðina reglulega og þessi maski finnst mér sérlega girnilegur. Ég veit ekki með ykkur en ég legg áherslu á að lesa mér til um vörur sem ég skrifa um á netinu og þá sérstaklega umsagnir sem vörurnar fá frá notendum. Það gefur mér svona ákveðna tilfinningu fyrir vörunni og hverju ég á að passa uppá að taka eftir þegar ég prófa vörurnar áður en ég skrifa um þær. Mig langaði að gefa ykkur kannski líka smá innsýn inní það hvernig ferli vörur fara í gegnum hjá mér áður en ég skrifa um þær á síðunni minni.

S142890_XLARGE

„I had a facial with the Chanel specialist and she put this on me. I was in love – it has such a beautiful scent and the texture was amazing. My skin felt refreshed after she had taken it off and massaged it in. It’s probably the fact that I’m not a specialist because its hard to achieve the same result as when I had my facial. Perhaps it is because my skin was fully prepped before she used it, but my skin never feels as good. That being said, I still love this. I find it to be more of a creamy gel mask that you could leave on all night because its texture is light, but still moisturises like crazy. It also gives my skin a nice radiance.“

„Lovely face mask, lovely scent.
I do agree that I wasn’t amazed by this product but it’s definitely my favourite face mask, it’s not too heavy or gloopy or thick, it’s got a great texture and scent. Very easy to wear and with a thin opening tube so you don’t use too much of it.
It’s easy to spread around your face and washes off easily unlike other masks where they go everywhere when you wash your face! (over the sink, in your hair etc!)

I would buy it again if I don’t find anything else cheaper that’s just as good!“

Þessi er klárlega must try… ef ykkur líst á hann athugið þá endilega hvort þið getið fengið að prófa hann hvort sem það er að mæta með hreint andlitið í Hagkaup og fá að prófa hann almennilega eða athuga hvort þið getið mögulega fengið eins og eina prufu. Maður verður eiginlega að fá tækifæri til að prófa svona flottar vörur og sérstaklega þær sem eru í dýrari kantinum áður en þær eru keyptar. Mig langar að leggja áherslu á það að ef þið eruð að fara sérstaklega í húðvöru eða grunnförðunarvöru leiðangur mætið þá með hreina húð í búðina til að geta prufað vörurnar almennilega og fundið hárréttan lit á t.d. farða fyrir ykkur. Það er í alvörunni þess virði því þá fáið þið mun betri tilfinningu fyrir vörunni en ekki. Ef kaupin eru spontant þá er alltaf sniðugt að spurja hvort þið getið mögulega fengið hjálp við að hreinsa húðina áður en þið prófið.

Að mínu mati koma húðvörurnar frá Chanel í einum af flottustu umbúðunum. Auðvitað verður maður líka að tala til greina að um vörur frá einu þekktasta tískuhúsi heims og því verðlagning eftir því. En í mínum skrifum legg ég alltaf áherslu á að horfa ekki á verð eða merki heldur bara vöruna sjálfa og reyni eftir fremsta megni að vera með fjölbreytt úrval vara á síðunni. Ég luma líka venjulega alltaf á vitund um sambærilega ódýrari já eða dýrari vöru eftir því hvað er til umfjöllunar – svo ekki hika við að smella eins og einni spurningu á mig hér á síðunni eða í tölvupósti ef ykkur vantar þannig upplýsingar. Þessi verður testaður í kvöld en eins og nafnið gefur til kynna er hann auðvitað meira fyrir þurra húð. Ég veit að ég er orðin alltof sein með umfjöllunina mína með ráðunum um olíumikla húð ég lofa henni á næstu dögum – afsakið seinaganginn!!

EH

Maskann fékk ég sendan sem sýnishorn en allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni persónulegu skoðun og að sjálfsögðu veiti ég hreinskilið álit mitt á vörunni eins og alltaf :)

Uppáhalds nýjungin mín!

Skrifa Innlegg