Sumargleði Snúrunnar & Pastelpaper

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Mig langar að hvetja ykkur sem eruð aðdáendur fallegrar hönnunar og íslenskra teikninga til að kíkja við í Sumargleði Snúrunnar og Pastelpaper sem fer fram á morgun í verslun Snúrunnar í Síðumúla. Þegar ég fékk boð á Facebook um viðburðinn – HÉR – varð ég virkilega spennt því mér finnst Snúran ein af allra fallegustu innanhúsmunaverslunum hér á landi og ekki er eigandinn neitt síðri því hún Rakel er algjör perla og með sérstaklega góðan smekk – ég væri alveg til í að hafa hennar auga fyrir fallegum hlutum.

Tilefni fjörsins er ný lína af teikningum eftir hana Lindu hjá Pastelpaper sem verða til sölu hjá Rakel í Snúrunni. Svo þarna koma tvær sérstaklega smekklegar konur saman – þá getur maður nú bara ekki annað en mætt. Svo er reyndar líka 15% afsláttur af vörum í Snúrunni í tilefni fjörsins og ég hef augastað á yndislega fallegum bakka sem mig langar að bæta við á stofuborðið hjá mér – vasinn frá Finnsdóttir sem er líka á óskalistanum myndi líka sóma sér fullkomlega á bakkanum. Já ég viðurkenni það fúslega að ég hef augastað á allmörgum vörum inní Snúrunni og hlakka til að sjá myndirnar hennar Lindu ég er nú þegar með tvær uppá vegg hér báðar úr Baby North línunni – en ég á engan fugl – og þessi svanur heillar mig!

11709812_1159539177393403_2227822315544597762_n

Í boði fyrir gesti verða léttar veitingar, happdrætti þar sem verðlaun verða t.d. gjafabréf í Snúruna og mynd frá Pastelpaper, sumarútsala og mikil gleði! Snúran er staðsett í Síðumúla 21 sem er þar sem Bang & Olufsen búðin var til forna. Búðin er ofboðslega björt og falleg og þangað er mjög gaman að koma, skoða vörurnar og auðvitað detta í smá spjall sem getur orðið alveg hættulega langt – en það er nú aldrei verra.

11694796_1155402861140368_8966007510435942001_n

Mér þykja myndirnar frá Bob Noon hópnum alveg endalaust fallegar og hér sjáið þið nokkrar þannig uppá vegg. Sjálf hef ég rammað inn póstkort frá listamönnunum sem mér þykja falleg og hengt upp. Svo er þetta yndislega fallega hliðarborð á óskalistanum og ég segi það satt að ég varð smá öfundsjúk þegar ég sá að Linnea okkar lumar á einu slíku heima hjá sér.

11537711_1148851628462158_2764253374706966030_n

Fallegu munirnir frá Finnsdóttir, koparblómapottarnir og svo þessir æðislegu bakkar sem þið sjáið þarna standa upp – það eru þessir sem eru óskalistanum en þeir eru ekki með sömu litum báðum megin svo það er hægt að breyta til eftir skapi eða tilefni.

Nú vona ég bara að ég eigi góðan dag á morgun svo ég geti mætt fersk og nælt mér mögulega í fallega muni og unnið í happdrætti því verðlaunin eru sko ekki af verri endanum. Hvet ykkur líka til að kíkja við – sérstaklega ef þið hafið ekki enn gefið ykkur tíma til að heimsækja Snúruna því á morgun milli 17 og 19 er sannarlega gott tilefni til!

EH

Færslan er ekki skrifuð né birt gegn greiðslu af neinni tegund heldur eingöngu vinaleg ábending til lesenda sem gætu haft gaman af viðburðum sem þessum***

Sumargleði Sensai – 20% afsláttur!

Ég Mæli MeðSensaiSS15

Í dag hefst sumargleði hjá einu vinsælasta snyrtivörumerki hér á Íslandi – Sensai. Vörurnar eru gríðarlega vinsælar og það kom mér skemmtilega á óvart. Mér þykir merkið alltaf leggja áherslu á að vera með góðar vörur sem fara vel með húðina og leggja dáldið uppúr því að vera með skincare vörur hvort sem það er þá í hópi snyrtivaranna eða förðunarvaranna – allar vörurnar næra húðina og styrkja hana hver sem annar tilgangur þeirra er um leið.

En á sumargleðinni verða nokkrar af vörum merkisins og þó nokkuð margar vörur sem ég veit að eru ómissandi í snyrtibuddur margra í kringum mín á 20% afslætti – ég segi aðeins betur frá þeim hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið vörurnar sem verða á afslætti þetta eru þá 5 vinsælustu vörurnar eða vöruflokkarnir hjá merkinu hér á Íslandi…sensaisumargleði

Sensai Bronzing Gel – ætli gelið sé ekki ein allra vinsælasta varan hjá merkinu alla vega kæmi annað mér mikið á óvart. Gelið er fullkomið til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan og náttúrulegan ljóma. Gelið finnst mér best að nota með léttum farða bursta eins og duo fibre bursta og setja það á hreina, rakanærða húð og sleppa þá farða, eða yfir farða þá sem svona ljómaauka.

Sensai Mascara 38°, allir maskararnir – maskararnir frá merkinu eru líka meðal þekktustu möskurum í heimi, það vita allir hvaða maskara er verið að tala um þegar talað er um 38°maskarana… ;) Kosturinn við þá í sumar er auðvitað að þeir eru smitheldir en ekki beint vatnsheldir því þeir fara bara með 38°heitu vatni, svo þið ættuð að vera góðar á sundlaugabakkanum á Spáni með þessa. Það eru til nokkrar týpur af honum og allir eru þeir á afslætti þessa daga.

Sensai Eyebrow Pencil, blýantur og fyllingar – frá því ég man eftir mér er þetta ein af þessum vörum sem ég man hvað best eftir. Þetta er augabrúnaliturinn sem amma mín notar og hefur notað frá því ég man eftir mér – það hlýtur svo sannarlega að þýða eitthvað og segir til um gæði. Kosturinn við þessa litir er líka sá að það er hægt að kaupa fyllingar í græjuna, ég held einmitt að amma sé enn með umbúðir merktar Kanebo utan um sínar fyllingar :) Liturinn er virkilega fallegur, áferðin er náttúruleg og svona ekta ef svo má að orði komast.

Sensai farðar, allar tegundir – ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki prófað neinn farða frá merkinu, að minnsta kosti ekki almennilega en ég veit þó að úrvalið er gott og ég hlakka bara til að fá tækifæri til að kynnast þeim frekar. Allir farðarnir eru á afslætti næstu daga.

Bronzing Powder – það er ómissandi að eiga fallegt sólarpúður í snyrtibuddunni á sumrin, ég á nýjasta sólarpúðrið frá merkinu og það er með virkilega fallegri og léttri glimmer áferð sem er svo falleg í sólarljósi. Sólarpúður má auðvitað nota á nokkra vegu, sjálf nota ég það helst í skyggingar og til að gefa húðinni smá svona gervi sólarkysstan lit, en þá set ég það á þau svæði húðarinnar sem standa fram en það eru auðvitað svæðin sem fá fyrst lit í sólinni – svo liturinn verður aðeins meira trúverðugur en þegar hann er settur yfir allt andlitið.

Þetta eru allt mjög sumarlegar og fallegar vörur sem gefa húðinni sólkyssta áferð og draga fram það náttúrulega í húðinni sem er alltaf mikill kostur. Ég hef ekki enn náð að prófa alveg allar vörurnar en flestar hef ég þó prófað þó það sé kominn smá tími síðan síðast – held ég hafi síðast verið með 38°maskara þegar merkið hét ennþá Kanebo :)

Það er um að gera að næla sér í glæsilegar vörur fyrir sumarið á þessum góða afslætti 20% er virkilega góður afsláttur og hann gildir á öllum sölustöðum merkisins frá deginum í dag – 25. júní og til 1. júlí.

EH

Engin greiðsla var þegin fyrir færsluna, ég skrifa alltaf það sem mér finnst og um það sem mig langar að skrifa – því getið þið alltaf treyst***

Sumargleði…

Annað DressÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Mig langar að nýta tækifærið og hvetja ykkur til að líta við í Vero Moda núna næstu vikuna því frá og með deginum í dag eru sumardagar inní fallegu búðunum sem ég er svo heppni að fá að vinna í. Búðirnar eru báðar stútfullar af fallegum sumarvörum og ég leit við í gær og splæsti í einn alveg dásamlegan sumarkjól á litlar 5990kr. Mér þykir ótrúlega vænt um að fá hrós fyrir að koma með hugmyndir að fatnaði á meðgöngu – fatnaði sem getur svo nýst líka eftir fæðinguna. Ég sjálf keypti mér engan sérstakan meðgöngufatnað þegar ég gekk með Tinna Snæ og hef ekki gert það heldur núna. Ég reyni bara frekar að velja mér föt sem mér líður vel í og sem geta nýst mér síðar meir. Meðgöngufatnaður er auðvitað frábær fyrir þær sem vilja það en ég hef bara aldrei fundið fyrir þörfinni á að splæsa í buxur sem ég get bara notað í takmarkaðan tíma.

sumarkjóll4

Hér sjáið þið kjólinn sem er svo fallegur og ef þið sjáið hann inní búð á næstunni farið þá og kíkið á hann því hann er mun veglegri en ég átti von á. Þetta er alveg svona kjóll sem ég myndi nota í veislur og brúðkaup í sumar. Litirnir í munstrinu eru æði og munstrið sjálft líka – sumarlegt og sætt.

sumarkjóll3

Kjóll: Gytte dress úr Vero Moda
Hálsfestar: Vero Moda
Sokkabuxur: Different frá Oroblu
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

sumarkjóll

Skellið ykkur endilega í Vero Moda um helgina og nælið ykkur í falleg föt fyrir sumarið – hvort sem það kemur eða ekki þá á maður aldrei nógu mikið af fallegum vörum. Ég er alveg svakalega skotin í Gytte kjólnum mínum en efnið sjálft er virkilega þægilegt, ekki svona stíft eins og ég var einhvern vegin búin að sjá fyrir mér útfrá myndum af honum. Held að þessi verði góður í sumar bæði í leik og starf. Það er enn smá meira viðbótarpláss fyrir að kúlan geti stækkað ennþá meira og ég er hér í stærð L samt með mína næstum 29 vikna kúlu :)

Í dag getið þið sannarlega lífgað uppá neglurnar ykkar fyrir helgina en Essie mun bjóða viðskiptavinum uppá að sjá litaúrvalið hjá merkinu og mögulega getið þið platað naglaskvísurnar í að lakka á ykkur neglurnar með fallegum lit. Svo verða kaupaukar ef þið verslið fyrir ákveðna upphæð, gjafaleikir á Facebook og Instagram og að sjálfsgöðu bara glens og gleði svo endilega gerið ykkur ferð í Vero Moda á yndislegu dömurnar þar ég verð nú reyndar ekki á staðnum sem mér þykir smá leiðinlegt en ég er alveg hætt að geta staðið á gólfinu inní búð, úff hvað ég á eftir að sakna þess!

Eigið yndislega helgi – það ætla ég að gera í nýja fína sumarkjólnum mínum.

EH