fbpx

Fullkomin augnskuggapalletta

AugnskuggarAuguDiorÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var búin að sýna ykkur hárið sem ég setti upp fyrir brúðkaup síðustu helgi en nú er komið að förðuninni. Eins og svo oft áður þá stökk ég beint í lúkkið sem mér líður alltaf best með – brún smoky augnförðun. Tíminn var reyndar líka tæpur og þetta er svona lúkk sem ég kann utanað. Ég breytti þó aðeins til frá mínum venjulegu vörum og ákvað að nota eina af nýjustu pallettunum í snyrtiborðinu – palletta sem mér finnst fullkomin og algjör skyldueign og ég er virkilega ánægð með allt við hana.

Hér sjáið þið lúkkið – ekki láta ykkur bregða þó brúðarförðun minnar sjálfrar verði svipuð þessari svona líður mér best og svona líður mér eins og ég sé ég sjálf. Það er það sem brúðir þurfa að hafa í huga þegar þær ákveða förðunina sína – það segi ég alla vega alltaf við mínar :)

diorpalletta2

Þegar ég er að gera svona mjúka augnförðun finnst mér lykilatriði að blanda öllu svakalega vel saman en þá verður áferðin í kringum augun miklu mýkri og fallegri. Passið að þegar smoky förðun er gerð þá á liturinn að vera þéttastur uppvið augnhárin og deyja svo smám saman út. Til að fullkomna enda förðunarinnar er best að nota mjög ljósan lit t.d. mattan ljósan lit og nudda honum yfir útlínur augnskuggans til að búa til áferðina eftir á.

diorpalletta6

Ég kiknaði smá í hnjánum þegar ég leit fyrst augum á þessa dýrðlegu pallettu. Ég er mikil Dior kelling, ég heillast auðveldlega af vörunum frá merkinu og ég er sérstaklega hrifin af nýju augnskuggaformúlunni sem var kynnt á síðasta ári. Augnskuggarnir eru léttir en þekja vel, eru með góðum pigmentum – en ekki of sterkum þannig það sé vesen að blanda þeim og mýkja. Litirnir í þessari pallettu eru alveg svakalega eigulegir og þetta er svona palletta sem mér finnst að allar konur þurfi að eiga því svona basic litir passa með öllu og fyrir alla.

Í pallettunni eru 5 litir og einn eyeliner. Ég nota bara pallettuna á augun, eyelinerinn setti ég í kringum augun og mýkti hann með því að smudge-a hann til með fíngerðum pensli.

diorpalletta4

Ég nota alla litina í pallettunni í augnförðunina. Dekksti liturinn gefur henni dýpt, Miðju liturinn er með létt sanseraðri áferð sem gefur augunum fallegan ljóma og ljósasta litinn nota ég til að mýkja útlínurnar. Svo blanda ég hinum tveim líka smekklega saman við restina.

Það er svona hint af fjólubláum tón í sumum augnskuggunum sem gefur smá kalda áferð á augnförðunina – mér finnst það aldrei verra eins og þið hafið kannski heyrt mig tala um.

diorpalletta copy

Hálsfestarnar eru frá MOA í Smáralind :)

Ég er búin að vera að nota þessa mikið í farðanir uppá síðkastið og sérstaklega í brúðarfarðanir – hún leikur t.d. lykilhlutverk í brúðarförðun helgarinnar sem er framundan. Ég hlakka mikið til það er svo gaman að nota vörur sem eru gæðamiklar og maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera fallegar farðanir með þeim.

Pallettan kom fyrst sem hluti af sumarlúkki Dior en verður í föstu úrvali frá og með haustinu sem eru góðar fréttir fyrir Fior aðdáendur eins og mig.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Nellikur og nýtt frá pósthúsinu

Skrifa Innlegg