fbpx

FERÐAHULSTUR FYRIR SVAMPINN

BURSTARSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Real Techniques á Íslandi

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur ferðahulstri sem er sérstaklega hannað fyrir förðunarsvampa. Ég er búin að vera nota mitt seinasta hálfa árið og gæti ekki verið án þess. Ég nota alltaf svamp þegar farða mig og hef oft verið í vandræðum hvernig ég á að geyma hann og þá sérstaklega þegar ég er að ferðast eða á ferðinni. Real Techniques er búin að vera þróa ferðahulstrið og er þetta nýjasta útgáfan frá þeim.

Ferðahulstrið er sérstaklega gert til þess að vernda svampinn, koma í veg fyrir að hann mygli og að hann geymist vel. Ferðahulstrið er með fullt af loftgötum en þessi göt gegna mikilvægu hlutverki. Loftgötin koma í veg fyrir það að svampurinn myglar ef hann er settur rakur í hulstrið. Svampurinn þorna því á meðan hann er í hulstrinu og tilbúin næst þegar þú þarft að nota hann. Hulstrið er úr smitfríu sílíkon, brotnar því ekki, auðvelt að loka og opna og því ótrúlega þægilegt að hafa í snyrtibuddunni.

Fyrir mig er þetta er algjört must en það er mikilvægt vernda svampinn frá óhreinindum því þetta er notað beint á andlitið. Óhreinir burstar og svampar geta oft verið ástæða fyrir bólum. Því er það mjög mikilvægt að djúphreinsa burstana sína einu sinni í viku, fer eftir notkun og skipta út svampinum á 3-6 mánaða fresti en fer einnig eftir notkun.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HEIMFERÐ/SPÍTALATASKAN

Skrifa Innlegg