*Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare
Halló!
Ég sá skemmtilega setningu um daginn, “desk masking” og á vel við þessa dagana. Það eru margir að vinna heima og því tilvalið að brjóta uppá vinnudaginn með því að setja á sig maska. Setja á sig maska á vinnutíma er líka ekki eitthvað sem maður myndi gera á venjulegum vinnudegi og því tilvalið núna. Það er einfalt að setja á sig maska og tekur enga stund en gerir ótrúlega mikið fyrir húðina. Ég er líka svo oft að gera margt í einu og set oft á mig maska meðan ég er að gera eitthvað annað, slá tvær flugur í einu höggi, vinna og hugsa um húðina. Þetta er líka æðislegt fyrir þá sem eru að fara byrja í prófum, læra og setja á sig maska er góð tvenna. Þannig mitt heimadekur þessa dagana er að setja á mig maska á meðan Áslaug Rún leggur sig og þá getið ég notið með góðum kaffibolla.
Maskarnir sem eru mikið fyrir valinu þessa dagana er Silica Mud Mask og Mineral Face Mask frá Bláa Lóninu. Kísil maskinn frá Bláa Lóninu er búin að vera einn af mínum uppáhalds í mörg ár en skemmtileg staðreynd um mig er að ég vann einu sinni í Bláa Lóninu og fékk því að kynnast vörunum frá Bláa Lóninu ótrúlega vel. Mineral maskinn byrjaði ég að nota á seinasta ári og hann búin að vera í miklu uppáhaldi. Ég nota þessa maska oft eina og sér eða saman. Það er æðislegt að setja fyrst á sig Silica Mud Mask sem er hreinsandi og síðan setja á sig Mineral Face Mask.
Kísilmaskinn er ein þekktasta varan í Blue Lagoon húðlínunni. Unninn úr hreinum, hvítum kísli lónsins. Djúphreinsar og styrkir náttúrulegt varnarlag húðarinnar. Gefur frísklegt yfirbragð og dempar sýnilegar svitaholur í andliti.
Ég finn alltaf hvað húðinni minni líður vel eftir að ég er búin að nota þennan maska en þessi maski styrkir einmitt náttúrulegt varnarlag húðarinnar og hefur sérstakan lækningarmátt.
Rakamaski fyrir andlit – inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Öflugur rakagjafi sem gefur húðinni líflegra yfirbragð.
Ég nota Mineral Mask oft líka sem næturmaska og blanda þá nokkrum dropum af Bláa Lóns olíunni við til þess að fá meiri næringu. Húðin verður endurnærð og silkimjúk. Síðan hef ég einnig oft notað þennan maska áður en ég farða mig til þess að undirbúa húðina extra vel.
Til að toppa dekrið þá mæli ég með kertinu frá Bláa Lóninu en það lyktar alveg eins og að vera í Bláa Lóninu. Ótrúlega fersk en samt mjög róandi ilmur.
Bláa Lónið setti saman heimadekurspakka sem eru á sérstöku tilboði núna. Tilvalið að gera sitt Bláa Lón heima og njóta eða gefa einhverjum sem á skilið dekur xx
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg