fbpx

Óskalistinn fyrir afmælið

Á ÓskalistanumLífið Mitt

Framundan er afmæli!! Já krakkar mínir ég er að verða 26 ára ef þið trúið því – ég er sjálf enn 21 árs í anda ;) Aðalsteinn og foreldrar mínir eru búnir að biðja dáldið oft um að ég birti óskalista af því hvað mig langar í afmælisgjöf – það er víst voða erfitt að gefa mér gjafir – skil ekki hvaðan það kemur ;)

Svo ég lá yfir netinu núna í smá tíma og týndi saman nokkra hluti sem mig langar í – sumir eru praktískir en aðrir eru bara svo fallegir…

afmælisgjafir

  1. Hangandi blómapottur, mig hefur lengi langað í einn svona og ég veit uppá hár hvert ég myndi hengja hann upp. Mér finnst þessir frá Postulína alveg rosalega fallegir.
  2. Apinn frá Kay Bojesen hefur verið lengi á óskalistanum. Mér finnst þetta svo ofboðslega fallegur gripur sem myndi sóma sér vel inná mínu heimili.
  3. Katanes Poncho frá Farmers Market, hvað er betra en að eiga eitt svona hlýtt poncho frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum fyrir komandi vetur. Fullkomið til að kasta yfir sig þegar maður er með smá hroll.
  4. Lovesong vasi frá Kahler, ég er með svona vasablæti þessa stundina, mig langar bara í fullt af fallegum vösum. Ábyggilega helst til þá að skreyta heimilið með lifandi blómum.
  5. Tooticky múmínbollinn, einn af þeim fáum sem ég á ekki en langar að bæta við í safnið :)
  6. Face Paint eftir Lisu Eldridge – bók drauma minna! Loksins tók sig einhver til og gerði bók um sögu förðunar og ég elska að það hafi verið hún Lisa sjálf, ein af mínum uppáhalds!
  7. Kastelhelmi krukkurnar frá iittala, ég er svakalega hrifin af Kastelhelmi munstrinu frá iittala og frá því ég sá þessar krukkur fyrst hjá henni Svönu hafa þær verið á mínum óskalista.
  8. Tölvutaska frá Knomo, ég rakst á þessar fínu tölvutöskur inní Epli.is búðinni í Smáralind um daginn. Fyrsta sinn sem ég sá fallega tölvutösku sem mig langaði í. Mín er nefninlega ónýt svo tölvan er alls ekki nógu vel varin þegar ég þarf að fara með hana á flakk.
  9. Iphone 6S Plus – þessi verður minn, ég þarf bara aðeins að spara og já borga brúðkaup fyrst…. Ætlast nú ekki til að neinn gefi mér þennan grip en hann er svo fallegur að hann fékk að vera með :)
  10. Marmarasængurverin frá Ferm Living sem fást í Hrím. Falleg sængurver eru mér ómótstæðileg það er bara þannig!

Annars er líka á óskalistanum að njóta dagsins og fá að gera eitthvað skemmtilegt með strákunum mínum. Mér finnst ómetanlegt að skapa minningar með þeim og ég vona að við getum líka bara notið þess að vera saman!

Erna Hrund

Mömmutips á netverslunarmarkaði

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1