MÆLI MEÐ Á TAX FREE

BURSTARHÁRNaglalakkSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð 
Það er Tax Free í verslunum Hagkaupa og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli með.

1. FLOWER FUSHION SHEET MASK – ORIGINS

Ég fékk að prófa þessa maska um daginn og get 100% mælt með þeim. Þetta eru nýju “sheet” maskarnir frá Origins og eru ótrúlega rakagefandi. Það eru til nokkrar týpur og hægt að finna einhvern sem hentar sér.

 

2. MONSIEUR BIG – LANCOME

Ég er búin að vera nota þennan maskara frá LANCOME í rúman mánuð núna og hann er æðislegur. Hann þykkir augnhárin ótrúlega vel og endist lengi á augnhárunum.

 

3. SAHARIENNES BRONZING STONE – YSL

Ótrúlega fallegt sólarpúður úr nýju sumarlínunni frá YSL. Þetta sólarpúður gefur ótrúlega fallega hlýju og fullkomið fyrir sumarið.

 

4. SCULPTING SET – REAL TECHNIQUES

LOKSINS er þetta sett komið til Íslands en þetta er eitt af mínum uppáhalds settum frá RT. Þetta sett er æðislegt til þess að skyggja húðina og gefa húðinni fallegan ljóma. Síðan fylgir ótrúlega fallegt hvítt box með flestum af nýjustu settunum frá RT. Ég skrifaði einmitt færslu um nýjungarnar hér ef þið viljið skoða það nánar.

5. BRONZING GEL – SENSAI

Ég keypti mér þetta bronzing gel frá SENSAI um daginn og sé sko ekki eftir því! Ég var búin að sjá ótrúlega marga mæla með þessu og varð bara að prófa. Þetta er létt krem sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit, fullkomið í sumar ef maður vill ekki nota farða.

 

6. SUMMER COLLECTION – ESSIE

Mér finnst alltaf gaman að skoða ný naglalökk og sérstaklega nýju sumarlínurnar. Þetta er sumarlínan frá Essie og er ótrúlega sæt.

 

7. PERFECT WORLD – ORIGINS

 

Þetta krem frá Origins er ég búin að nota í allt sumar og er algjört “must” fyrir mig sem flugfreyju. Þetta krem inniheldur hvítt te, verndar húðina frá rauðum geislum og er með 40 í sólarvörn. Þetta er því æðislegt krem fyrir sumar og ferðalagið. Síðan er æðisleg lykt af þessu!

8. COLOR RISTA – L’ORÉAL

Ég hef reyndar ekki prófað þessa vöru en hef heyrt ótrúlega góða hluti og ætla ég sjálf að kaupa þessa vöru á Tax Free. Þetta er Color Rista frá L’oréal og er litasprey fyrir hárið. Mig langar ótrúlega mikið að spreyja endana á hárinu bleika í sumar. Þetta er algjör snilld fyrir sumarið og skemmtileg tilbreyting!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

NÝTT & SPENNANDI FRÁ REAL TECHNIQUES

BURSTAR

Þið munið eflaust taka mikið eftir því hérna á blogginu hvað ég elska Real Techniques bursta mikið. Ég er alltaf svo spennt þegar ég sé nýjungarnar frá þeim. Ég fékk um daginn að gjöf nokkur sýnishorn af nýjungunum sem eru komnar í verslanir núna og langaði að sýna ykkur þær.

*Vörurnar fékk ég að gjöf/sýnishorn

 

FLAWLESS BASE SET

Þetta sett mun koma í staðinn fyrir Core Collection og heitir Flawless Base Set. Ég er mjög spennt yfir þessum breytingum en eina sem þau breyttu var Flat Foundation Brush og núna í staðinn er kominn Square Foundation Brush.

BROW SET 

Þessu setti er ég mjög spennt fyrir! Þetta er nýjasta augabrúnasettið frá RT og verður fullkomið í förðunarkittið. Ég er strax byrjuð að nota þetta og skærin eru æði til þess að klippa augnhár til.

EYESHADE + BLEND

Þetta er alveg nýtt en núna er RT komin með sett með aðeins tveimur burstum í. Burstanir eru hinsvegar ekki nýir en þeir voru í Starter Set. Þetta er æðislegt því að maður notar þessa bursta svo mikið og svo gott að geta keypt þá staka saman.

LIP COLOR + BLUR

Þetta er varalitasett og æðislegt til þess að móta varirnar og blanda varalitnum.

EXPERT CONCEALER BRUSH

Þetta er bursti sem var hannaður eftir Expert Face Brush sem er einn vinsælasti burstinn hjá RT. Hann er alveg eins og förðunarburstinn nema minni. Þessi er æðislegur til þess að blanda hyljara undir augun.

EYE DETAIL + DEFINE

Þetta er alveg nýtt og er þetta sett sérstaklega hannað til þess að ná hinum fullkomna eyeliner. Burstarnir eru mjög nákvæmnir og geta því auðveldlega gert hin fullkomna eyeliner.

EYE SMUDGE + DIFUSE

Þetta sett er ætlað til þess að dreifa vel úr litnum undir augunum og eru góðir í öll smáatriði. Síðan fylgir líka yddari með þessu setti.

ENHANCHED EYE SET 

Síðast en alls ekki síst en þá er það nýja betrumbætta augnskuggasettið frá RT. Þetta sett hefur allt til þess að gera fallega augnförðun. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu setti!

Það fylgja ekki lengur töskur með öllum settunum heldur falleg hvít box til þess að geyma burstana í. Ég er ótrúlega hrifin af þessum boxum. Mér finnst þau ótrúlega stílhrein og falleg á snyrtiborð.

