fbpx

Sokkabuxurnar sem halda öllu inni

Ég Mæli MeðLífið MittMömmubloggNýtt í FataskápnumOroblu

Sokkabuxurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem gjöf og í kjölfarið vegna ánægju með þær keypti ég sjálf fleiri í safnið. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á sokkabuxunum hvort ég fái þær gefins eða kaupi sjálf – ég gef ykkur alltaf hreinskilið álit :)

Ég er mikil sokkabuxnakona – ég elska sokkabuxur og ég á svakalegt safn af sokkabuxum. Sjálf er ég og hef alltaf verið hrifnust af sokkabuxunum frá Oroblu. Ég klæðist sokkabuxum við hvert tilefni og ég meirað segja er í aðhaldssokkabuxum innan undir buxum. Ég elska bara að fá góðan stuðning yfir líkamann og ég meika ekki svona bumbu yfir streng ef þið skiljið hvað ég meina. Svo er annað að ef það er eitthvað sem ég er mjög hrædd við þá er það að það komi smá rassaskora undan buxunum mínum ég ég beygi mig fram – ég bara fæ hroll við tilhugsunina. En þegar ég er í sokkabuxum innan undir er engin hætta á ferð og mér líður bara miklu betur.

Mig langaði að segja ykkur frá nýjustu sokkabuxunum frá Oroblu. Síðan ég prófaði þær fyrst varð ég húkkt, ég vil bara helst ekki fara úr þeim og ég þarf eiginlega að eiga fleiri stykki svo ég eigi alltaf til hreinar inní skáp.

Aðhaldssokkabuxur eru einhver sú allra besta uppfinning sem hefur nokkru sinni orðið að veruleika. Ég er auðvitað með svakalega lausa húð um mig miðja núna. Hér er enn smá magi sem hoppar og skoppar í hverju fótspori og ég bara er ekki að höndla það. Ég er smá viðkvæm fyrir þessu, ekki jafn viðkvæm og síðast því ég veit þetta tekur bara sinn tíma en ég er samt mjög óörugg með sjálfa mig. Ég nota mikið Shock Up sokkabuxurnar frá Oroblu sem eru mótandi, þær þéttast sérstaklega í kringum rass og maga en lyfta síðan upp rassinu. Mér finnst þær mjög þægilegar og buxurnar sjálfar eru þéttar og mattar.

En nú eru komnar aðhalds All Colors sokkabuxur sem heita All Colors Slim fit og þær eru þéttar yfir allan magan, rassinn og þéttingin nær niður á læri. Áferðin á litnum er með léttum glansi og sokkabuxurnar eru því sjálfar alveg ofboðslega fallegar. Ég elska þær, þær haldast svo vel uppi og þær halda öllu inni og þegar ég er í þeim er enginn laus magi og ekkert sem hoppar og skoppar í hverju fótspori….

slimfit

Oroblu All Colors Slim Fit sokkabuxurnar eru til í nokkrum mismunandi litum. Sjálf er ég búin að fá mér svartar og dökkgráar. Það er svona klassískur litur að mínu mati fyrir veturinn. Ég sé þó fyrir mér að kaupa mér bæði fleiri svartar og svo eru til mega flottar burgundy litaðar sem mig langar lúmskt í líka.

Ég hef alltaf tekið stærri stærðina í All Colors, það er einhver vani en þær eru nefninlega 50 den og ég vil helst hafa þær eins þéttar og ég get svo þess vegna tek ég þær stærri en það munar því samt ekki að þær veita mér frábært aðhald. Enn annar kostur er að aðhaldið er svo þétt að þær halda mjöðmunum mínum stöðugum og þær halda mér saman. En grindin mín er mjög laus í sér eftir Smáralindar fallið fræga…

Ég elska þessar sokkabuxur, svo mikið að það liggur við að ég standi út á götu og kalla það svo hátt svo það fari örugglega ekki framhjá neinum. Ef þið eruð með sama óöruggi og ég og viljið fá góðan stuðning þá eru þetta sokkabbuxur fyrir ykkur.

Erna Hrund

Hrein húð á sunnudegi

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Unnur

    24. October 2015

    Tjékkaðu á sokkabuxunum frá Wolford hjá Sigurboganum, þær eru bestu sokkabuxurnar sem ég hef átt :)

  2. Alma

    29. December 2017

    hvar kaupir þú þær? :)