fbpx

Hrein húð á sunnudegi

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég er búin að vera með leirmaska á heilanum í langan tíma, einna helst þó einn sérstakan leirmaska sem djúphreinsar hverja eina og einustu svitaholu í andlitinu mínu. Vitið þið ekki hvernig tilfinningin er þegar maður strýkur yfir andlitið sitt og þá sérstaklega nefið. Þegar húðin er óhrein þegar svitaholurnar eru stíflaðar þá er húðin hrjúf viðkomu. Þessi leirmaski er orðinn stór hluti af minni húðrútínu og þið sem eruð með mig á snapchat ættuð að kannast vel við þennan grip því hann hefur oft komið þar fyrir.

Mér finnst fátt eiga betur við en að gefa húðinni góða djúphreinsun og góða næringu svo á eftir því. Mér finnst þetta svona ómissandi byrjun á nýrri vinnuviku – húðin fær kærkomið orkubúst og fær svona fresh start ef svo má sletta :)

hreinhúð

Mud Mask frá My Signature Spa fæst í Scandic Heildverslun – smellið HÉR til að finna hann.

Ég hafði aldrei prófað vörur frá þessu merki fyr en mér bauðst tækifærið fyrir nokkrum vikum síðan. Þegar ég prófa merki sem ég hef litla þekkingu á þá gef ég mér drjúgan tíma til að prófa mig áfram og kynnast vörunum vel. Eftir að ég hafði prófað maskann einu sinni var ég strax kominá bragðið – hann var algjörlega það sem húðin mín kallaði á. Hann fékk ég stuttu eftir að ég kom af spítalanum, nýbökuð tveggja barna móðir sem var svona smám saman að koma sér í gang. Húðin mín var ekki í góðu jafnvægi eftir langa spítaladvöl þar sem umhirða húðar var nú alls ekki það sem var efst á forgangslistanum mínum.

Þessi leirmaski er með eiginleika skrúbbs, þegar ég ber hann á húðina nudda ég honum inní húðina með hringlaga hreyfingum og legg sérstaklega áherslu á að nudda yfir T-svæði húðarinnar sem er oftast þau svæði þar sem óhreinindin sitja sem fastast. Fyrir skúbbun og notkun á maskanum er húðin hrjúf, stundum sé ég þau sitjandi sem fastast í formi fýlapensla – eftir notkun er húðin silkimjúk viðkomu og engin óhreinindi sjáanleg! Maskinn harðnar fljótt svo nuddið honum strax vel yfir húðina til að þið náið að nýta skrúbb eiginleika hans, leyfið honum svo að vera á húðinni í 10-15 míntútur áður en þið hreinsið hann af með blautum þvottapoka.

Húðin verður sléttari og áferðafallegri eftir notkun. Formúlan inniheldur magnesíum sem róar og sefar húðina sem er mjög mikilvægt að mínu mati. Það gerir það að verkum að húðin verður ekki fyrir ertingi af völdum skrúbbsins og þess vegna finnst mér óhætt að mæla með honum fyrir allar húðgerðir.

My Signature Spa húðvörurnar eru lífrænar húðvörur :)

Erna Hrund

Óskalistinn fyrir afmælið

Skrifa Innlegg