Ég hlakka til að sýna ykkur þessi sett betur á næstu vikum og segja ykkur betur frá þeim.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

READY SET GLOW: REAL TECHNIQUES

BURSTARFÖRÐUNSÝNIKENNSLA

*Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf

Ég er mikill Real Techniques aðdáandi og er búin að vera safna, já safna haha, burstunum frá þeim í fimm ár sirka. Þannig þið getið ímyndað ykkur að þegar það kemur nýtt sett, þá verð ég að eignast það!

Real Techniques er merkið er mjög duglegt við að koma út með nýjungar og koma oft með sett sem koma aðeins í takmörkuðu magni. Núna í sumar var enginn undantekning hjá þeim og voru þau að koma út með tvö ný sett fyrir sumarið. Þessi sett koma þó eingöngu í takmörkuðu magni og því mæli ég með að hafa hraðar hendur.

Settin hafa sitthvora áhersluna, bleika settið heitir “Ready Set Glow” og leggur áherslu á “strobing” sem er þýðir í snyrtivöruheiminum að vera með mikinn ljóma og á eiginlega að vera andstæðan við “contouring”. Appelsínugula settið heitir “Fresh Face Favorites” og leggur það áherslu á að draga fram það besta. Sem sagt láta líta út fyrir að maður sé ekki farðaður þótt að maður sé það eða “no makeup, makeup”. Mér finnst þessi sett þau allra flottustu sem hafa komið út og langar mig að eiga svona fimm sett af hvoru haha.

Mig langaði að segja ykkur frá báðum settunum og sýna ykkur hvernig mér finnst best að nota þau. Ég ætla byrja á að sýna ykkur “Ready Set Glow” og síðan seinna í vikunni “Fresh Face Favorites”.

Í settinu er

CONTOUR BRUSH

Contour brush er til hjá RT í Core Collection en kemur núna ótrúlega fallega bleikur með röndum. Þessi bursti er ætlaður til þess að setja púður á þá staði sem maður vill matta eða hlýja andlitið með sólarpúðri.

Þetta er einn af mínum uppáhalds burstum frá RT og var ég því mjög glöð þegar ég sá hann í settinu. Mér finnst maður ekki geta átt of marga af þessum.

 

STROBING FAN BRUSH

Strobing fan brush er alveg nýr bursti hjá RT og er ætlaður til þess að setja “highlighter”/ljóma á þá staði sem maður vill draga fram. Hann er ótrúlega léttur og blandar ljómapúðrunum vel saman.

Mér finnst þetta vera besti highlighter bursti sem ég hef prufað!

TARGETED BLENDING BRUSH

Þessi bursti er einnig alveg nýr og er ætlaður til þess að blanda út krem “highlighter”. Hann er þéttur og blandar því krem vörum ótrúlega vel inn í húðina.

Ég prufaði að nota þennann í hyljara og það var æði! Mæli með að prufa hann í það.

 

MIRACLE SCULPTING SPONGE

Þetta er skyggingar svampurinn frá RT og er hann til stakur. Hann er ætlaður til þess að gera létta skyggingu á móti öllum ljómanum, jafna aðeins út.

Þetta er uppáhalds svampurinn minn frá RT og var ég því mjög glöð þegar ég sá hann í settinu. Ég nota hann samt ekki í skyggingar, heldur í farða og hyljara.

 

Ég mæli samt alltaf með að prufa sig áfram með bursta og ekki festast í því sem þeir eiga að vera notaðir í, það er einungis hugmynd um hvað sé hægt að gera með þá.


SÝNIKENNSLA: STROBING

Hér er ég búin að grunna andlitið með farða og hyljara..

Mér finnst best að byrja á skyggingunni og notaði ég kremskyggingu. Ég blanda út með Miracle sculpting sponge.

Því næst tek ég targeted blending brush og set krem “highlighter” á öll þau svæði sem ég vill draga fram. Sem sagt kinnbeinin, nefið og varirnar.

Síðan er það púður “highlighter” og tek ég Strobing fan brush. Ég set púður “highlighter” yfir öll þau svæði sem ég sett krem “highlighter”.

Húðin verður ótrúlega fallega ljómandi með þessu æðislega setti..


Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

7948 hjörtu á Instagram!

Makeup ArtistReal Techniques

Eins og samviskusömum förðunarfræðing sæmir þá ákvað ég í gærkvöldi að fara vel yfir alla burstana mína. Ég hafði fengið beiðni inná Snapchat að sýna Real Techniques burstana og nýtti tækifærið til að fara yfir þá og hreinsa þá sem þurfti að hreinsa. Ég stóðst ekki mátið þegar ég horfði á alla þessa fallegu bursta svona vel upp raðaða og smellti af mynd – þetta er bara aðeins of fallegt!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.13.29 PM

Þegar maður gerir svona fallegt er venjan að deila því að sjálfsögðu á alla mögulega samfélagsmiðla eins og sönnum samfélagsmiðlaráðgjafa sæmir! Stuttu seinna fór síminn á fullt, allt í einu hrönnuðust like-in inn og fullt af nýjum fylgjendum – ég ákvað að kíkja og sjá hvað hafði nú eiginlega gerst. Ég veit að myndin er falleg en kommon þetta var ekki eðlilegt!

