fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR VINKONU/VIN

ÓSKALISTI

Halló!

Ég tók saman hugmyndir af gjöfum fyrir vinkonu eða vin. Þegar ég tók saman þennan lista þá var ég með vinkonur, mömmu og mágkonur mínar í huga. Ég reyndi líka að finna gjafir undir 5000kr eða kringum það verð. Þessi listi hefði geta verið endalaus, svo margt fallegt í boði og vel hægt að finna eitthvað á góðu verði og tala nú ekki um núna þegar stóra Black Friday og Cyber monday afsláttarhelgin er.

 

Real Techniques Glow Radience Complexion Kit –  Æðislegt svampasett sem inniheldur þrjá mismunandi svampa sem eiga að hjálpa manni að ná fram ljómandi áferð í aðeins þremur skrefum. Settið inniheldur Cleanse svamp, Skincare svamp og Miracle Complexion Sponge. Cleanse svampurinn hjálpar þér að hreinsa húðina, Skincare svampurinn við að undirbúa húðina og búa til góðan grunn, og Miracle Complexion Sponge við að fá fullkomna áferð á förðunarvörurnar. Allir svamparnir eru með anti-microbial vörn gegn bakteríumyndun.

HAY Design kerti –  Falleg snúningskerti frá HAY sem brenna ótrúlega vel.

Bink Day Bottle Sand –  Falleg og stílhrein vatnsflaska úr gleri og sílikoni. Day Bottle er smart flaska sem hentar hverjum sem er. Á flöskunni eru merkingar sem hjálpa þér að fylgjast með þinni vatnsinntöku.

Louis Vuitton bók – Falleg bók í vasastærð um hönnuðinn Louis Vuitton. Það eru til allskonar bækur hjá Purkhús sem er ótrúlega skemmtileg gjöf.

Real Techniques Brush, Blend, Brow Kit – Hátíðarsett sem inniheldur þrjá bursta, plokkara og augabrúna rakavél. Allt sem þú þarft fyrir augnsvæðið.

• 304 Defining Crease: Augnskuggabursti með löngum, fluffy hárum sem gefa létta áferð og dreifa úr augnskugga fyrir ofan augnlok.
• 326 Flat Liner: Flatur bursti með stuttum hárum sem er frábær í eyeliner eða í kringum augabrúnir.
• 346 Angled Brow+Spoolie: Skáskorinn augabrúnabursti með greiðu á öðrum endanum.
• Plokkari: Úr stáli, með nákvæmum oddi til að ná litlum hárum.
• Augabrúna rakvél: Rakvél með tveim mismunandi endum með mismunandi stærðum af blaði.

Mynd eftir Tara Tjörva – Orð frá Töru Tjörva er persónuleg og falleg gjöf. Það er hægt að kaupa í allskonar stærðum og gerðum.

Guerlain Rouge G Luxurious Velvet – Lúxus varalitur sem kemur í fallegu hulstri innblásið úr fataskápum franskra kvenna. Ný og betrumbætt formúla sem innheldur hýlúrónsýru sem gefur raka, mangósmjör sem mýkir varirnar og silkiblóm sem gerir varirnar silikimjúkar. Fæst í Hagkaup.

my letra Stone armband – Ótrúlega fallegt armband með zircon steinum sem passar við allt og með öðru skarti.

my letra x Guðrún Sørtveit Stjörnumerkjahálsmen – Shamless plug! en ég mæli náttúrulega með skartgripalínunni minni í jólapakkann. Mér finnst stjörnumerkjahálsmen eða mánaðarsteinn ótrúlega falleg gjöf.

Klemma frá Sisbis – Klemmur í hárið er sæt gjöf.

Jólaskraut taska – Persónulegt jólaskraut. Svo sætt og falleg jólaskraut til hjá Purkhús og hægt að finna skraut sem einkennir persónuleika vinkonu eða vinar.

MÁDARA SOS EYE REVIVE HYDRA CREAM & MASK – Nærandi og rakagefandi augnmaski. Fullkomin gjöf handa hverjum sem er. Það eru margir sem gleyma að nota augnkrem og þetta því tilvalin gjöf. Hjálpar til við að minnka rauða og þurra húð í kringum augun. Minnkar þrota við augu. Vegan, án glútens, cruelty free.

Ilmkerti í vasa Ilmkerti í fallegum vasa sem hægt væri að nota síðan undir eitthvað annað eða sem skraut.

Thea Hair Care Hársvarðarbursti – Dúnmjúkur hársvarðarbursti sem þrífur hársvörðinn einstaklega vel. Burstinn fjarlægir flösu og fitu sem safnar fyrir í hársverðinum, mýkir stífan og auman hársvörð, eykur blóðflæði og styður við hárvöxt. Ég hef síðan heyrt að þessi bursti á einnig að auka hárvöxt, líklega útaf því það eykur blóðflæði.

The Body Shop hátíðarsett Sett sem inniheldur vörur úr Shea línunni, einstaklega mildur og hlýr ilmur og húðin verður silkimjúk.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

Skrifa Innlegg