fbpx

Glæsilegar íslenskar vörur

Ég Mæli MeðHúðÍslensk HönnunSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Það er sko þvílík gróska sem er í gangi á íslenskum snyrtimarkaði og þá meina ég á vörum sem eru þróaðar hér heima á fallega landinu okkar úr íslenskum afurðum! Í gær var kynnt til leiks nýtt snyrtivörumerki sem ber nafnið Taramar.

„Taramar er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum sem hafa þann eiginleika að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar í húðinni og eru alveg hreinar. Vörurnar byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og læknajurtum.“

Ég fékk fyrst sýnishorn af vörunum í byrjun sumars, löngu áður en spítalainnlögnin átti sér stað og ég var enn kasólétt, mér finnst eins og það sé himinn og haf síðan það var. Það sést reyndar á vörunum sjálfum hve langur tími hefur liðið því ég fékk formúlurnar í sýnishornaflsökum sem voru bara settar saman til að kynna formúlurnar til að byrja með en nú eru þær komnar í svakalega flottar og skemmtilegar umbúðir. Ég get sko sagt ykkur það með sanni að það eru alls ekki margar snyrtivörur sem koma í svörtum umbúðum!

tarmar

Hér sjáið þið rakakrem, hreinsiolíu og serum frá Taramar.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég er búin að vera að prófa, ég er bara nýbúin að fá þessar í svörtu umbúðunum og fann hvað það skiptir líka máli með alla upplifun á vörunni að hún sé í fallegum umbúðum. Hér fá vörurnar meiri stíl og klassa yfir sig. Þó svo formúlan sé virkilega flott og allt á bakvið hana, sem eru mikla rannsóknir þá eru það umbúðirnar sem oft heilla fyrst sem laða augað og það eru þær sem fullkomna vöruna.

En ef þið horfið á áferðina í flöskunum þá minnir hún mig einna helst á þörunga svo mögulega er innblástur hönnunar umbúðanna þörunfarnir sem er í formúlunni. En mér fannst t.d. magnað að sjá að þeir koma af lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum – ekki vissi ég að það eru til sérstaklega lífrænt vottuð svæði hér á landi – mér fannst þetta virkilega gaman að komast að.

En að vörunum, svo ég hætti nú al rambla um umbúiðinar sjálfar í smástund en ég vil bara að það sé skýrt að mér finnst þær mjög flottar!

En vörurnar eiga sumsé að taka á þessum einkennum öldrunar í húðinni. Nú hef ég dáldið skrifað um húðumhirðu og algengustu spurningarnar sem ég fæ á Snappinu mínu t.d. eru varðandi húðvörur. Svo ég er orðin frekar fróð um þetta stærsta líffæri okkar og ég get ekki lagt meiri áherslu á það að góð húðumhirða er mikilvæg! Það sem gerist þegar húðin okkar eldist er að hún tapar raka, hún missir fyllingu og það slaknar á henni – það er oft talað um að það slakni á þyngdarafli húðarinnar. Við fáum þar af leiðandi þessar skemmtilegu línur, húðin okkar missir sína innri glóð, hún verður þreyttari ásýndar og hún missir raka. Já þetta hljómar alveg sérstaklega niðurdrepandi en svona er þetta og þannig er það nr. 1, 2 og 3 að hugsa vel um húðina og næra hana með góðum kremum og vörum. Svo til að öll þessi krem virki þá þarf húðin að vera hrein svo þarna spilar góð húðhreinsun sterkt hlutverk!

Hreinsiolía hefur síðustu misseri alltaf verið sá hreinsir sem ég nota fyrst í minni tvöföldu húðhreinsun. Olían leysir upp erfið óhreindi svo við náum þeim af húðinni t.d. eins og mengun og förðunarvörur. Taramar hreinsiolían er virkilega fín, hún er frekar þunn svo það er auðvelt að dreifa úr henni yfir húðina, það er svakalega góður ilmur af henni og húðin fær yfir sig mjúka og hreina áferð. Olían byggir á andoxunareiginleikum þörunga og vítamínum úr fræolíu og ester sem styrkir og þéttir húðina. Ég er auðvitað ekki farin að finna mikið fyrir öldrun húðarinnar minnar en mér finnst ég samt vera að sjá smá breytingar núna og þá sé ég sérstaklega mun á húðinni minni bara frá því á síðasta ári og nú. En húðhreinsunin er alla vega mjög góð og olíuna má nota á augun líka.

Á hreina húð fer svo serumið sem er þynnsta varan og hún fer djúpt inní húðina og örvar virkni hennar frá dýpstu húðlögum. Taramar serumið tekur á þessu mikla rakatapi sem húðin verður fyrir og þessu fyllingartapi sem gerist. Serumið inniheldur efni sem örva collagen framleiðslu húðarinnar og hyaluronic sýru sem gefur húðinni fyllingu og drjúgan raka. Það er mjög þunnt og það dreifist svakalega vel úr því svo þar af leiðandi þarf alls ekki mikið og þó umbúðirnar séu minni en hinar vörurnar þá er hér um að ræða drjúgustu vöruna svo þetta magn dugar alveg eins lengi og hinar vörurnar. Rakakremið fer svo yfir serumið, munið bara að gefa því smá tíma til að fara vel inní húðina. Rakakremið er gult á litinn, bara svona að vara ykkur við því sjálfri brá mér smá þegar ég sá það. Kremið er frekar þunn og það fer þar af leiðandi hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega þunna áferð svo það er eins og það myndi smá svona filmu yfir húðinni ef þið skiljið mig. Kremið finnst mér þó of þunnt til að nota á næturna þá þarf mín húð meiri raka og stundum set ég meiri raka yfir þetta krem á daginn nema ég sé að nota mjög rakamikinn farða. Ég er bara með svo svakalega þurra húð. En þið sem eruð með normal/blandaða húð munið ekki finna fyrir þessu. Það var þó næturkrem í þróun hjá merkinu síðast þegar ég vissi og ég vona bara að sú þróun gangi vel. Kremið inniheldur efni sem gefa húðinni fallega glóð og nærir hana með efnum sem vekja húðina til lífs, því eins og ég sagði hér fyrir ofan þá missum við dáldið glóðina okkar þegar við eldumst.

Hér eru á ferðinni miklar gæðavörur í fallegum umbúðum sem eru frábær afurð íslenskra frumkvöðla! Það verður gaman að sjá hvernig vörunum vegnar á íslenskum markaði og ég hvet ykkur til að skoða vörurnar þegar þið rekist á þær útí verslunum. Ég sá á Miðnæturopnuninni í Smáralind í gær að þær voru komnar inní Hagkaup og Lyfju og eflaust á fleiri staði.

Til hamingju Taramar með að vera loksins komin með fínu vörurnar ykkar í búðir!

Erna Hrund

Langar þig til að vinna alla Bold Metals?

Skrifa Innlegg