Hvað haldið þið að hafi gerst…. Ég æpti af gleði og venjulegt laugardagskvöld þar sem ég lá uppí sófa með Lion Bar í náttbuxunum varð allt í einu stórmerkilegt!!!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.12.43 PM

Nixiepixie – Nic Champan – Nicola Haste – hún regrammaði myndina mína mér til svo mikillar gleði. Ég hef aldrei vitað annað eins magn af like-um þetta er svakalegt. Mikið vona ég að hún sé nú ekki með stillt að fá notification á Instagram – annars væri síminn hennar eflaust alltaf batteríslaus. Fyrir ykkur sem ekki vitið hver daman er þá er hún annar helmingur Poxiwoo systranna sem eru með eina vinsælustu Youtube rásina og þær hanna einnig Real Techniques burstana saman.

Já það borgar sig svo sannarlega að hugsa vel um burstana sína, hreinsa þá samviskusamlega og passa að láta alla vita af því – þá gæti nefninlega eitt af idolunum þínum í förðunarheiminum tekið sig til og regrammað myndina þína og já gert einfalt laugardagskvöld svona dásamlega skemmtilegt!

Erna Hrund

p.s. ef þið viljið fylgja mér á Instagram – finnið þið mig undir @ernahrund

Langar þig til að vinna alla Bold Metals?

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, bara vekja athygli á skemmtilegum leik sem er í gangi hjá uppáhalds förðunarburstamerkinu mínu <3

Það ætti nú ekki að koma ykkur á óvart að ég ætla að vera á Miðnæturopnun Smáralindar með uppáhalds förðunarburstana mína frá Real Techniques. Það verður stuð og stemming í Smáralind en ég verð fyrir framan Lyfju um 6/7 leitið með nýju glæsilegu Bold Metals burstana sem eru á 20% afslætti í tilefni kvöldsins. Það er svo aldrei of snemmt að byrja á því að kaupa jólagjafir :)

Þessir fallegu burstar hafa á stuttum tíma vakið gríðarlega athygli meðal íslenskra kvenna sem mér þykir mjög gaman. Sjálf fæ ég oft spurningar um afhverju ég nota bara Real Techniques, svarið er einfalt mér finnst þessir burstar bara bestir.

En í kvöld hafið þið líka kost á að eignast alla Bold Metals burstana….

Screen Shot 2015-10-22 at 1.51.16 PM

En svo ég segi ykkur nú aðeins frá þessum æðislegu burstum þá eru Bold Metals burstarnir ný burstalína frá Real Techniques. Línan er hönnuð með mikil gæði í huga en hárin í burstunum eru hönnuð með það í huga að þau tryggi fullkomna áferð á förðuninni. Hárin eru gervihár eins og í hinum burstunum en bara fínni gerð. Allir burstarnir eru með metallic áferð, þeir eru gylltir fyrir grunnförðun, silfraðir fyrir augu og rósagylltir fyrir áferð. Svo er búið að dreifa þyngd yfir sköft burstanna til að tryggja fullkominn stöðugleika sem er auðvitað algjör snilld sérstaklega þegar kemur að því að gera nákvæmnirsvinnu eins og eyeliner, að móta augabrúnir og móta andlitið. Það tók mig smá tíma að venjast burstunum, þeir eru töluvert lengri enn hinir og auðvitað þyngri en þegar ég var komin uppá lagið með þá þá hef ég ekki getað lagt þá frá mér :)

Uppáhalds burstarnir mínir eru Tapered Blush Brush og Flat Contour Brush.

rtburstarinsta

En að leiknum! Ef þú kemur inní Smáralind komdu þá fyrir framan Lyfju, heilsaðu uppá mig – ekki gleyma mér;) En þar finurðu líka risa stóra mynd af þeim systrum Sam og Nic. Smelltu mynd af þér með þeim systrum, birtu á Instagram og merktu hana með #rtburstar. Svo verður ein heppin dregin út sem fær alla Bold Metals burstana og fimm aðrar sem fá tvo bursta úr línunni.

Hlakka til að sjá ykkur!

Erna Hrund

Bold Metals – loksins!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarReal Techniques

Þið vitið ekki hvað ég er búin að vera spennt eftir því að geta loksins loksins loksins sagt ykkur frá því að Bold Metals burstarnir frá Real Techniques eru nú á leið í verslanir. Burstarnir eru þó t.d. komnir í sölu í Kjólum og Konfekt á Laugaveginum og það er 20% afsláttur af burstunum þar í tilefni Miðborgarvöku sem er núna í dag og stendur ti 21:00. Frábært tækifæri til að næla sér í þessa dásamlegu bursta á góðu verði!

Sjálf gat ég ekki beðið og pantaði mér burstana frá Bretlandi með hjálp einnar góðrar í byrjun ársins. Bold Metals burstarnir eru veglegri en þeir upphaflegu en þetta er s.s. ný lína frá merkinu. Hárin eru fínni og tæknin á bakvið hárin er ný af nálinni en þau gefa alveg fullkomna áferð. Burstarnir eru allir klipptir til í höndunum til að tryggja gæðin. Svo eru það sköptin en í þeim er þyngd dreift jafnt í gegnum þau til að tryggja að sá sem haldi á burstunum haldi fullkomnu jafnvægi á burstunum.

Í staðin fyrir björtu litina sem einkenna upprunalegu línuna frá Real Techniques þá eru þessir gylltir, silfurlitaðir og rósagylltir. Gull burstarnir eru fyrir grunninn eins og þeir appelsínugulu. Silfurlituðu eru fyrir augun eins og þeir fjólubláu, Rósagylltu burstarnir eru svo til að fullkomna áferð húðarinnar eins og þeir bleiku.

