Halló!
Nú fer að styttast í hátíðirnar, þessi tími einkennist oft af glamúr og glimmer. Mér finnst förðun oft breytast og maður er að gera aðeins meira úr klassískri förðun, setur glimmer eða áberandi varalit fyrir jólaboðin. Það er því tilvalið að deila með ykkur nokkrum snyrtuvörum sem mér finnst ótrúlega fallegar, annað hvort í gjöf eða fyrir mann sjálfan.
Becca Pop Goes The Glow Champange Pop Face & Eye Palette: Gullfalleg andlits ljómapalletta sem inniheldur fimm mismunandi ljómapúður. Það er hægt að nota þessa pallettu í margt, eins og til dæmis fyrir ljóma á kinnbeinin, ljómandi sólarpúður til að hlýja andlitið og gefa ljóma og síðan er hægt að nota sem kinnaliti. Becca er mjög framanlega þegar kemur að ljómapúðrum og finnst mér alltaf góð kaup að fjárfesta í pallettu frá þeim. Það skemmir síðan ekki hvað pakkningarnar eru fallegar!
Real Techniques Season Exclusive: Jólin í ár frá Real Techniques eru með þeim flottari sem ég hef séð frá þeim og er ég einstaklega spennt að segja ykkur betur frá því seinna hérna á Trendnet. Ég fékk þetta sett fyrir nokkrum mánuðum og búin að vita af þessu lengi, þannig ég er mjög spennt að geta loksins sagt ykkur betur frá því.
Þetta er æðislegt burstasett fyrir alla, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin í förðun. Settið inniheldur fjóra bursta, appelsínugulu burstarnir eru ætlaðir fyrir andlitið en fjólubláu fyrir augun. Síðan stjarnan að mínu mati í settinu er blöndunarpallettan, það er eitthvað sem æðislegt er að eiga til að blanda saman förðum eða blanda glimmer við glimmerfesti. Þetta er skyldueign allra förðunarfræðinga og því æðislegt að það sé loksins hægt að nálgast þetta auðveldlega.
Caroline Herrera Good Girl: Ef þið ætlið að gefa einhverjum ilmvatn í jólapakkann þá mæli ég með þessu frá Caroline Herrera. Atllaf þegar ég er með þetta ilmvatn þá fæ ég ótrúlega góð viðbrögð. Ilmvatnssmekkur fólks er samt ótrúlega mismunandi og finnst mér líka alltaf sterkur leikur að gefa einhverjum uppáhalds ilmvatnið þeirra í jólagjöf. Ef þið eruð í vafa þá mæli ég allavega með þessum ilm!
Gueralin Parure Gold foundation: Þetta er bókstaflega gullfarði eins og nafnið gefur til kynna en hann inniheldur 24 karta gull. Farðinn gefur góða þekju en viðheldur samt raka í húðinni og leyfir henni að anda. Formúlan inniheldur collagen sem hefur þéttandi áhrif á húðina. Ef þið eruð að leita ykkur af fallegum farða fyrir hátíðirnar þá mæli með að kíkja á þennan.
L’Oréal Paris x Karl Lagerfeld: Nýtt samstarf hjá L’Oréal og er það við einn þekktasta tískugúru okkar tíma en það er Karl Lagerfeld. L’Oréal gaf út heila línu í samstarfi við Karl Lagerfeld og eru vörurnar mjög mikið í anda hans. Allt er mjög einfalt en samt sem áður áberandi og fallegt. Mér finnst varalitirnir einstaklega fallegir, umbúðirnar eru kolsvartar og stílhreinar.
Urban Decay Naked Honey: Urban Decay er búin að endurtaka leikinn enn einu sinni og var að gefa út sína sjöttu NAKED pallettu. Þessar pallettur hafa verið vinsælar í mörg ár og mjög sterkur leikur að gefa eina svona í jólapakkann. Þessi palletta inniheldur gullfallega gyllta augnskuggatóna, sem eru bæði shimmer og mattir. Hún er komin á óskalistann minn!
Nyx professional makeup glitter liner: Mér finnst nóvember og desember alltaf einkenna glimmer og finnst mér því tilvalið að brjóta aðeins upp klassíska förðun með glimmer eyeliner. Það er ótrúlega þægilegt að nota glimmer eyeliner og gerir heil mikið fyrir heildarútlitið.
NIP+FAB Tan Glow Getter Oil: Fallegur líkamsljómi sem toppar heildarlúkkið!
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg