fbpx

Ljómandi merkjavara

BrúðkaupChanelÉg Mæli MeðFarðarHúðmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég verð að segja ykkur frá nýjustu ástinni minni í fljótandi förðum. Ég auðvitað eins og alþjóð veit elska þegar farðar gefa húðinni minni náttúrulegan ljóma. Að mínu mati kemur venjulega fallegasta þannig áferðin frá léttum fljótandi förðum. Annað sem ég kann að meta með fljótandi farða er að þeir henta öllum húðtýpum þetta er bara allt spurning með áferðina sem þeir gefa. Fljótandi farðar eru svo léttir og falla vel saman við húðina svo þeir verða nánast ósýnilegir eða mynda örþunna filmu yfir húðina. Þó svo ég elski ljómann þá er líka til fullt af fallegum fljótandi förðum sem gefa matta áferð án þess að vera þykkir. Ég er einmitt að vinna í því að setja saman topp 10 lista yfir uppáhalds fljótandi farðana mína sem mun birtast hér innan skamms. Ég lofa að listinn verður ekki fullur af ljómandi förðum heldur mun vera eitthvað fyrir alla þar.

Þegar ég tala um að fljótandi farðar henti öllum húðtýpum þá er það af fenginni reynslu minni sem förðunarfræðing. Kremfarðar eru mjög rakamiklir og geta því verið of þykkir og þar af leiðandi óþæginlegir fyrir blandaða/olíumikla húð. Svo eru það púðurfarðanir sem geta verið of mattir fyrir þurra húð og þurrkað hana enn meira upp. En léttu fljótandi farðanir eru einhvern veginn mitt á milli þegar kemur að þessu.

En nýjasta fljótandi farðann í snyrtibuddunni sjáið þið hér fyrir neðan – merkjavara eins og ég skíri færsluna enda Chanel farði.

ljómandichanel6

Perfection Lumiére Velvet – nafnið segir allt sem segja þarf. Farðinn er óneitanlega einn sá fallegasti sem ég hef augum litið og hann hefur verið í mikilli notkun síðan ég fékk hann í hendurnar. Einn helsti kosturinn við hann er hvað hann gerir litarhaft húðarinnar fallegt án þess að draga algjörlega úr karaktereinkennum húðarinnar. Svona ljómandi farðar eru skyldueign kvenna með freknur sem þær vilja ekki fela.

Í lýsingu sem ég fékk með farðanum segir að það eigi að bera hann á með höndunum til að virkja eiginleika farðans. Ég hef bæði prófað það og að bera hann líka á með uppáhalds Expert Face Brush það virkar líka vel en ég vinn hann vel saman við húðina með hringlaga hreyfingum og húðin fær þennan fallega ljóma og flauelsmjúka áferð.

ljómandichanel5

Hér sjáið þið áferðina á húðinni á handabakinu mínu. Áferðin sem kemur á hendina er dáldið perlukennd að mínu mati. En það er meiri birta á handabakinu öðru megin og því sést ekki alveg nógu vel liturinn hinum megin. Þarf að passa betur uppá þetta til að þið sjáið vel fyrir og eftir muninn :)

Hér er svo húðin mín með farðanum. Fyrst í dagsbirtu og með flassi…

ljómandichanel4

og hér í stofulýsingu og í flassi…

ljómandichanel3

Á myndunum er ég bara með farðann sem undirstöðu. Enginn primer og enginn hyljari. Það eru rauðir flekkir á nokkrum stöðum sem farðinn dregur þó furðu vel úr og ljóminn í húðinni sem kemur í kringum augun endurkastar birtunni frá flassinu fallega frá sér og eyðir út svarta leiðinlega litnum undir augunum.

Þetta er farði sem ég mæli eindregið með og er tilvalin fyrir brúðarfarðanir og þegar tilefni er til að leyfa húðinni að ljóma. Mér finnst ljómandi farðar líka ákveðið búst fyrir húð sem er með gráum undirtón eftir ömurlegt grámyglu veður síðustu vikur hér á landi.