Eigum við ekki aðeins að dást að þeim saman…

10968495_1018704364825816_2912404515379635944_n 1797353_1015829868446599_7302664830169026034_n 10678436_1061484860547766_1451212199003260533_n 11150372_1072245219471730_5416894178739923293_n 1964803_1041438799219039_4881543346604717935_n 1508200_1011222952240624_6939146903373996456_n 10406730_1003609903001929_6301814623417080381_n

Svo sannarlega glæsilegir burstar og ég fagna því hástert að þeir séu loksins komnir til landsins – ég veit ég er ekki sú eina sem er búin að bíða spennt!

Eins og lofað var mun ég nú taka fyrir sýnikennslur á Bold Metals burstunum inná Snapchat – ég byrja á morgun svo endilega addið mér – ernahrundrfj ;)

Erna Hrund

Spurt & Svarað af Snapchat

Lífið MittMakeup ArtistMakeup TipsSpurningar & Svör

Ég prófaði í fyrsta sinn að svara alls konar spurningum sem ég fæ í gegnum snapcaht reikninginn minn með myndböndum og sýnikennslum í My Story. Mér fannst það alveg ótrúlega skemmtilegt og mér þótti ofboðslega vænt um hvað það fékk góðar viðtökur og hvað það komu margar fleiri skemmtilegar spurningar. Snapchat er virkilega skemmtilegt tól og gefur mér tækifæri til að vera enn persónulegri og til að leyfa ykkur að kynnast mér ennþá betur.

Ég tók saman nokkrar spurningar sem ég svaraði í gær og ætla að setja svörin hér inn líka svo þið sem misstuð af getið séð ráðleggingar mínar :)

snappcollage

1. Hvaða Real Techniques bursti er must have?

Mér finnst alveg svakalega erfitt að gera uppá milli burstanna minna því hver og einn á sitt hlutverk og hver og einn af alveg ómissandi í settinu mínu. En uppáhalds burstinn minn er Setting Brush. Ég gæti gert heilar farðanir bara með Setting Brush. Ég nota hann til að setja hyljara, farða, krem, í augnskugga, í skyggingar og á varirnar það eina sem ég get í raun kannski ekki gert er að móta augabrúnir en ef ég væri ekki með neitt annað tól í höndunum en hann og ég yrði að móta augabrúnir þá gæti ég eflaust fundið eitthvað útúr því. En annað ef þið eruð aðdáendur RT þá er algjörlega must have að eiga öll limited edition settin. Þau eru alveg frábær og bara framleidd í takmörkuðu upplagi svo þegar þau eru uppseld þá koma þau aldrei aftur – svo ekki missa af þeim!

2. Geturðu mælt með góðum farða fyrir bólótta húð?

Fyrir bólótta húð mæli ég hiklaust með Dream Pure BB Cream frá Maybelline. Það er þó ekki farði en það er mjög þétt og flott BB krem sem nærir húðina sérstaklega vel. En það sem er best við kremið er að það inniheldur 2% af Salicylic Acid sem er krem sem þurrkar upp bakteríur og óhreinindi eins og bólur svo það er alveg frábært. Það hentar öllum húðgerðum ég mæli alla vega hiklaust með því fyrir allar – ég nota það sjálf ef ég fæ slæmt húðtímabil t.d. hormónabólur og svoleiðis leiðindi.

3. Hvernig losna ég við bólur?

Þá er gott að nota Dream Pure BB Cream frá Maybelline sem ég segi frá í svarinu fyrir ofan. En ef þið viljið einhverja snyrtivöru þá er það hiklaust Multi Solutions Gel úr Ibuki línunni frá Shiseido. Það er létt gelkennt krem sem þið berið beint á bólurnar þið getið notað það t.d. yfir venjulega rakakremið ykkar en gelið það svínvirkar! Ég er sjálf búin að prófa, búin að láta vinkonur prófa og margir lesendur hafa prófað það eftir mín meðmæli og lofsyngja virknina!

4. Hvaða BB/CC kremi mælirðu með sem er létt og ljómansi helst high end merki?

Uppáhalds CC kremið mitt er Forever Light Creator CC Cream frá YSL. Það er ofboðslega létt og fallegt, gefur húðinni virkilega fallegan ljóma og eyðir leiðinda litabreytingum í húðinni. Annað krem sem ég mælti með er í raun ekki stafrófskrem heldur litað serum. Lightful C 2 in 1 Serum/Tinted Serum frá MAC er án efa uppáhalds serumið mitt þessa stundina og uppáhalds varan mín frá MAC. Serumið gefur húðinni líf, raka og ljóma og ég nota serumið á næturnar á undan næturkreminu mínu og litaða serumið á daginn – húðin mín er í svakalega góðu jafnvægi þessa stundina útaf þessari vöru.

5. Duo Fiber settið vs Travel Essentials, hvort er meira must have?

Travel Essentials er uppáhaalds settið mitt frá Real Techniques svo mér finnst það algjörlega fyrstu kaup á undan Duo Fiber en það er ekki þar með sagt að Duo Fiber burstarnir séu ekki líka frábærir ;)

6. Geturðu mælt með hreinsimaska fyrir 22 ára?

Óháð aldri og húðtýpu finnst mér Silicia Mud Mask frá Blue Lagoon alveg einstakur og það vitið þið sem hafið prófað hann.

7. Við hvað vinnurðu – fyrir utan bloggið?

Ég í raun vinn ekki við bloggið – bloggið er áhugamál sem ég iðka bara mjög stíft ég elska að skrifa inná síðuna mína en tekjurnar mínar koma annars staðar frá – ég græði ekkert á blogginu og hef engar beinar tekjur af því :) En á daginn starfa ég sem samfélagsmiðlaráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki, ég ritstýri mínu eigin snyrtivörutímariti Reykjavík Makeup Journal. Ég hef verið að þjálfa starfsfólk í snyrtivöruverslunum fyrir nokkur merki og gert kennsluefni. Svo vinn ég fyrir Bestseller og starfa sem Merchandiser fyrir Vero Moda :)

8. Hvernig notarðu Mixing Medium frá MAC?

Ég sýndi förðun inná snappinu hjá mér það sem ég ýkti pigment í augnskuggapallettu frá Dior með því að nota þessa skemmtilegu vöru frá MAC. Mixing Medium er þétt kremkennd og litlaus vara sem er hægt að nota til að búa t.d. til kremaugnskugga úr lausum pigmentum já eða eyelinera. Ég tek smá Mixing Medium og set á handabakið svo tek ég smá af augnskugganum og set í þá formúlu. Blanda öllu vel saman og doppa svo kremuðu formúlunni ofan á augnlokið og þá verða pigmentin svona svakalega sterk og flott – þið getið séð lúkkið inná Instagram hjá mér @ernahrund en það kemur innan skamms á bloggið líka.

9. Afhverju seturðu stundum fyrst augnskuggann þegar þú málar þig – þ.e. á undan meikinu?

Þegar ég er að gera dökkar augnfarðanir þá byrja ég á augunum til þess að flýta fyrir. Þá get ég nefninlega hreinsað allt í kring sem fer útfyrir eða hrynur niður fyrir augun á húðina áður en ég geri grunnförðunina. Annars er hætt á að grunnförðunin skemmist eða ég þurfi að hreinsa til, nota meira af hyljara til að þurrka út lit svo þá er ég að sóa förðunarvörum. Það er einfaldara og fljótlegra að byrja bara á augunum :)

10. Er slæmt fyrir húðina að nota útrunnar snyrtivörur?

Líftími snyrtivara ræðst fyrst og fremst á því hvernig þið geymið þær, lokið þeim alltaf vel til að koma í veg fyrir að óhreinindi eða loft setjist í þær. Ekki pota í púðurformúlur því þá festist fita af fingrunum ykkar í þær. Ekki geyma þær inná baði þar sem er mikill raki sem getur skemmt þær – geymið þær þá alla vega ofan í skúffu eða inní skáp. Allt þetta skiptir miklu máli en svo stendur líftími þeirra alltaf aftan á umbúðunum – þar er mynd af lítilli krukku þar sem stendur M og tala – M stendur fyrir mánuðir og talan fyrir fjölda mánaða. Það er ekkert æskilegt að nota vörur löngu eftir að þessi tími er liðinn og þá sérstaklega t.d. maskara en margar vörur eru í góðu lagi en þá skiptir máli að fara vel með þær því ef það eru komnar bakteríur í þær þá er það slæmt fyrir húðina – ef ekki þá ætti það að vera í lagi.

Svo hvet ég ykkur að sjálfsögðu til að fylgjast með mér á snapchatinu en notendanafnið mitt er ernahrundrfj en svo eru meiri upplýsingar hér á myndinni fyrir ofan. Í dag er ég að fara á fund í einni af heildsölunum sem ég vinn mikið með og ætla svona aðeins að leyfa ykkur að sjá hvað gerist þar. Svo datt mér í hug að einhverjir gætu mögulega verið spenntir að sjá snyrtivörusafnið mitt… – það er ansi stórt og mikið en hver einasta vara er mér ómissandi ;)

EH

Ekki missa af sýnikennslu fyrir þessa á snappinu!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarLífið MittMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniReal Techniques

Nú er ég loksins byrjuð á því sem mig langaði að gera vel inná snapchat rás bloggsins – ernahrundrfj – og það er að gera einföld sýnikennsluvideo með góðum ráðum eftir óskum lesenda. Ég fékk beiðni um að gera sýnikennsluvideo fyrir Real Techniques burstana fyrir alltof löngu síðan en nú er loksins fyrsta mætt í hús og það fyrir nýjasta settið sem er Duo Fiber settið.

duofibersnapp4

Ég fæ mjög margar fyrirspurnir um þetta sett, mér finnst svona ekki alveg margar átta sig á því hvernig þær eiga að nota það og hvernig þær geta notað það. Með alla bursta er mikilvægt að þið finnið ykkar leið til að nota þá, ég held ég noti fáa RT bursta eins og „á“ að nota þá. Mitt ráð er að þið prófið ykkur áfram!

duofibersnapp5

Mig langaði að sýna ykkur náttúrulegu förðunina sem ég gerði inná snappinu í dag, vörurnar sem ég notaði og svona aðeins betur um hvernig ég notaði burstana.

duofibersnapp

Vörurnar sem ég notaði í lúkkið eru þær sem þið sjáið hér fyrir ofan en mér datt svona í hug ef ykkur vantaði eitthverjar frekari upplýsingar um nöfn eða liti þá er það allt hér fyrir neðan…

En ég byrjaði á því að nota burstann með bleiku stöfunum sem er í raun til að fullkomna áferð húðarinnar en ég ákvað að sýna ykkur að þið getið líka gert grunninn með þeim bursta en ekki endileg þann sem er með appelsínugulu stöfunum. Bleiki er með styttri hárum sem gefur þéttari áferð – appelsínuguli er með lengri hárum sem gefur léttari áferð.

Með bleika burstanum bar ég á húðina:

  • La Mer The Reparative Skintint SPF 30 – æðislegt og létt litað dagkrem með frábærri vörn fyrir sumarið!
  • Instant Ligt Brush On Perfector frá Clarins – ljómapenni sem hylur líka og gefur náttúrulega áferð. Ég bar hann beint á húðina og notaði svo burstann til að jafna áferðina.

Næst fór ég í burstann með appelsínugulu stöfunum til að fá létta áferð á vörurnar sem ég notaði til að fullkomna grunninn. Með þann bursta gildir að setja púðrin efst á burstann svo áferðin verði þéttust þar sem þið viljið og hárin í kring vinni svo að því að jafna út litinn og blanda honum fullkomlega.

Með appelsínugula brustanum notaði ég:

  • Bronze Lights sólarpúður í litnum Warm Matte frá Smashbox – mitt go to sólarpúður þessa dagana, liturinn er virkilega fallegur fyrir sumarið!
  • Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store – fullkominn highlighter sem fer beint á kinnbeinin og upp að augum þannig ég myndi C með burstanum. Þennan ljóma nota ég á hverjum degi!
  • Mineralize Blush frá MAC í litnum Lured to Love – þessir kinnalitir eru svo fallegir og náttúrulegir, steinefna kinnalitirnir frá MAC gefa svo fallega áferð og smá ljóma um leið.

Svo er það sá minnsti sem mér finnst mjög margir í erfiðleikum með. Sjálf nota ég hann mikið í grunninn – í krem augunskugga í primera og bara svona það sem ég vil fá létta áferð á.

Með fjólubláa burstanum notaði ég:

  • 5 in 1 BB Advanced Performance Cream Eyeshadow frá bareMinerals í litnum Sweet Spice – Virkilega fallegur kremaugnskuggi sem ég nota mikið dags daglega. Áferðin og liturinn er alveg fullkomin!
  • Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store – í allar fíniseringar, undir augabrúnir, í augnkrókinn og í kringum varirnar. Smá ljómi hefur aldrei skemmt fyrir.

duofibersnapp3

Aðrar vörur sem ég nota án burstanna í förðunina:

  • Brow Drama Sculpting Brow Mascara í gegnsæju frá Maybelline
  • Lash Sensational maskari frá Maybelline
  • Baby Lips Dr. Rescue varasalvi frá Maybelline

duofibersnapp2

Sýnikennsluvideoin eru aðgengileg núna næsta sólarhringinn inná snappinu mínu – ernahrundrfj – og þar fá allir að vera með og sjá það sem ég er að gera :)

Eigið yndislegan dag!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fullt af nýjum Baby Lips á Miðnæturopnun

Ég Mæli MeðMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniReal TechniquesSS15

Er ekki alltaf hægt að bæta á sig fleiri snyrtivörum eða þ.e. í snyrtibudduna. Ég á alla vega alltaf pláss ég næli mér þá bara í enn eina kommóðu eða ennþá fleiri snyrtibuddur! En núna eru komnir fleiri Baby Lips varasalvar frá Maybelline til landsins og þeir verða að sjálfsögðu eitt af aðalnúmerunum á Miðnæturopnun Smáralindar í dag.

Baby Lips varasalvarnir hafa slegið í gegn á örstuttum tíma. Sjálf á ég alla liti og nokkra af hverjum. Minn uppáhalds er sá fjólublái sem er fallegur nude litur en nýjustu litirnir hafa samt verið að koma sterkir inn hjá mér og mig langaði að sýna ykkur þá betur – bæði varasalvana sjálfa og að sjálfsögðu hvernig þeir koma út á mínum vörum.

babylipsdr

Hér sjáið þið mínar gersemar það eru þrír nýjir Dr. Rescue litir og fimm nýjir Electro varasalvar, ég segi betur frá þeim öllum hér neðar…

babylipsdr2

Ég er búin að vera alveg húkkt á Dr. Rescue varasölvunum síðan ég fékk mína um miðjan maí. Þessir gefa vörunum smá svona kuldatilfinningu fyrst um sinn og gefa frá sér smá menthol ilm sem mér persónulega finnst alltaf dáldið frískandi. Varirnar mínar fá ótrúlega mikla næringu og ég finn strax að þeir virka. Eftir að ég byrjaði að nota þessa finn ég í alvörunni mikinn mun á vörunum mínum, þær springa síður og eru miklu áferðafallegri. Ef þið eruð með þurrar og leiðinlegar varir þá eru Dr. Rescue varasalvarnir ef til vill eitthvað sem reddar vörunum.

babylipsdrlitlaus

Baby Lips Dr. Rescue Too Cool – alveg litlaus, ég er alltaf með þennan í veskinu.

babylipsdrbleikur

Baby Lips Dr. Rescue Coral Crave – léttur kóralbleikur litur.

babylipsdrnude

Baby Lips Dr. Rescue Just Peachy – fallegur nude litur með léttum orange undirtón.

babylipsdr3

Svo eru það Electro litirnir sem er að mér skilst sama formúla og í upprunalegu Baby Lips varasölvunum en nú eru litirnir alveg mega áberandi og litríkir. Eins og á við um hina lituðu Baby Lips varasalvana er hægt að þétta og styrkja litinn með því að setja bara fleiri umferðir yfir varirnar. Á myndunum hér fyrir neðan er ég þó bara með eina umferð þannig, bara nudda þeim yfir mig eins og ég geri við varasalva – fram og til baka :)

babylipselectrobleiki

Baby Lips Electro Pink Shock – ekta áberandi og sjúklega grípandi bleikur litur sem er svo sannarlega hægt að byggja upp!

babylipselectrokóral

Baby Lips Electro Strike a Rose – áberandi bleiktóna litur sem mér finnst svona dáldið rauðtóna líka, fallegur rósalitur.

babylipselectroorange

Baby Lips Electro Oh Orange – fallegur léttur orange litur.

babylipselectroguli

Baby Lips Electro Fierce in Tangy – þessi guli er ekki beint gulur heldur er hann meira eins konar highlighter fyrir varirnar. Virkilega flottur einn og sér eða bara yfir aðra liti til að gefa þeim fallegan ljóma.

babylipselectrofjólu 
Baby Lips Electro Berry Bomb
– sá fjólublái er ábyggilega í uppáhaldi hjá mér þessi er kaldur og flottur og auðvelt að byggja upp.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nýjustu Real Techniques burstarnir mæta á Miðnæturopnun Smáralindar bæði í Hagkaup og Lyfju.

RTNýtt

Þar verða allir þessir klassísku ásamt Concealer Brush, Sculpting Brush og Duo Fiber settinu. Sjálf ætla ég að reyna að taka þessa almennilega fyrir á snapcjat rásinni minni í dag ef ég næ því annars um helgina svo ef ykkur langar að sjá er það ernahrundrfj – lofa ég er mjög skemmtileg :)

Já það er sumsé Real Techniques og Baby Lips gleði í Smáralind í dag – það eru auðvitað afslættir og tilboð útum allt og um að gera að kíkja í heimsókn og næla sér í fallegar snyrtivörur eða föt fyrir sumarfríið. Ég verð ekki á staðnum aldrei þessu vant – segi ykkur betur frá því seinna… – en góða skemmtun!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Hvernig ætti ekki að hreinsa förðunarbursta

FörðunarburstarMakeup ArtistReal Techniques

Sú spurning sem ég fæ ábyggilega oftast er hvernig á að hreinsa förðunarbursta. Mér finnst alveg æðislegt að fá þessa spurningu svona oft því þetta er sannarlega vandmeðfarið og frábært hvað þið viljið hugsa vel um burstana ykkar. Ég fékk beiðni um að segja aðeins frá burstahreinsuninni minni inná snapchat rásinni minni í gær – ernahrundrfj – en mig langar líka bara aðeins að skrifa um það hér á síðunni því góð vísa er aldrei of oft kveðin – þó ætla ég að breyta þessu aðeins og fara yfir hvað ætti ekki að gera og hugmyndir að því hvað má þá gera öðruvísi.

Sjálf nota ég nánast eingöngu Real Techniques förðunarburstana, ég er ekki mikið að binda mig við merki en ég geri það í þessu tilfelli því mér finnst þeir einfaldlega bestir. Útaf því hef ég verið svo heppin að fá að taka mikið þátt í öllu sem tengist merkinu, ég geri t.d. sýnikennsluvideo fyrir merkið, tek að mér verkefni og kynningar fyrir það og hef að sjálfsögðu eins og margir vita hitt þær systur og spjallað við þær um brustana, vinsældirnar og Ísland en þeim þótti sérstaklega gaman að heyra hvað burstarnir þeirra eru vinsælir hér á landi.

En aftur að hreinsuninni, hér koma nokkur atriði sem þarf sérstaklega að passa uppá þegar kemur að burstahreinsun og umhirðu burstanna…

11012649_799404276779646_7923223124051390834_n

Ekki deila burstunum þínum með öðrum!

Eins yndislegir og fullkomnir förðunarburstar eru þá bera þeir smit á milli sín. Það ætti því engin að nota sömu bursta og neinn annar sama hvort þið búið á sama heimili eða ekki, sama hvort það er bara púðurbursti eða ekki. Sem förðunarfræðingur hreinsa ég alltaf burstana mína á milli viðskiptavina og ég á bursta sem ég held alveg frá settinu mínu sem ég nota á sjálfa mig. Burstana sem ég nota í farðanir eru hreinsaðir eftir hverja notkun, burstarnir sem ég á hreinsa ég á 2-4 vikna fresti eftir því hversu mikið ég nota þá. Þar sem ég mála mig sjaldan dags daglega þarf ég ekki að hreinsa þá oft því þeir eru yfirleitt hreinir í þónokkuð marga daga á milli.

Ekki nota heitt né volgt vatn til að hreinsa burstana:

Ég nota bara kalt vatn, ekki ískalt en bara venjulegt kalt vatn. Allur hiti getur losað til límið sem heldur hárunum á sínum stað og gert það að verkum að þau losna og burstinn er ónýtur…

Screen Shot 2015-05-26 at 3.10.39 PM

Ekki nota olíu til að hreinsa burstana:

