MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Að vakna með yndislega húð…

Ég Mæli MeðFallegtHúðLancomeSnyrtivörur

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi af húðvörunum frá Lancome. Maður finnur alltaf á þeim að það er mikil vinna lögð í vörurnar þegar kemur að formúlum, umbúðunum, virkninni og tilfinningunum sem þær vekja hjá manni þegar maður notar þær. Mér finnst allt ofboðslega mjúkt og áferðafallegt við vörurnar frá Lancome, sama hvaða vara það er – þær gefa húðinni og ásýnd andlitsins svo fallega áferð sem er áferð sem alla vega ég sækist eftir.

Ég fékk senda alveg einstaka dekurvöru frá merkinu fyrir stuttu – vöru sem er rakamaski sem er ætlaður til að fá að vera á húðinni yfir nóttu og svo þegar ég vakna morguninn eftir þá er húðin yndisleg – bæði þegar kemur að áferð og tilfinningu…

lancomemaski

Hydra Zen Masque – Anti-Stress Moisturising Overnight Serum-in-Mask frá Lancome

Það ætti ekki að vera neitt leyndarmál að stress getur haft mikil áhrif á ástand húðarinnar og komið henni auðveldlega í ójafnvægi. Þreyta og álag birtist helst á húðinni í breyttu litarhafti, húðin missir ljóma og verður fyrir rakatapi. Markmið maskans er að koma húð sem er undir álagi eða er í ójafnvægi í jafnvægi. Fomúla maskans er gelkennd og létt og fer hratt inní húðina. Við fyrstu notkun er eins og maskin myndi smá svona filmu yfir húðinni sem er eins og maskar gera almennt til að byrja með. En svo hverfur hann alveg inní húðina og nærir hana vel.

lancomemaski2

Ég er búin að nota þennan í þrjár nætur núna og í hvert sinn vakna ég með silkimjúka og áferðafallega húð sem glóir. Með hjálp þessa maska er það alla vega ekki að sjást á mjög augljósan hátt hversu lítinn svefn ég er að fá og hversu algjörlega uppgefin ég er á þessum síðustu dögum fyrir fæðingu. Eins hlakka ég mikið til að nota hann eftir fæðinguna þegar brjóstagjöfin hefst því þá verður húðin almennt fyrir svakalegu rakatapi – ég skrælnaði upp síðast – með þessum verður það ekki vandamál.

Virkilega falleg vara sem bíður upp á allt það besta frá Lancome í einni krukku. Heimadekur er algjörlega málið og ég hvet ykkur allar til að gefa ykkur tíma og nota góðar vörur til að dekra við húðina, hreinsa hana vel, næra hana og hjálpa henni að slaka vel á svo hún verði nú sannarlega yndisleg eins og mín er á þessum fallega morgni með hjálp Lancome…

Það er um að gera að næla sér í þessa gersemi á Tax Free dögum í Hagkaup sem hefjast einmitt í dag!

EH

Maskinn sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Rakamaskinn sem ég verð að prófa!

ChanelFallegtHúðLífið MittMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Nýlega fékk ég sent sýnishorn af nýjum rakamaska frá Chanel. Ég elska maska og að dekra við húðina reglulega og þessi maski finnst mér sérlega girnilegur. Ég veit ekki með ykkur en ég legg áherslu á að lesa mér til um vörur sem ég skrifa um á netinu og þá sérstaklega umsagnir sem vörurnar fá frá notendum. Það gefur mér svona ákveðna tilfinningu fyrir vörunni og hverju ég á að passa uppá að taka eftir þegar ég prófa vörurnar áður en ég skrifa um þær. Mig langaði að gefa ykkur kannski líka smá innsýn inní það hvernig ferli vörur fara í gegnum hjá mér áður en ég skrifa um þær á síðunni minni.

S142890_XLARGE

„I had a facial with the Chanel specialist and she put this on me. I was in love – it has such a beautiful scent and the texture was amazing. My skin felt refreshed after she had taken it off and massaged it in. It’s probably the fact that I’m not a specialist because its hard to achieve the same result as when I had my facial. Perhaps it is because my skin was fully prepped before she used it, but my skin never feels as good. That being said, I still love this. I find it to be more of a creamy gel mask that you could leave on all night because its texture is light, but still moisturises like crazy. It also gives my skin a nice radiance.“

„Lovely face mask, lovely scent.
I do agree that I wasn’t amazed by this product but it’s definitely my favourite face mask, it’s not too heavy or gloopy or thick, it’s got a great texture and scent. Very easy to wear and with a thin opening tube so you don’t use too much of it.
It’s easy to spread around your face and washes off easily unlike other masks where they go everywhere when you wash your face! (over the sink, in your hair etc!)

I would buy it again if I don’t find anything else cheaper that’s just as good!“

Þessi er klárlega must try… ef ykkur líst á hann athugið þá endilega hvort þið getið fengið að prófa hann hvort sem það er að mæta með hreint andlitið í Hagkaup og fá að prófa hann almennilega eða athuga hvort þið getið mögulega fengið eins og eina prufu. Maður verður eiginlega að fá tækifæri til að prófa svona flottar vörur og sérstaklega þær sem eru í dýrari kantinum áður en þær eru keyptar. Mig langar að leggja áherslu á það að ef þið eruð að fara sérstaklega í húðvöru eða grunnförðunarvöru leiðangur mætið þá með hreina húð í búðina til að geta prufað vörurnar almennilega og fundið hárréttan lit á t.d. farða fyrir ykkur. Það er í alvörunni þess virði því þá fáið þið mun betri tilfinningu fyrir vörunni en ekki. Ef kaupin eru spontant þá er alltaf sniðugt að spurja hvort þið getið mögulega fengið hjálp við að hreinsa húðina áður en þið prófið.

Að mínu mati koma húðvörurnar frá Chanel í einum af flottustu umbúðunum. Auðvitað verður maður líka að tala til greina að um vörur frá einu þekktasta tískuhúsi heims og því verðlagning eftir því. En í mínum skrifum legg ég alltaf áherslu á að horfa ekki á verð eða merki heldur bara vöruna sjálfa og reyni eftir fremsta megni að vera með fjölbreytt úrval vara á síðunni. Ég luma líka venjulega alltaf á vitund um sambærilega ódýrari já eða dýrari vöru eftir því hvað er til umfjöllunar – svo ekki hika við að smella eins og einni spurningu á mig hér á síðunni eða í tölvupósti ef ykkur vantar þannig upplýsingar. Þessi verður testaður í kvöld en eins og nafnið gefur til kynna er hann auðvitað meira fyrir þurra húð. Ég veit að ég er orðin alltof sein með umfjöllunina mína með ráðunum um olíumikla húð ég lofa henni á næstu dögum – afsakið seinaganginn!!

EH

Maskann fékk ég sendan sem sýnishorn en allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni persónulegu skoðun og að sjálfsögðu veiti ég hreinskilið álit mitt á vörunni eins og alltaf :)

Dekurkvöld með rakamaska

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenHúðSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Þið sem þekkið mig vitið að ég er mikill talsmaður dekurkvölda fyrir húðina – ég á alltaf eitt kvöld í hverri viku frátekið til að djúphreinsa húðina, skrúbba hana og setja loks maska. Ég nota langoftast rakamaska en stundum nota ég líka hreinsimaska með. Í gær átti ég kvöld með einum af mínum uppáhalds möskum og lauk dekrinum með uppáhalds næturkreminu.

Í gær byrjaði ég á því að hreinsa húðina með hreinsimjólk, notaði svo augnhreinsi til að hreinsa í kringum augun. Svo þegar húðin var orðin tandurhrein notaði ég djúphreinsi til að þrífa húðina enn betur. Svo setti ég létt andlitsvatn yfir húðina og þegar það var þornað bar ég rakamaskann yfir alla húðina…

rakadekur rakadekur2

Hér sjáið þið vörurnar tvær sem voru í aðahlutverki!

rakadekur3

Visible Difference Hydration Boost Night Mask (þennan ættuð þið að hafa séð oft áður á síðunni) – besti vinur þurru húðarinnar minnar og Eight Hour næturkremið – báðar vörurnar eru frá Elizabeth Arden.

rakadekur4

Næturkremið hef ég skrifað um áður HÉR en þetta er bara eitt það besta krem sem ég hef prófað. Það er ótrúlega drjúgt og frekar þykkt svo ég get ímyndað mér að þær sem eru með olíumikla húð fýli það kannski ekki því það virkar feitt. Þetta er dásamlegt krem sem ilmar af lavander sem hjálpar manni að slaka á rétt fyrir svefninn. Morguninn eftir verður húðin svo dásamlega mjúk og það geislar af henni.

rakadekur5

Þessi rakamaski er alveg minn uppáhalds! Það er dásmlegur ilmur af honum en hann er mjög þykkur þegar hann kemur útúr túbunni. Ég ber gott lag af honum yfir alla húðina – passa að hann fari ekki inná augnsvæðið. Ég leyfi maskanum að vera á húðinni í svona 10 mínútur og svo bleyti ég grisju uppúr vatni og þríf hann af. Húðin verður rosalega áferðafalleg og ljómar. Maskann myndi ég alveg ráðleggja öllum húðtýpum hann þessi maski er mjög ólíkur mörgum öðrum rakamöskum – alla vega þeim sme ég hef prófað. Hann er eiginlega bara svona orkubúst fyrir húðina ef þið eruð þreyttar. Maskinn er hluti af línu sem nefnist Visible Difference og einkennist af rauða letrinu. Línan samanstendur af vörum sem er ætlað að koma húðinni í fullkomið jafnvægi.

