fbpx

Langar þig til að vinna alla Bold Metals?

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, bara vekja athygli á skemmtilegum leik sem er í gangi hjá uppáhalds förðunarburstamerkinu mínu <3

Það ætti nú ekki að koma ykkur á óvart að ég ætla að vera á Miðnæturopnun Smáralindar með uppáhalds förðunarburstana mína frá Real Techniques. Það verður stuð og stemming í Smáralind en ég verð fyrir framan Lyfju um 6/7 leitið með nýju glæsilegu Bold Metals burstana sem eru á 20% afslætti í tilefni kvöldsins. Það er svo aldrei of snemmt að byrja á því að kaupa jólagjafir :)

Þessir fallegu burstar hafa á stuttum tíma vakið gríðarlega athygli meðal íslenskra kvenna sem mér þykir mjög gaman. Sjálf fæ ég oft spurningar um afhverju ég nota bara Real Techniques, svarið er einfalt mér finnst þessir burstar bara bestir.

En í kvöld hafið þið líka kost á að eignast alla Bold Metals burstana….

Screen Shot 2015-10-22 at 1.51.16 PM

En svo ég segi ykkur nú aðeins frá þessum æðislegu burstum þá eru Bold Metals burstarnir ný burstalína frá Real Techniques. Línan er hönnuð með mikil gæði í huga en hárin í burstunum eru hönnuð með það í huga að þau tryggi fullkomna áferð á förðuninni. Hárin eru gervihár eins og í hinum burstunum en bara fínni gerð. Allir burstarnir eru með metallic áferð, þeir eru gylltir fyrir grunnförðun, silfraðir fyrir augu og rósagylltir fyrir áferð. Svo er búið að dreifa þyngd yfir sköft burstanna til að tryggja fullkominn stöðugleika sem er auðvitað algjör snilld sérstaklega þegar kemur að því að gera nákvæmnirsvinnu eins og eyeliner, að móta augabrúnir og móta andlitið. Það tók mig smá tíma að venjast burstunum, þeir eru töluvert lengri enn hinir og auðvitað þyngri en þegar ég var komin uppá lagið með þá þá hef ég ekki getað lagt þá frá mér :)

Uppáhalds burstarnir mínir eru Tapered Blush Brush og Flat Contour Brush.

rtburstarinsta

En að leiknum! Ef þú kemur inní Smáralind komdu þá fyrir framan Lyfju, heilsaðu uppá mig – ekki gleyma mér;) En þar finurðu líka risa stóra mynd af þeim systrum Sam og Nic. Smelltu mynd af þér með þeim systrum, birtu á Instagram og merktu hana með #rtburstar. Svo verður ein heppin dregin út sem fær alla Bold Metals burstana og fimm aðrar sem fá tvo bursta úr línunni.

Hlakka til að sjá ykkur!

Erna Hrund

Sokkabuxurnar sem halda öllu inni

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helga Dögg Sigurðardóttir

    4. November 2015

    Hæhæ, var búið að draga út vinningshafa sem fékk alla burstana?
    ;)
    Knús, HD