Afsakið en ég veit ekki hvað er í gangi þessa dagana, nú verð ég bara að segja stopp en ég geri það reglulega inná Beautytips grúppunni. Það er ekki í lagi að hreinsa bursta með olíu og hvað þá heldur olíu sem finnst inní eldhúsi. Ég er endalaust að sjá einhverja uppskrift af blöndu fyrir burstahreinsi sem inniheldur bara matreiðsluolíur og það er ekki í lagi stelpur. En mér skilst að einhver erlendur vloggari hafi startað þessum áróðri og það er gott og blessað en ekki apa eftir þessu og sérstaklega ekki með Real Techniques burstana. Matreiðsluolía er alltof þykk fyrir viðkvæm bursta hár og getur skilið eftir sig slóðir og húð yfir hárunum. Hún getur ef hún kemst djúpt niður mýkt til límið sem heldur hárunum saman og losað þau svo burstinn dettur í sundur. Það verður að vanda valið þegar kemur að því með hverju þið hreinsið burstana ykkar, sjampó er best þá helst barnasjampó – sjálf nota ég Beautyblendaer burstasápuna sem fæst hjá þeim Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School. Ég kann alveg sérstaklega vel við hana. En þegar þessi olíu umræða fór af stað þá fór undirrituð að lesa sér til um og hvergi finn ég meðmæli á vegum Samönthu eða Nic um að nota svoa þykkar olíur. Hins vegar tók ég eftir því að Nic segir í viðtölum að hún noti stundum tvöfaldan augnhreinsi með olíu á bursta sem hún notar í vatnsheldar förðunarvörur eða þær sem festa sig stundum í burstum eins og varaliti og eyeliner. Ég hef verið að prófa þetta og þetta virkar alveg snilldarvel, þá set ég bara smá af augnhreinsi í bómullarskífu og strýk burstanum í gegn og klára svo hreinsunina með burstasápunni minni – burstinn verður eins og nýr. Í augnhreinsum er olían svo þunn – snyrtivöruolía og þá sérstaklega sú sem er í augnhreinsum er mun þynnri en matreiðsluolía og skolast vel af burstum með hjálp burstasápu og því óhætt að nota hana – geymið hinar olíurnar í poppgerð eða á andlitið það er í lagi :)

burstahreinsun

Ekki reyna að flýta fyrir þornun burstaháranna á neinn hátt:

Burstahárin má ekki hita og þurrka á neinn hátt, ekki setja þá á ofninn, ekki setja þá inní ofn (já ég hef heyrt um það) og ekki nota á þá hárblásarann. Allur hiti hitar upp límið sem heldur burstunum saman, bæði hárunum og sköðtunum sjálfum og þegar það hitnar, bráðnar það, losnar og hárin dett úr. Burstana ætti að leggja lárétt á handklæði eða þvottapoka eftir hreinsun og þeim leyft að þorna yfir nótt. Þið getið líka notað burstaveskin ykkar frá RT og látið þá vísa niður í þeim til að koma í veg fyrir að raki safnist fyrir innst í burstunum og geti skemmt límið. En þær Chapman systur mæla með því að hárin sjálf séu látin standa fram yfir borðbrún því þá lofti svo vel í kringum öll hárin og þá nái burstarnir að þorna hraðar. Ég á eftir að prófa það en mínir fá bara að liggja á handklæði, ég þurrká þá alla vel fyrst með taubleyju svo legg á þá lárétt á handklæðið og leyfi þeim að þorna.

burstahreinsun2

Ekki geyma burstana við vaskinn inná baði:

Ég veit ég ætlaði að láta þetta snúast um burstahreinsun en ég verð bara að fá að smeygja þessu hérna að. Förðunarbursta ætti helst að geyma þar sem hiti og raki í lofti er í lágmarki og því ekki sniðugt að geyma þá inná baði og hvað þá nálægt vaski eða sturtu. Allur raki getur komið sér fyrir ofan í burstum og aftur losað límið sem hedur hárunum saman eða jafnvel það sem heldur sköptunum saman og burstanir eyðilaggst. Ef þið getið geymið þá þá inní svenherbergi, ofan í snyrtibuddu eða bara ofan í skúffu.

10325267_750309825022425_4801234514316335869_n

Ef þið vandið til verks og veljið góðar sápur, hreinsið þá reglulega og leyfið burstunum að þorna á sínum hraða þá tryggið þið endingu burstanna ykkar til muna. Fyrstu Real Techniques burstana mína eignaðist ég fyrir núna 3 og hálfu ári síðan og þeir eru enn fullkomnir og ég sé ekki mun á þeim og þeim nýjustu. Hárin í Real Techniques burstunum eru gervihár sem þýðir á stutta mátann að þau hár eru ekki með kjarna svo þau taka ekki við lit eða það festist ekki litur í þeim sem gerir það að verkum að með réttum tólum verða þeir eins og nýjir eftir hverja hreinsun – það er eitt af því sem ég elska við þá!

Ég vona innilega að þessi ráð geti nýst ykkur, þetta er í raun mjög einfalt og um að gera að vera ekkert að flækja þetta um of fyrir sér ;)

Að lokum langar mig að deila með ykkur nýjustu burstunum frá Real Techniques sem eru að detta í hús og verða líklegast mættir í verslanir í lok næstu viku – vúhúú! Loksins dásamlegar nýjungar frá uppáhalds burstamerkinu okkar :)

RTNýtt

Ég á sjálf alla þessa bursta – ég stenst aldrei nýja Real Techniques bursta og er haldin þeirri áráttu að þurfa að eiga þá alla og helst fleiri en eitt sett af þeim flestum að lágmarki 3 ;) Concealer burstinn og Sculpting burstinn eru báðir frábær viðbót inní fast úrval hjá merkinu. Duo Fibre settið verður einungis pantað inn einu sinni til landsins bara vegna eftirspurnar svo ef ykkur langar í þessa þá er um að gera að hafa hraðar hendur því það kom ekki mikið. Duo Fibre settið inniheldur bursta sem eiga það sameiginlegt að gefa allit mjög létta og náttúrulega áferð, þeir eru frábærir til blöndunar og ég nota þá mest þannig. En eins og alltaf ætla ég að koma með góðar sýnikennslur innan skamms á bloggið.

Að lokum hvet ég ykkur til að fylgjast með mér á snappinu ernahrundrfj því ef þið vitið ekkert hvað þið eigið að gera við RT burstana ykkar þá fékk ég beiðni um að segja frá því hvernig ég nota hvern og einn svo ég ætla að gera það seinna í vikunni – lofa að reyna að hafa það stutt og laggott.

EH