Maskann má sofa með en ég hef ekki enn gert það mér finnst svo gott að bera næturkrem yfir húðina fyrir svefninn sérstaklega eftir að ég er með maska húðin verður svo mjúk og falleg. Mér finnst þessar vörur eiginlega algjört ofurduo fyrir þurra húð.

rakadekur6

Frískleg, tandurhrein og vel nærð húð tilbúin fyrir svefninn:)

Ef ykkur líst á þennan þá mæli ég með því að þið skellið ykkur nú fyrst í stelpubíó því aftan á bíómiðunum á myndina The Other Woman með Cameron Diaz, Leslie Mann og Kate Upton er boðið uppá 20% afslátt af Elizabeth Arden vörunum í verslunum Lyf & Heilsu.

Mig dauðlangar að sjá þessa mynd og ekki er verra að fá afsláttinn – ég veit líka hvaða vöru ég myndi kaupa mér en það er þessi hér…

Elizabeth-Arden-Green-Tea-Honey-Drops-Body-CreamGreen Tea Honey Drops Body kremið er eitt það besta sem ég hef á ævinni prófað. Það ilmar dásamlega en það inniheldur hunangsagnir sem bráðna þegar maður nuddar því yfir húðina – fullkomið fyrir sumarið!!

Dekurkvöld fyrir húðina er möst að minnsta kosti einu sinni í viku – með alla vega húðskrúbb og maska – þetta er skipun frá mér ;)

EH

Spurning og Svar Þurr Húð

Ég er með skraufþurra húð og þegar árstíðirnar breytast þá verður húðin mín sérstaklega slæm það á því vel við mig að svara eftirfarandi spurningu sem barst mér í gegnum borðann á forsíðunni.

Spurning:

Hæ! :-) Ég er búin að vera með mjög þurra húð síðan í vetur og finnst það hafa mikil áhrif á áferð meiksins sem ég hef notað mjög lengi. Ég er búin að prófa að nota kornakrem, maska og setja primer áður en ég set meikið á, en finnst það því miður ekki virka nægilega vel. Ertu með einhverjar hugmyndir fyrir mig? :-)

Svar:

Hæhæ:) ég luma á nokkrum ráðum og ég myndi eiginlega bara segja að það sé svolítið þitt að meta hvaða ráð geta hentað þér miðað við þurrkinn í húðinni þinni. Fyrsta sem ég vil ráðleggja þér er að nota feitt og gott rakakrem og reyna að fara ekki of sparlega með það. Reyndar er kosturinn við feit krem sá að þau eru mjög drjúg. Rakakremið a myndinni hér fyrir neðan er það sem heldur mér gangandi þessa stundina – ég nota það amk tvisvar á dag og er búin að vera á sömu krukkunni síðan í janúar – það finnst mér ansi góð ending.

Annað ráðið er rakamaski – ég sé að þú nefnir að þú hafir reynt maska í svarinu þínu en maskinn sem ég vil mæla með fyrir þig er frá Clinique og er tiltölulega nýkominn í verslanir. Ég ber hann á mína húð einu sinni í viku og sef með hann á mér og þríf svo bara húðina morguninn eftir. 

Ég veit ekki hvernig þú ert en ég fæ þurrkubletti í húðina og sérstaklega í kringum augun þegar ég er slæm – þá verð ég rauð og þrútin og þá nota ég helst augnkrem eða collagen krem – ég get ekki útskýrt hvað það er en vörur sem eru sérstaklega gerðar til að vinna gegn öldrun í húðinni eða byggja upp varnir hafa reynst mér sérstaklega vel í barráttunni minni við þurrkinn. Við þessu nota ég núna augnkrem frá Clinique og collagen krem úr Youthcode línunni frá L’Oreal.

Þetta eru mínar uppástungur og ég vona svo sannarlega að þær virki fyrir þig:)

Gangi þér vel í barráttunni við þurrkinn!

EH

Hrein Húð

Nú er ég aðeins búin að vera að fjalla um mikilvægi þess að hreinsa húðina vel – því hrein og vel nærð húð er undirstaða fallegrar förðunar. Svo er húðin okkar auðvitað stærsta líffæri líkamans og því ber okkur skylda til að hugsa vel um hana. Það er nauðsynlegt að þrífa hana og fjarlægja þannig dauðar húðfrumur því húðin okkar endurnýjar sig reglulega og við þurfum stundum að hjálpa henni aðeins með það.

Ég hef verið að prófa núna hreinsivörur frá Clinique – ég kann vel að meta það þegar ég get keypt svona hreinsisett eins og ég skrifaði áður um HÉR þá var ég að nota svoleiðis sett frá Shiseido. Þriggja þrepa húðumhirðukrefið frá Clinique er fáanlegt fyrir fjórar mismunandi húðtýpur – 1 er fyrir þurra húð, 2 er fyrir normal húð, 3 er fyrir normal/blandaða húð og 4 er fyrir feita húð. Ég er að nota nr 1 – í því setti t.d. er sápan extra mild því við sem erum með þurra húð getum stundum fundið fyrir ertingi þegar sápan er of sterk. Þessi 3 skref eru svo einföld – þið byrjið á því að hreinsa húðina með andlitshreinsinum svo strjúkið þið yfir húðina með rakavatninu og berið loks Dramatically Different Rakakreminu yfir húðina. Ég hvet ykkur til að les færsluna sem ég vísa í hér fyrir ofan því þar fer ég yfir það afhverju þessi skref eru svona mikilvæg og hver tilgangur varanna er. Það eru tvær vikur síðan ég byrjaði að nota þessar vörur og húðin mín lítur ótrúlega vel út og ég mér líður svo vel í henni. Hún er svo vel nærð að ég sver að ég þarf ekki að nota jafn mikið af farða eða BB kremi á hana og ég gerði áður!

Það kemur oft fyrir að ég fái inn tölvupósta þar sem ég er spurð hvað ég sé að nota til að fá svona fallega húð og svarið er alltaf það sama góðar og nærandi hreinsivörur og BB krem!

En núna þegar árstíðaskiptin eru að standa yfir gengur húðin mín alltaf í gegnum mjög erfitt tímabil. Þá er bara eins og hún fái alls ekki nóg af raka og litlir þurrkublettir birtast hér og þar í húðinni og sérstaklega mikið í kringum augun. Á þessum tíma nota ég því alltaf extra feit krem og ber t.d. góð augnkrem í kringum augun. Nú hef ég samt bætt nýrri vöru inní rútínuna mína en það er nýr rakamaski frá Clinique – og ég finn mikinn mun. Ég set maskann á mig eftir að ég er búin að þrífa húðina með þriggja þrepa hreinsilínunni og er með hann á mér yfir nóttina. Þegar ég vakna er húðin mín svo fersk og ljómandi og mér líður bara svo vel í framan. Þetta geri ég 1x – 2x í viku. Rakinn frá maskanum fer djúpt inní húðina – dýpra en venjuleg rakakrem og stuðlar þannig að heilbrigðari húð og meiri ljóma. Maskinn er olíulaus. 

Þegar ég var að afla mér upplýsinga um Clinique vörurnar rakst ég á þá staðreynd að allar vörur sem koma frá merkinu eru ofnæmisprófaðar 7200 sinnum! En hver vörutegund er prófuð 12 sinnum á 600 manns og komi ofnæmisviðbrögð ekki nema í eitt skipti af þessum 7200 þá er efnasamsetningu vörunnar breytt – ekki amalegt! Vörurnar eru einnig allar ilmefnalausar svo þær ættu að henta þeim sem eru með viðkvæma húð sérstaklega vel. HÉR finnið þið líka umfjöllun um nýjasta farðann frá merkinu. Þetta er klárlega merki sem ég ætla að fylgjast vel með í framtíðinni.

Ef þið hafið ekki verið nógu duglegar að þrífa húðina ykkar undanfarið þá er um að gera að draga upp ermarnar og gera eitthvað í því. Heimur hreinsivara og maska er ekki síður spennandi og skemmtilegur heldur en förðunarvaranna. Þá er um að gera að setja saman bjútíklúbb vinkonurnar og hittast reglulega og spjalla um skemmtilega hluti og setja á sig hreinsimaska og loks rakamaska. Ég er einmitt að plana það að halda minn fyrsta bjútíklúbbshitting ég þarf bara að ákveða hverjum ég ætla að bjóða í hann ;)

EH