fbpx

Að vakna með yndislega húð…

Ég Mæli MeðFallegtHúðLancomeSnyrtivörur

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi af húðvörunum frá Lancome. Maður finnur alltaf á þeim að það er mikil vinna lögð í vörurnar þegar kemur að formúlum, umbúðunum, virkninni og tilfinningunum sem þær vekja hjá manni þegar maður notar þær. Mér finnst allt ofboðslega mjúkt og áferðafallegt við vörurnar frá Lancome, sama hvaða vara það er – þær gefa húðinni og ásýnd andlitsins svo fallega áferð sem er áferð sem alla vega ég sækist eftir.

Ég fékk senda alveg einstaka dekurvöru frá merkinu fyrir stuttu – vöru sem er rakamaski sem er ætlaður til að fá að vera á húðinni yfir nóttu og svo þegar ég vakna morguninn eftir þá er húðin yndisleg – bæði þegar kemur að áferð og tilfinningu…

lancomemaski

Hydra Zen Masque – Anti-Stress Moisturising Overnight Serum-in-Mask frá Lancome

Það ætti ekki að vera neitt leyndarmál að stress getur haft mikil áhrif á ástand húðarinnar og komið henni auðveldlega í ójafnvægi. Þreyta og álag birtist helst á húðinni í breyttu litarhafti, húðin missir ljóma og verður fyrir rakatapi. Markmið maskans er að koma húð sem er undir álagi eða er í ójafnvægi í jafnvægi. Fomúla maskans er gelkennd og létt og fer hratt inní húðina. Við fyrstu notkun er eins og maskin myndi smá svona filmu yfir húðinni sem er eins og maskar gera almennt til að byrja með. En svo hverfur hann alveg inní húðina og nærir hana vel.

lancomemaski2

Ég er búin að nota þennan í þrjár nætur núna og í hvert sinn vakna ég með silkimjúka og áferðafallega húð sem glóir. Með hjálp þessa maska er það alla vega ekki að sjást á mjög augljósan hátt hversu lítinn svefn ég er að fá og hversu algjörlega uppgefin ég er á þessum síðustu dögum fyrir fæðingu. Eins hlakka ég mikið til að nota hann eftir fæðinguna þegar brjóstagjöfin hefst því þá verður húðin almennt fyrir svakalegu rakatapi – ég skrælnaði upp síðast – með þessum verður það ekki vandamál.

Virkilega falleg vara sem bíður upp á allt það besta frá Lancome í einni krukku. Heimadekur er algjörlega málið og ég hvet ykkur allar til að gefa ykkur tíma og nota góðar vörur til að dekra við húðina, hreinsa hana vel, næra hana og hjálpa henni að slaka vel á svo hún verði nú sannarlega yndisleg eins og mín er á þessum fallega morgni með hjálp Lancome…

Það er um að gera að næla sér í þessa gersemi á Tax Free dögum í Hagkaup sem hefjast einmitt í dag!

EH

Maskinn sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Sumargleði Snúrunnar & Pastelpaper

Skrifa Innlegg