MASKA RÚTÍNA & GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Þið eruð eflaust farin að taka eftir því að ég elska að setja á mig maska og dekra við húðina mína. Eitt af því öflugasta sem við getum gert heima fyrir húðina okkar er að setja á okkur maska. Það er einn maski sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en það er Japanese Matcha Tea Pollution Mask frá The Body Shop. 

 

*Nokkrar af vörunum í þessari færslu fékk greinahöfundur að gjöf

Ég ætla fara með ykkur í gegnum maska rútínuna mína en mér finnst best að útskýra allt í einföldum skrefum. Þið getið einnig séð húðumhirðuna mína í einföldum skrefum hér.

 

Skref 1 – Taka farða, maskara og annað af

Það sést mjög vel hér á þessari mynd hvað ég elska þennan farðahreinsi en þetta Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop. Áferðin minnir á kókosolíu eða smjör og bræðir allt “makeup” af. Ég nudda þessu yfir allt andlitið, tek síðan volgan þvottapoka og tek allt af. Þetta er ótrúlega einfalt og þæginlegt.

Skref 2 – Hreinsa húðina

Ég elska elska elska þennan gelhreinsi! Það er yndisleg appelsínulykt af honum sem er einstaklega hressandi á morgnana og hann skilur húðina eftir tandurhreina.

 

Skref 3 – Maski

 

Síðan set ég maskann yfir allt andlitið og tek hann síðan af eftir 15-25 min

Þessi maski er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér, einsog sést. Þetta er algjör snilldar maski að mínu mati en mér finnst hann vera svona “all in one” maski. Hann gerir svo margt í einu og hann á að henta flestum húðtegundum, ég er meira segja búin að heyra að þeir sem eru með viðkvæma húð geti notað hann.

Maskinn hreinsar húðina, tekur dauðarhúðfrumur og losar húðina við mengum og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu. Formúlan er ótrúlega kremuð og mér finnst maskinn mjög kælandi þegar hann er á andlitinu. Það eru mjög góð innihaldsefni í þessum maska, sem eru meðal annars matcha grænt te, aloe vera og hann 100% vegan.


 

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

 

Mig langaði síðan að láta ykkur vita að ég er með gjafaleik á instagraminu mínu þar sem ég er að gefa allar vörurnar sem ég nefndi hér að ofan og þessi fallegu kanínueyru.. sem eru of krúttleg!

Takk fyrir að lesa og ég hlakka til að sjá ykkur á instagram xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Hrein húð á sunnudegi

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég er búin að vera með leirmaska á heilanum í langan tíma, einna helst þó einn sérstakan leirmaska sem djúphreinsar hverja eina og einustu svitaholu í andlitinu mínu. Vitið þið ekki hvernig tilfinningin er þegar maður strýkur yfir andlitið sitt og þá sérstaklega nefið. Þegar húðin er óhrein þegar svitaholurnar eru stíflaðar þá er húðin hrjúf viðkomu. Þessi leirmaski er orðinn stór hluti af minni húðrútínu og þið sem eruð með mig á snapchat ættuð að kannast vel við þennan grip því hann hefur oft komið þar fyrir.

Mér finnst fátt eiga betur við en að gefa húðinni góða djúphreinsun og góða næringu svo á eftir því. Mér finnst þetta svona ómissandi byrjun á nýrri vinnuviku – húðin fær kærkomið orkubúst og fær svona fresh start ef svo má sletta :)

hreinhúð

Mud Mask frá My Signature Spa fæst í Scandic Heildverslun – smellið HÉR til að finna hann.

Ég hafði aldrei prófað vörur frá þessu merki fyr en mér bauðst tækifærið fyrir nokkrum vikum síðan. Þegar ég prófa merki sem ég hef litla þekkingu á þá gef ég mér drjúgan tíma til að prófa mig áfram og kynnast vörunum vel. Eftir að ég hafði prófað maskann einu sinni var ég strax kominá bragðið – hann var algjörlega það sem húðin mín kallaði á. Hann fékk ég stuttu eftir að ég kom af spítalanum, nýbökuð tveggja barna móðir sem var svona smám saman að koma sér í gang. Húðin mín var ekki í góðu jafnvægi eftir langa spítaladvöl þar sem umhirða húðar var nú alls ekki það sem var efst á forgangslistanum mínum.

