fbpx

Blátt verður bleikt í október

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér hefur þótt alveg sérstaklega gaman að sjá hve mörg fyrirtæki láta gott af sér leiða í tilefni Bleiks októbers. Mig langaði að segja ykkur frá því að eitt af mínum uppáhalds serumum er nú komið í bleikar umbúðir í þessum mánuði en 20% hverri seldri vöru rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

bluelagoonlbleikt

 Hydrating 24H Serum frá BlueLagoon

Hér er um að ræða eitt alveg dásamlegt rakaserum sem gefur húðinni mikinn og drjúgan raka og áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari. Ég hef notað þetta reglulega í um 1 og hálft ár núna og ég finn strax mun eftir hvert einasta skipti. Serumið sýndi ég einnig í morgun húðrútínu sögunni minni á Snapchat rásinni minni – ernahrundrfj – um helgina.

Þetta er dásamlegt serum en ég sjálf nota alltaf rakaserum, halló þurr húð! En það er samt alls ekki bara fyrir þurra húð fyrir allar húðgerðir og allan aldur! Við þurfum allar góðan raka til að halda húðinni okkar í jafnvægi og svo okkur líði vel í húðinni. Það sem ég elska við þetta serum er hvað það er drjúgt, það gefur húðinni minni svona vellíðunartilfinningu sem mér finnst ekki öll serum gefa húðinni minni. Formúlan er rík af kísil og þörungum frá Bláa Lóninu en dásamleg samsetning þessarar tveggja virka alveg svakalega vel á mína húð. Það er eitthvað við þessa íslensku eiginleika efnanna og lónsins sem hefur svo góð áhrif á íslensku húðina.

Serumið er borið á alveg hreina húðina, yfirleitt er serumið það fyrsta sem við berum á húðina, það er þynnsta snyrtivaran og hún fer lengra inn í húðina en allar vörur og færir sig og virkni sína svo uppá yfirborð húðarinnar. Svo þarf alltaf að leyfa seruminu að gera sitt og passið því að gefa því sirka 10 mínútur á húðinni áður en þið berið rakakrem yfir hana. Þá er t.d. flott að hella uppá fyrsta kaffibolla dagsins, klæða sig eða bursta tennurnar.

Hvernig væri að bæta við einu dásamlegu serumi inní húðrútínuna og láta gott af sér leiða í leiðinni til dásamlegs málefnis. Svo er nú að koma vetur og það er því tilvalið að byrja snemma og koma húðinni í frábært jafnvægi þegar kemur að rakamyndun og safnað smá rakaforða fyrir kalda daga. HÉR getið þið keypt serumið en það hentar að mínu mati öllum húðgerðum og konum á öllum aldri.

EH

Að vera mamma...

Skrifa Innlegg