fbpx

Náttúrulegt á laugardegi

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS15

Síðasta laugardag ákvað ég að skella upp einfaldri og náttúrulegri förðun. Ég átti leið inní Kringlu um daginn og gekk framhjá nýju L’Occitane búðinni sem er búin að opna þar sem Hygea var einu sinni. Búðin er stórglæsileg og það var eins og eitthvað drægi mig þangað inn. Ég féll kylliflöt fyrir nokkrum vörum sem ég keypti og þar á meðal var nýtt CC krem sem inniheldur bónadrósaseyði sem er eitt það fallegasta sem ég hef prófað. Það og nýtt súrefniskrem frá Guerlain var undirstaðan fyrir förðun dagsins…

natturuleglau

Ég vildi hafa húðina áferðfallega og ljómandi, fela roða og misfellur og fá góða næringu fyrir bæði húð og varir.

Hér getið þið séð vörurnar sem ég notaði…

natturuleglau12

Météorites Oygen Cream frá Guerlain – Þetta krem er eitt það yndislegasta sem ég hef borið á andlitið mitt. Það er alveg spunkunýtt frá Guerlain sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum og það ilmar dásamlega. Kreminu er ætlað eins og öðrum vörum úr Météorites flokk merkisins að draga fram innri ljóma húðarinnar, gefur henni raka og silkimjúka áferð – og það stendur svo sannarlega við það!

Pivoine Sublime CC Cream frá L’Occitane – CC krem sem fær mín bestu meðmæli. Kremið er hvítt, þétt í sér og inniheldur litapigment sem bráðna og aðlaga sig að húðinni. Kremið gefur húðinni mikinn raka, virkilega fallega áferð og svakalega fallegt litarhaft. Húðin mín verður samstundis jafnari og roðinn minnkar sjáanlega. Svo finnst mér æðislegt þar sem það inniheldur SPF20!

Perfecting Stick Concealer frá Shiseido – Frábær hyljari sem þekur virkilega vel og blandast vel saman við grunninn. Ég ber hann bara beint á þau svæði sem þurfa á því að halda og svo blanda ég honum saman við CC kremið.

Bronze Lights sólarpúður frá Smashbox – glænýtt sólarpúður frá merkinu, mött áferð og fullkominn litur sem hentar alveg svakalega vel við svona náttúrulega förðun.

Giant Blush frá Gosh – kremkinnalitir eru bara fullkomnir. Set þennan beint í epli kinnanna og blanda svo með fingrunum til að jafna áferðina. Ég elska þetta stifti það er svo þægilegt í notkun.

Rapid Brow augabrúnaserum – augabrúnaserumið sem gerði mínar svona svakalega þéttar og glæsilegar, elska þessa vöru sem ég nota alltaf reglulega af og til.

Brow Pen frá Anastasia Beverly Hills – Þær gerast náttúrulega ekki meiri snilld en augabrúnavörurnar frá Anastasia og ég var að byrja að prófa þennan skemmtilega tússpenna sem þið fáið HÉR. Mér finnst hann hrikalega skemmtilegur og miklu náttúrulegri en ég átti von á. Það er leikur einn að þétta augabrúnirnar með þessum án þess að þær verði of mótaðar – kom mér skemmtilega á óvart.

Roller Lash maskari frá Benefit – þessi er dáldið skemmtilegur hann er að falla í mjúkinn hjá mér svona smám saman og alltaf meira og meira eftir því sem ég nota hann oftar. Hann er með gúmmíbursta sem mér finnst alltaf betra og það er bæði auðvelt að gera náttúruleg augnhár með honum og aðeins ýktari.

Volupte Tint-In-Oil í litnum I Rose You frá YSL – Elska þessa liti sem gefa vörunum fallegan glans, drjúga næringu svo þær verða alveg silkimjúkar og svo bara léttan og náttúrulegan lit. Það sem mér finnst best við þessi olíugloss er að þau eru alls ekkert klístruð bara ofboðslega létt og þægileg.

Hér fyrir neðan getið þið svo smellt á myndir af vörunum til að sjá þær betur…

Mér finnst þetta vera förðun sem hæfir sannarlega fallegum sumardegi eins og við fengum um helgina…

natturuleglau2

Ég verð að hæla alveg sérstaklega grunninum sem ég notaði kremið frá Guerlain er alveg dásamlegt eins og að vera ljómandi ský framan í sig. CC kremið frá L’Occitane hefur svo tryggt versluninni frekari viðskipti frá mér og ég held að þetta sé eitt af þeim þremur bestu CC kremum sem ég hef prófað – mæli 100% með þessari vöru en verðið skemmir engan vegin fyrir!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Messy bun...

Skrifa Innlegg