fbpx

Sumargleði…

Annað DressÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Mig langar að nýta tækifærið og hvetja ykkur til að líta við í Vero Moda núna næstu vikuna því frá og með deginum í dag eru sumardagar inní fallegu búðunum sem ég er svo heppni að fá að vinna í. Búðirnar eru báðar stútfullar af fallegum sumarvörum og ég leit við í gær og splæsti í einn alveg dásamlegan sumarkjól á litlar 5990kr. Mér þykir ótrúlega vænt um að fá hrós fyrir að koma með hugmyndir að fatnaði á meðgöngu – fatnaði sem getur svo nýst líka eftir fæðinguna. Ég sjálf keypti mér engan sérstakan meðgöngufatnað þegar ég gekk með Tinna Snæ og hef ekki gert það heldur núna. Ég reyni bara frekar að velja mér föt sem mér líður vel í og sem geta nýst mér síðar meir. Meðgöngufatnaður er auðvitað frábær fyrir þær sem vilja það en ég hef bara aldrei fundið fyrir þörfinni á að splæsa í buxur sem ég get bara notað í takmarkaðan tíma.

sumarkjóll4

Hér sjáið þið kjólinn sem er svo fallegur og ef þið sjáið hann inní búð á næstunni farið þá og kíkið á hann því hann er mun veglegri en ég átti von á. Þetta er alveg svona kjóll sem ég myndi nota í veislur og brúðkaup í sumar. Litirnir í munstrinu eru æði og munstrið sjálft líka – sumarlegt og sætt.

sumarkjóll3

Kjóll: Gytte dress úr Vero Moda
Hálsfestar: Vero Moda
Sokkabuxur: Different frá Oroblu
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

sumarkjóll

Skellið ykkur endilega í Vero Moda um helgina og nælið ykkur í falleg föt fyrir sumarið – hvort sem það kemur eða ekki þá á maður aldrei nógu mikið af fallegum vörum. Ég er alveg svakalega skotin í Gytte kjólnum mínum en efnið sjálft er virkilega þægilegt, ekki svona stíft eins og ég var einhvern vegin búin að sjá fyrir mér útfrá myndum af honum. Held að þessi verði góður í sumar bæði í leik og starf. Það er enn smá meira viðbótarpláss fyrir að kúlan geti stækkað ennþá meira og ég er hér í stærð L samt með mína næstum 29 vikna kúlu :)

Í dag getið þið sannarlega lífgað uppá neglurnar ykkar fyrir helgina en Essie mun bjóða viðskiptavinum uppá að sjá litaúrvalið hjá merkinu og mögulega getið þið platað naglaskvísurnar í að lakka á ykkur neglurnar með fallegum lit. Svo verða kaupaukar ef þið verslið fyrir ákveðna upphæð, gjafaleikir á Facebook og Instagram og að sjálfsgöðu bara glens og gleði svo endilega gerið ykkur ferð í Vero Moda á yndislegu dömurnar þar ég verð nú reyndar ekki á staðnum sem mér þykir smá leiðinlegt en ég er alveg hætt að geta staðið á gólfinu inní búð, úff hvað ég á eftir að sakna þess!

Eigið yndislega helgi – það ætla ég að gera í nýja fína sumarkjólnum mínum.

EH

Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Skrifa Innlegg