Þessi leirmaski er með eiginleika skrúbbs, þegar ég ber hann á húðina nudda ég honum inní húðina með hringlaga hreyfingum og legg sérstaklega áherslu á að nudda yfir T-svæði húðarinnar sem er oftast þau svæði þar sem óhreinindin sitja sem fastast. Fyrir skúbbun og notkun á maskanum er húðin hrjúf, stundum sé ég þau sitjandi sem fastast í formi fýlapensla – eftir notkun er húðin silkimjúk viðkomu og engin óhreinindi sjáanleg! Maskinn harðnar fljótt svo nuddið honum strax vel yfir húðina til að þið náið að nýta skrúbb eiginleika hans, leyfið honum svo að vera á húðinni í 10-15 míntútur áður en þið hreinsið hann af með blautum þvottapoka.

Húðin verður sléttari og áferðafallegri eftir notkun. Formúlan inniheldur magnesíum sem róar og sefar húðina sem er mjög mikilvægt að mínu mati. Það gerir það að verkum að húðin verður ekki fyrir ertingi af völdum skrúbbsins og þess vegna finnst mér óhætt að mæla með honum fyrir allar húðgerðir.

My Signature Spa húðvörurnar eru lífrænar húðvörur :)

Erna Hrund

Tandurhrein húð á nýju ári með besta hreinsimaskanum

Ég Mæli MeðHúðMakeup TipsNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég verð að segja ykkur frá nýja hreinsimaskanum mínum. Ég setti mér smá markmið fyrir nýtt ár það var að hugsa vel um húðina mína ég ætla reglulega að nota skrúbba og góða nærandi maska. Ég hef tekið ástfóstri við þennan hreinsimaska frá merkinu Nip+Fab. Hann ilmar af frískri piparmyntulykt og hann virkar svo vel. Ég smellti af nokkrum myndum þegar ég notaði hann um daginn til að sýna ykkur hvað hann virkar vel.

nipandfabmaski3 nipandfabmaski2

Maskinn er þykkur og góður og hann er mjög drjúgur. Ég hef notað minn reglulega ábyggilega svona 10 sinnum og það sér varla á dollunni.

nipandfabmaski5

Ég leyfi honum að vera á húðinni í 10-15 mínútur set bara nóg af honum yfir allt andlitið og sest svo venjulega við tölvuna og skrifa einhverja skemmtilega færslu fyrir ykkur. Svo tek ég bara bómullarskífur og hreinsa hann af.

Áður en ég set maskann á passa ég að hreinsa allt af húðinni – húðin er tandurhrein þegar ég set hann á. Passið að setja hreinsimaskann á áður en þið notið andlitsvatn því andlitsvatnið lokar svitaholunum og ég vil það ekki því ég vil hreinsa þær vel. Með maskanum er ég að ná óhreinindum úr húðinni sem liggja aðeins lengra inní henni.

Hér sjáið þið það sem ég náði úr minni húð einn daginn – ég var líka með mjög litsterkan varalit þennan dag og náði öllu af vörunum þegar ég strauk yfir þær um leið og ég tók af húðinni. Setti ekki maskann á varirnar. Þegar ég er búin að hreinsa allt af þá setti ég svo andlitsvatn og svo setti ég rakamaskann minn frá Clinique.

nipandfabmaskiNip+Fab er mjög gott merki þegar kemur að húðvörum. Eitt af mínum uppáhalds serumum er líka frá þessu merki og ég þarf endilega að muna að skrifa um það á næstunni. Nip+Fab er merki sem er á mjög góðu verði og þið finnið það þar sem ódýrari snyrtivörumerkin eru í búðum, það fæst t.d. í Hagkaup og Lyfju.

Hvet ykkur til að vera með mér í því að hugsa vel um húðina árið 2014 – það er flott markmið:)

EH