*Færslan er í samstarfi við Real Techniques
Halló!
Núna er sumarið mætt og ég er svo ánægð með veðrið sem hefur verið seinustu daga. Núna þegar sumarið er komið þá fer ég alltaf í ákveðin sumargír þegar kemur að förðun, ég vel mér frekar léttari farða og sækist mun meira eftir léttari áferð. Þegar kemur að fallegri förðun þá skipta réttu burstarnir miklu máli og ef þú ert með réttu burstana þá er hægt að skapa hvaða förðun sem er. Nýju burstanrnir frá Real Techniques, Light Layer eru fullkomnir fyrir sumarið. Þeir eru einstaklega mjúkir og gefa léttari áferð.
Light Layer Collection inniheldur fjóra bursta sem eru sérstaklega hannaðir til að fá einstaklega létta og náttúrulega áferð á förðunarvörurnar þínar. Sérstök tri-layer tækni er notuð til að gefa léttari áferð á förðunarvörur sem er svo hægt að byggja upp. Öll þrjú lög burstans vinna saman til að gefa fullkomna áferð. Burstarnir eru einstaklega mjúkir, og með þeim nærðu hinu fullkomna no makeup – makeup lúkki.
Light Layer Powder 227: Púðurbursti sem gefur létta þekju og “airbrushed” áferð. Frábær í púðurfarða og sólarpúður. Þessi bursti er strax í miklu uppáhaldi hjá mér en hann gefur svo létta og fallega áferð. Ég á eftir að grípa mikið í þennan í sumar til að blanda sólarpúður.
Light Layer Complexion 220: Farðabursti sem gefur mjög létta þekju og blandar fljótandi og krem farða fullkomlega. Æðislegur bursti í létta farða sem hentar vel fyrir sumarið.
Light Layer Blush 430: Skáskorinn bursti sem tekur upp fullkomið magn af kinnalit og gefur mjög létta þekju. Frábær í krem eða púður kinnalit og sólarpúður. Þessi bursti er einstaklega góður til að blanda kinnaliti og skyggja.
Light Layer Highlighter 431: Fíngerður bursti sem er tilvalinn í highlighter eða aðrar ljómavörur. Hann gefur létta áferð svo ljóminn virðist koma innan frá.
Þessir burstar minna mig mikið á Duo Fiber burstana frá Real Techniques sem hafa alltaf verið í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Light Layer burstarnir gefa enn léttari áferð og mjög auðvelt að byggja upp vöruna á andlitið, sem mér finnst æði.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg