fbpx

BURSTAR FYRIR BYRJENDUR

BURSTARSAMSTARF
*Greinahöfundur er andlit Real Techniques á Íslandi/samstarf

Halló!

Ég er oft spurð af því hvaða burstar eru góðir fyrir byrjendur eða hvaða bursta er gott að eiga. Það er mjög persónubundið og það er alls ekki nauðsynlegt að eiga endalaust af burstum nema að maður sé starfandi förðunarfræðingur eða eitthvað slíkt. Það er gott að eiga nokkra góða sem hægt er að nota í margt. Mig langar að deila með ykkur æðislegu setti frá Real Techniques sem heitir Everyday Essentials og inniheldur alla vinsælustu burstana frá Real Techniques. Mér finnst þetta sett vera fullkomið fyrir byrjendur og lengra komna. Það er hægt að nota burstana sem koma í settinu endalaust og skemmir ekki fyrir hvað þeir eru fallegir. Burstarnir frá Real Techniques eru þeir allra bestu að mínu mati, fyrstu burstanir sem ég lærði á og eru einu burstanir sem ég nota í dag. Real Techniques er vegan og cruelty free.

Burstarnir frá Real Techniques eru allir ákveðnum litum, það er gert til þess að auðvelda fyrir manni og segir manni hvað hver og einn bursti gerir. Einnig eru allir burstanir merktir á hliðinni sem segir okkur hvernig hægt sé að nota burstann. Þetta er þó ekkert heilagt og mæli ég með að prófa sig áfram en ég man hvað mér fannst þetta þægilegt þegar ég var að byrja að farða mig fyrst.

Appelsínugulur: Appelsínugulu burstanir tákna grunn eða sem sagt grunninn að förðun. Þannig að allir burstar sem eru appelsínugulir eru góðir fyrir grunninn að förðun, til dæmis farða, hyljara, púður og svo framvegis.

Fjólublár: Fjólubláu burstarnir tákna augnsvæði. Þannig allir fjólubláu burstanir eru einstaklega góðir fyrir augnsvæðið, hvort sem það er til að blanda augnskugga, hyljara eða augabrúnir.

Bleikur: Bleiku burstanir eru fyrir lokaskrefin í förðuninni. Þannig allir bleiku burstanir eru einstaklega góðir fyrir öll lokaskref þegar kemur að förðun. Til dæmis kinnalitir, ljómapúður, púður og svo framvegis.

Blush Brush: Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi bursti ætlaður í kinnaliti. Það er samt hægt að nota hann í hvað sem er og er sérstaklega góður í sólarpúður, kinnaliti eða púður.

Setting Brush: Þessi bursti er hægt að nota í nánast allt og er uppáhalds bursti förðunarfræðinga. Það er hægt að nota hann í púður, kinnalit, ljómapúður og fyrir öll smáatriði. Þessi bursti er mjög ómissandi fyrir mig!

Deluxe Crease Brush: Þéttur og smágerður bursti sem gott er að nota fyrir augnsvæðið. Það er hægt að nota hann til þess að blanda út hyljara, blanda augnskugga eða til þess að fela bólur.

Expert Face Brush: Farðabursti sem er einstaklega þéttur og gefur húðinni fallega áferð. Þetta er einn af langvinsælustu burstunum frá Real Techniques og búinn að vera það frá upphafi. Það er mjög skiljanlegt því hann er æðislegur í farða og allar kremvörur. Ég nota þennan bursta líka oft til að blanda út kremskyggingar eða krem kinnaliti.

Miracle Complexion Sponge: Svampur sem hægt er að nota þurrann eða rakann. Mér finnst svampur ómissandi þegar ég er að farða mig eða aðra. Ég nota hann oftast rakan til að fá létta og fallega áferð en ef maður vill meiri þekju þá mæli með að nota hann þurrann.

Vonandi hjálpaði þetta einhverjum en ég mæli með að prófa sig áfram með bursta og sjá hvað hentar sér. Síðan er mjög mikilvægt að hreinsa burstana sína einu sinni í viku ef þeir eru notaðir dagsdaglega og svampa þarf að endurnýja á þriggja mánaðafresti. Þetta sett er fullkomið fyrir byrjendur og einstaklega góð fermingargjöf að mínu mati!

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

OOTD

Skrifa Innlegg