fbpx

HVAÐA SNYRTIVÖRUR ERU “MUST HAVE” Á TAX FREE?

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Vörurnar voru annaðhvort fegnar í gegnum samstarf, gjöf eða keypt af greinahöfundi

Halló! Fyrsta snyrtivöru Tax Free ársins er um helgina í Hagkaup. Af því tilefni langar mig að fara yfir nokkrar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og sem ég mæli innilega með.

SOLEIL TAN DE CHANEL: 

Þetta sólarpúður er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og örugglega eitt besta sólarpúður sem ég hef prófað. Þetta er á milli þess að vera krem og púður vara en áferð er ótrúlega falleg.

UNLIMITED L’ORÉAL:

Þennan maskara frá L’Oréal hef ég talað um áður en hann lengir og þykkir. Burstinn er úr gúmmí og ásetjarinn er hreyfanlegur, sem gerir maskara ásetninguna mun auðveldari.

EVERYDAY ESSENTIALS REAL TECHNIQUES:

Burstasett sem inniheldur alla vinsælustu burstana frá Real Techniques og alla burstana sem maður ætti að þurfa fyrir dagsförðun. Þetta er frábært sett fyrir byrjendur og lengra komna. Mér finnst nýja útlitið burstunum líka svo fallegt!

GOOD GIRL BY CAROLINE HERRERA:

Ég er ekki mikil ilmvatnsstelpa og þið hafið kannski tekið eftir því hérna á blogginu að ég fjalla ekki oft um ilmvötn. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er mjög vanaföst þegar kemur að ilmum og á erfitt með að finna ilm sem ég fýla. Þessi ilmur kom mér þó algjörlega á óvart! Lyktin er fullkomlega krydduð og ekki of þung. Ég fæ líka alltaf hrós þegar ég er með þennan ilm. Kærasti minn tók meira að segja eftir því að ég væri með nýja lykt, þetta er uppáhalds lyktina hans núna og þá er mikið sagt. Fullkomin konudagsgjöf!

CLARINS INSTANT LIGHT BEAUTY PERFECTOR LIP OIL – HONEY SHIMMER

Gullfalleg varaolía sem nærir varirnar og gefur þeim fallegan glans. Það er hægt að nota þessa vöru eina og sér eða yfir aðrar vara vörur. Ég vildi óska að ég gæti sett inn myndband af þessari varaolíu á vörunum því hún er svo falleg. Þið sem fylgið mér á instagram hafið líklegast séð mig nota hana.

GLOW GLAZE BECCA COSMETICS:

Mér líður eins og bilaðri plötu en ég er alltaf að tala um þessa vöru. Þessi vara er bara algjör snilld og er orðin algjört “must” í mínu förðunarkitti. Þetta er ljómastifti sem gefur húðinni gullfallegan náttúrulegan ljóma. Það er ekkert glimmer í þessu heldur bara ljómi.

VEGAS BABY PIGMENT NYX PROFESSIONAL MAKEUP:

Þessi vara er alltaf í förðunarkittinu mínu og nota ég hana nánast alltaf þegar ég er að farða mig eða aðra. Þetta er fallegt pigment sem hægt er að nota yfir aðra augnskugga eða einan og sér. Fullkomið í innri augnkrókana!

MOONSTONE LIQUID HIGHLIGHTER BECCA COSMETICS:

Ég er algjörlega búin að taka U-beyju frá ljómapúðrum og er orðin mjög hrifin af því að nota bara ljómandi krem vörur fyrir “highlight”. Þessi vara er búin að vera í uppáhaldi hjá mér lengi og gefur hún frá sér gullfallegan ljóma.

ST. TROPEZ PURITY FACE MIST:

Brúnkukremsrakasprey? Já það er til og er algjör snilld! Ég var alltaf mjög efins með að prófa þessa vöru og er mjög sein að prófa þetta. Ég hafði fyrst bara enga trú á þessari vöru en sé núna eftir að hafa ekki prófað hana fyrr. Þetta er algjörlega glært sprey sem auðvelt er að spreyja á sig. Þetta smitast ekki í rúmfötin og það er ekki þessi sterka brúnkukremslykt heldur mildur blómailmur. Þetta er algjör snilld til þess að spreyja yfir andlitið og bringuna. Ég nota þetta líka til að brúnka á mér handarbakið og þannig forðast ég brúnkukremshendur (allir kannast við þær haha).

ST. TROPEZ SELF TAN PURITY BODY MOUSSE

Þetta er brúnkurkemið úr sömu línu og andlitsspreyið. Þetta brúnkukrem er gefur fallegan og náttúrulegan lit, smitast ekki í rúmfötin, rakagefandi og er með mildri blómalykt. Ég myndi segja að þetta væri tilvalið fyrir þá sem eru að fara setja á sig brúnkukrem í fyrsta skipti. Til þess að fá sem fallegustu áferðina þá mæli ég með skrúbba líkamann vel og nota velvet hanskann frá St. Tropez.

TROPICAL CLEANSE GLAMGLOW:

Mildur og góður skrúbbur sem hreinsar húðina vel. Þessi skrúbbur hentar öllum húðtegundum!

ROUGE COCO GLOSS NR. 166 CHANEL:

Fallegur ferskjulitaður gloss sem er ótrúlega rakagefandi fyrir varirnar. Þessi litur passar einstaklega vel við nude varablýanta og gefur svo fallegan glans!

GOOD IN BED GLAMGLOW:

Í fyrsta lagi er þetta nafn alltof fyndið en innhaldsefnið er ennþá betra! Þetta krem er nærandi næturmeðferð með þægilegum og mildum skrúbb sýrum og Hyaluronic sýrum sem þétta húðina. Inniheldur ástaraldin og AHA/ BHA/ PHA sýrur. Ég er búin að nota þetta núna í tæpar tvær vikur og hlakka til að sjá árangurinn en hingað til er ég ótrúlega sátt.

L’ESSENTIEL NATRUAL GLOW FOUNDATION GUERLAIN:

Farði sem gefur létta, fallega og ljómandi áferð. Ég er búin að prófa þennan farða nokkrum sinnum núna og er ótrúlega hrifin. Mér finnst farðinn blandast ótrúlega vel og gefur frá sér falleg áferð.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

"HOW TO" KRULLUR // MYNDBAND

Skrifa Innlegg