Ég er ekki með verðið á hreinu en þetta er mögulega farði sem ætti að vera á tékklistanum ykkar næst þegar það er Tax Free í verslunum Hagkaupa. Mögulega gætuð þið líka fengið að prófa farðann í verslununum þar sem hann fæst og séð hvernig hann kemur út á ykkar húð. Það er gott að hafa í huga að þegar þið notið fljótandi farða þá er nauðsynlegt að hrista hann ótrúlega vel því þeir skiljast stundum í umbúðunum.

EH

Farðann sem ég nota í þessari færslu fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

p.s. fylgist með í kvöld þegar ég starta fyrstu af mörgum þemafærslum sem eru væntanlegar. Mig hefur lengi langað að gera almennilegar færslur um einkenni tímabilafarðana. Fyrst tek ég fyrir 20’s farðanir og samhliða færslunum ætla ég að gera farðanir eftir mig innblásnar af einkennum tímabilsins. Hér er smá sneak peek sem ég birti á Instagram í gær @ernahrund.

Screen Shot 2014-07-01 at 3.26.25 PM

Annað dress: pastelblár

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Jóna

  1. July 2014

  Ein spurning í sambandi við þennan farða, er hann ekkert of shimmeraður svona þegar maður er komin yfir þrítugt?
  Verður maður ekkert eins og diskókúla í framan?

  Annars finnst mér hann ótrúlega fallegur og langar að prófa, en er samt eitthvað hrædd um diskókúluáhrifin

  • Diskókúlu samanburðurinn finnst mér bestur og frábær! En ég er algjörlega ósammála því að það sé eitthvað sem ekki má gera í förðun þegar maður eldist. Fyrst og fremst snýst þetta um að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ég mæli bara eindregið með því að þú kíkir bara á næsta sölustað Chanel platir eina skvísuna þar til að leyfa þér að prófa farðann á húðinni og meta svo hvort þér finnist hann passa. Áhrifin á húðinni minni eru auðvitað ýkt dáldið með flassinu og áferðin í raun bara eins og mjúkt flauel með smá perluáferð :)

   • Jóna

    1. July 2014

    Haha já ég vissi ekki hvernig ég gat eiginlega lýst þessu betur en með diskókúlu :)
    En mig langar til þess að prófa, líður strax betur að vita að áferðin er pínu ýkt á myndinni. Mér finnst einmitt mjög fallegt að sjá húð á mínum aldri (rétt rúmlega þrítugt) sem er frísk, ljómandi og falleg, svo ég á klárlega eftir að allavega prófa þennan :)

 2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  2. July 2014

  Ég hef lengi notað chanel meik, hef oft reynt að skipta yfir í einhver ódýrari því þau eru orðin dýr (nota samt alltaf tax free hjá Hagkaup) en mér finnst bara ekkert meik jafnast á við þau frá chanel. Bæði eru þau falleg á húðinni og fara svo vel með húðina, ég finn ekkrt fyrir því að ég sé með meik alla daga og ef ég gleymi að þvo mér um kvöld þá sleppur það samt.

  Er núna að nota Vitalumere Aqua fljótandi, virkilega létt og þægilegt dagsdaglega. Notaði áður Vitalumere Aqua compact en finnst orðið betra að nota fljótandi en köku/þykk meik.

 3. Arna

  12. April 2015

  Þakka einlæg og skemmtileg skrif! Alltaf gaman að fylgjast með! Er sammála með Vitalumiére Aqua, búin að nota það síðan að meikið kom fyrst á markaðinn! Gat aldrei notað meik fyrr en ég eignaðist þetta, létt og gefur manni jafna áferð, engin gríma. Þrátt fyrir hátt verð á vörunni þá læt ég það eftir mér því ein svona dolla dugar mér í 6-12 mán!