fbpx

SNYRTIVÖRUR Á TAX FREE

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Stjörnumerktu vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf

Halló!

Það er tax free núna um helgina (6.-10. febrúar) af allri snyrtivöru í Hagkaup og langaði mig, eins og svo oft áður að taka saman nokkrar snyrtivörur sem ég mæli með eða er ótrúlega spennt fyrir sjálf.

CLINIQUE ID Dramatically different moisturizing BB-gel

Ég er ótrúlega spennt fyrir þessari vöru en þetta er rakagefandi BB-gel sem gefur húðinni samfelldan raka í 8 klst. Létt og olíulaust gel sem breytits í lit þegar það kemur við hitann í húðinni. Þetta er úr sömu fjölskyldu og öll hin Clinique ID kremin en þið getið lesið betur um þau hérÞetta er þó frábrugðið hinum ID kremunum að því leytinu til að þetta er litað dagkrem sem jafnar og aðlagast þínum húðlit. Þetta á að gefa náttúrulegan lit og fullkomið dagsdaglega. Þetta er snyrtivara sem hefur góðan ávinning fyrir húðina og inniheldur til dæmis ávaxtasýrir sem minnka sjáanlegar svitaholur.

Light Shifter Brightening Concealer Becca Cosmetics

Ný vara frá Becca sem ég er að missa mig yfir og er ótrúlega spennt að prófa. Light Shifter Brightening Concealer sem nota ljóshækkandi litapigment sem birtir yfirbragð húðarinnar og gefur náttúrulegan ljóma á hápunkta andlitsins. Þetta er ótrúlega létt formúla sem hægt er að byggja upp. Það er hægt að nota þessa vöru til þess að hylja eða til að fá meiri ljóma. Þessi snyrtivara hefur góða ávinninga fyrir húðina en formúlan inniheldur Hyaluronic Acid, Chrystalize Licorice og Grænt Te, sem birtir yfir og eykur raka.

NIP+FAB Tan*

Brúnkukremsvatn sem auðvelt er í notkun, gefur fallega og náttúrulega brúnku. Mér finnst æðislegt að nota þetta þegar ég vil fríska uppá útlitið án þess að setja á mig brúnkukrem. Þetta er búið að bjarga mér í janúar lægðinni!

Guerlain RADIANCE AND FLASH

Þetta er vara sem á að gefa ljóma strax. Vara sem ýkir upp náttúrulega ljóma húðarinnar á nokkrum sekúndum og birtir upp andlitsdrætti. Húðin verður heilbrigðari, bjartari og fallega ljómandi.
Shiseido Ultimune EYE concentration*

Æðislegt augnkrem sem er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Formúlan er sérstaklega hönnuð fyrir augnsvæðið en augnsvæðið er fyrsti hluti sem sýnir ummerki öldrunar og því mikilvægt að hugsa um augnsvæðið. Þetta er fullkomið sem fyrsta augnkremið en það er ótrúlega létt og inniheldur mikla virkni og verndar húðina. Það má einnig nota þetta með öðrum augnkremum, sem augnserum, ef maður vill meiri virkni. Ultimune EYE veitir 25 stunda raka, dökkir baugar minnka, dregur úr þrota og augnsvæðið styrkist til muna. Þetta augnkrem hentar 25+ ára.

Real Techniques Powder Sponge*

Margverðlaunaði Miracle Complexion Sponge er komin í nýjan búning en núna er kominn sérstaktur svampur fyrir púður förðunarvörur. Svampurinn er gerður úr einstöku efni sem tekur upp hárrétt magn af púðri. Svampurinn er með flauelsáferð sem blandar púðrinu vel inn í húðina.

Ég er búin að vera nota þennan svamp núna í meira en hálft ár og finnst æðislegt að nota hann í laust púður, sérstaklega til að setja púður undir augun. Það er hægt að nota svampinn rakan eða þurran.

Real Techniques Brush Cleaning Palette*

Burstamotta sem þjónar algjöru lykilatriði þegar kemur að því að þrífa burstana mína. Það er mikilvægt að djúphreinsa burstana sína einu sinni í mánuði, fer eftir notkun en það getur safnast allskonar bakteríur og óhreinindi í bursta. Óhreinir burstar geta líka oft verið ástæða fyrir bólum eða útbrotum á húðinni.

Max Factor Highlight Wand*

Max Factor’s Miracle Sculpting Wands er létt highlighter formúla sem auðvelt er að blanda og byggja upp. Þessi ljómi gefur fallegan og náttúrulegan ljóma sem blandast vel við húðina. Mér finnst þessi vara minna mig ótrúlega mikið á fljótandi ljómann frá Charlotte Tilbury nema þessi vara er eflaust tvöfalt ódýrari.

Max Factor Contour Wand*

Max Factor Miracle Sculpting Wands er létt skyggingar formúla sem auðvelt er að blanda og byggja upp. Það er auðvelt að blanda þessa vöru, þornar ekki strax og gefur manni tíma til að blanda. Ég er búin að prófa light/medium litinn og mér finnst hann ótrúlega fallegur.

Shiseido ControlledCoas Mascara Ink

Maskari sem eykur lyftingu augnhárana, hentar vel dagsdaglega og einnig fyrir grafíska förðun. Auðvelt að byggja hann upp, burstinn veitir mikinn þéttleika sem auðvelt er að nota. Lituðu maskarnir eru einstaklega litsterkir án þess að vera skærir.

Það er á óskalistanum mínum að finna litaðan maskara en ég hef ekki verið með litaðan maskara í nokkur ár og mér finnst þessi fjólublái ótrúlega fallegur. Fjólublár á líka að draga fram græn augu.

Clarins Oil Contour Body Treatment Oil*

Róandi olía sem mýkir og nærir. Olían er unninn úr 100% ilmkjarnaolíum eins og Broom, Geranium og Marjoram sem hjálpa til við að draga eiturefni úr líkamanum og skilja húðina eftir hreina og mjúka. Hazelhentu olía læsir rakanum í húðinni svo hún verður silkimjúk. Bjúgur og þroti dragast samstundis saman en olían hefur vatnslosandi eiginleika. Berist á í sturtu og skolist af með köldu vatni.

CAROLINE HERRERA GOOD GIRL*

Þetta er mitt allra uppáhalds ilmvatn og ég er búin að deila því með ykkur nokkrum sinnum hérna á Trendnet en ef þið eruð að leita ykkur af nýjum ilm þá mæli ég með að kíkja á þennan.

Nip+Fab Vitamin C Fix Cleanser*

Ferskur hreinsir sem verndar húðina um leið gegn óhreinindum í umhverfinu. Mér finnst húðin mín verða svo ferks, björt og ljómandi eftir notkun. Formúlan inniheldur C vítamín sem gerir húðina bjartari og jafnar húðina, Panthenol sem er rakagefandi og Amínósýra sem styrkir húðina.

Estée Lauder Double Wear Concealer*

Æðislegur hyljari sem er tvískiptur, öðrumegin er serum sem veitir góðan raka, dregur úr fínum línum og minnkar dökka bauga. Á hinum endanum er svo vatnsheldur hyljari sem veitir meðals til fulla þekju. Þessi hyljari á að endast í allt að 24 klst og er vatnseldur.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FULLKOMIÐ NUDE VARACOMBO #5

Skrifa Innlegg