*Færslan er í samstarfi við Real Techniques
.. Brush Crush volume 3 burstarnir!
Halló!
Ég get loksins sagt ykkur frá Brush Crush Volume 3 sem er mætt í verslanir en ég er búin að sitja á mér að segja ykkur frá þessum burstum í nokkra mánuði núna. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég “brand ambassador” eða andlit Real Techniques og búin að vera það í rúmlega eitt ár en fyrir það vann ég mikið með þeim. Ég er alltaf svo stolt að segja frá því. Real Techniques eru burstanir sem ég lærði á og þeir einu sem ég nota í dag. Mér finnst þeir einfaldlega lang bestir. Þeir eru fyrir alla, sama hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin. Ég fæ yfirleitt að prófa nýjungar frá Real Techniques löngu áður en þeir koma á markað.
Núna langar mig að segja ykkur frá nýjustu Brush Crush línunni en þetta er í þriðja sinn sem Real Techniques gefur út slíka línu. Brush Crush er burstalína sem kemur í takmörkuðu upplagi, fæst einungis í sérvöldum verslunum Krónunnar og á mjög góðu verði. Brush Crush línunar eru í allt öðrum stíl en upprunalegu burstanir og er kannski aðeins meira farið út fyrir rammann. Það er verið að leika sér með útlit og hönnun á burstunum en bursta gæðin eru þó algjörlega þau sömu.
Brush Crush línan í ár er ótrúlega falleg og má segja að burstanir séu trylltir! Burstahárin eru einstaklega mjúk og hægt að nota burstana í krem, fljótandi eða púður vörur. Það sem einkennir þessa bursta er hvað þeir eru léttir og eintaklega þægilegt að halda á þeim. Ég sé fyrir mér þessa bursta í fallegu glasi á snyrtiborði. Einn daginn þegar það verður pláss fyrir snyrtiborðið mitt aftur þá mun ég hafa þá þar.
Það eru fimm nýir burstar í þessari línu og langar mig að fara í gegnum alla með ykkur:
001 FOUNDATION
Þéttur bursti sem blandar farða vel og gefur fallega áferð.
Ég er mjög mikið fyrir að nota svampa dagsdaglega en þegar ég hef meiri tíma þá finnst mér oft gott að blanda fyrst farða út með bursta og fara síðan yfir með svampi. Það er mjög gott trix til að láta farða haldast á lengur og fá “airbrush” áferð.
003 POWDER
Stór púður bursti, ætlaður í púður en einnig mjög góður í krem vörur eins og til dæmis bronzer.
Ég er eiginlega bara búin að nota þennan í púður og krem bronzer. Mér finnst æðislegt að nota svona stóra bursta í bronzer því það gefur húðinni fallegt sólkysst útlit.
002 BLUSH
Kúptur bursti sem ætlaður er í kinnalit eða til að púðra ákveðin svæði.
Ég er búin að nota þennan í kinnalit og til að setja púður undir augun. Það er mjög þægileg stærð á þessum bursta og grípur púðrið vel.
005 SHADOW
Flatur og stífur bursti sem er ætlaður að grípa augnskugga eða glimmer vel og setja á augnlokið.
Ég er búin að bíða lengi eftir svona týpu af bursta frá Real Techniques en þetta er æðislegur bursti til að setja til dæmis litsterkann augnskugga eða glimmer yfir augnlokið. Burstinn er svo flatur og stífur að augnskuggavaran fer ekki útum allt.
004 CONTOUR
Skáskorinn bursti sem passar fullkomlega undir kinnbeinin til þess að skyggja.
Þessi bursti er æðislegur í öll smáatriði eða lokaskrefin þegar kemur að förðun. Til dæmis að skyggja andlitið, kinnalit eða jafnvel highlighter.
Ég gæti talað endalaust um bursta og hvernig ég nota þá. Allt við förðun er auðveldara ef maður er með góða bursta! Ég er ennþá að nota mína fyrstu Real Techniques bursta sem ég eignaðist fyrir sex árum. Þannig ég get svo sannarlega mælt með Real Techniques xx
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg