ÓSKALISTI FYRIR LJÓMANDI HÚÐ

FÖRÐUNÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Ég er búin að vera hugsa endalaust um fallega ljómandi húð fyrir sumarið. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru á óskalistanum hjá mér.

 

1. SKIN THIGHT BODY – PRTTY PEAUSHUN

 

Þessi vara er alveg ný á íslenskum markaði, Nola.is var að taka þetta merki inn og er ég mjög spennt fyrir því. Þetta er sem sagt ljómakrem sem maður setur á líkamann og gefur fallegan ljóma. Ég er búin að vera skoða þetta merki núna í svolítinn tíma og líst mjög vel á það. Það er svo fallegt að setja smá svona krem á til dæmis fæturnar þegar maður er berleggja. Síðan heyrði ég að Rihanna vinkona mín notar þetta og þá hlýtur þetta að vera gott!

 

2. BABY GLOW – GUERLAIN

 

 

Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru en þetta er Baby Glow frá Guerlain. Þetta á að gefa húðinni fallegan ljóma og hægt að nota undir farða eða bara einan og sér. Það er líka stór plús að það sé sólarvörn í kreminu og því tilvalið fyrir sumarið! Ég er ekki búin að prófa margar vörur frá þessu merki en er mjög spennt fyrir þessari vöru.

 

3. GLAM BEIGE – L’ORÉAL

Þessi vara er frekar nýleg frá L’Oréal og er létt krem með lit í. Þetta gefur fallegan ljóma og mjög létt á húðinni. Ég gæti hugsað mér að nota þetta eitt og sér með smá hyljara og vera bara tilbúin. Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru!

 

4. GLOWSTARTER – GLAM GLOW

 

Þetta er rakakrem og ljómakrem sett saman í eitt, hversu vel hljómar það? Þetta krem á að gefa húðinni meiri ljóma og til í nokkrum litum. Þetta er allavega eitthvað fyrir mig og myndi ég nota þetta krem undir farða eða létt BB krem.

 

5. FAUX WHITES EYE BRIGHTENER – NYX COSMETICS

 

Hversu sætir blýantar? Þessir finnst mér bara öskra sumar og eru æði til þess að fríska aðeins uppá hina daglegu förðun. Ég held líka að þessir myndu koma sér vel fyrir allar úthátíðirnar í sumar, til dæmis Secret Solstice.

 

6. NAKED HEAT – URBAN DECAY

Þessi palletta er ekki kominn til Íslands en ég sá hana á instagraminu hjá Urban Decay og hugsaði bara að ég yrði að eignast hana! Þetta eru alveg týpiskt ég litir og finnst mér hún líka bara svo ótrúlega falleg.

 

 

7. HIGHLIGHT & SCULPTING PALETTE – VISEART

Viseart er þekkt fyrir fallega augnskugga og er ég því mjög spennt að sjá hvernig andlitsvörurnar þeirra virka. Mér finnst þessi palletta ótrúlega falleg og ég er mjög spennt að sjá hvernig highlighter-arnir eru. Þessi palletta væri líka æðisleg til að nota sem augnskugga.

 

8. TOUCHE ÉCLAT GLOW SHOT – YSL

Þessir highlighter-ar frá YSL eru æðislegir. Ég á dekkri litinn úr þessari línu og er búin að nota hann mikið. Þetta er eina varan sem ég er búin að prófa á óskalistanum almennilega og get mælt með 100%. Þessir highlighter-ar gefa fallegan ljóma og húðin verður ótrúlega falleg, gefur svona “glow with in”.

 

Þetta er mjög sumarlegur og LJÓMANDI óskalisti en vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvað er á óskalistanum hjá mér. Þið megið endilega segja mér ef þið eruð búin/n að prófa eitthvað af þessum vörum eða mælið með eitthverju öðru.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

My Travel Essentials

HárvörurLaugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.

Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.

Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!

xx

Andlit

Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)

Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.

Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.

MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.

Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.

xx

Hár

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.

Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.

Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.

Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.

Moroccan Oil Treatment LightÞetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.

Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.

xx

Húð

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi

Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.

Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

Náttúrulegt á laugardegi

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS15

Síðasta laugardag ákvað ég að skella upp einfaldri og náttúrulegri förðun. Ég átti leið inní Kringlu um daginn og gekk framhjá nýju L’Occitane búðinni sem er búin að opna þar sem Hygea var einu sinni. Búðin er stórglæsileg og það var eins og eitthvað drægi mig þangað inn. Ég féll kylliflöt fyrir nokkrum vörum sem ég keypti og þar á meðal var nýtt CC krem sem inniheldur bónadrósaseyði sem er eitt það fallegasta sem ég hef prófað. Það og nýtt súrefniskrem frá Guerlain var undirstaðan fyrir förðun dagsins…

natturuleglau

Ég vildi hafa húðina áferðfallega og ljómandi, fela roða og misfellur og fá góða næringu fyrir bæði húð og varir.

Hér getið þið séð vörurnar sem ég notaði…

natturuleglau12

Météorites Oygen Cream frá Guerlain – Þetta krem er eitt það yndislegasta sem ég hef borið á andlitið mitt. Það er alveg spunkunýtt frá Guerlain sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum og það ilmar dásamlega. Kreminu er ætlað eins og öðrum vörum úr Météorites flokk merkisins að draga fram innri ljóma húðarinnar, gefur henni raka og silkimjúka áferð – og það stendur svo sannarlega við það!

Pivoine Sublime CC Cream frá L’Occitane – CC krem sem fær mín bestu meðmæli. Kremið er hvítt, þétt í sér og inniheldur litapigment sem bráðna og aðlaga sig að húðinni. Kremið gefur húðinni mikinn raka, virkilega fallega áferð og svakalega fallegt litarhaft. Húðin mín verður samstundis jafnari og roðinn minnkar sjáanlega. Svo finnst mér æðislegt þar sem það inniheldur SPF20!

Perfecting Stick Concealer frá Shiseido – Frábær hyljari sem þekur virkilega vel og blandast vel saman við grunninn. Ég ber hann bara beint á þau svæði sem þurfa á því að halda og svo blanda ég honum saman við CC kremið.

Bronze Lights sólarpúður frá Smashbox – glænýtt sólarpúður frá merkinu, mött áferð og fullkominn litur sem hentar alveg svakalega vel við svona náttúrulega förðun.

Giant Blush frá Gosh – kremkinnalitir eru bara fullkomnir. Set þennan beint í epli kinnanna og blanda svo með fingrunum til að jafna áferðina. Ég elska þetta stifti það er svo þægilegt í notkun.

Rapid Brow augabrúnaserum – augabrúnaserumið sem gerði mínar svona svakalega þéttar og glæsilegar, elska þessa vöru sem ég nota alltaf reglulega af og til.

Brow Pen frá Anastasia Beverly Hills – Þær gerast náttúrulega ekki meiri snilld en augabrúnavörurnar frá Anastasia og ég var að byrja að prófa þennan skemmtilega tússpenna sem þið fáið HÉR. Mér finnst hann hrikalega skemmtilegur og miklu náttúrulegri en ég átti von á. Það er leikur einn að þétta augabrúnirnar með þessum án þess að þær verði of mótaðar – kom mér skemmtilega á óvart.

Roller Lash maskari frá Benefit – þessi er dáldið skemmtilegur hann er að falla í mjúkinn hjá mér svona smám saman og alltaf meira og meira eftir því sem ég nota hann oftar. Hann er með gúmmíbursta sem mér finnst alltaf betra og það er bæði auðvelt að gera náttúruleg augnhár með honum og aðeins ýktari.

Volupte Tint-In-Oil í litnum I Rose You frá YSL – Elska þessa liti sem gefa vörunum fallegan glans, drjúga næringu svo þær verða alveg silkimjúkar og svo bara léttan og náttúrulegan lit. Það sem mér finnst best við þessi olíugloss er að þau eru alls ekkert klístruð bara ofboðslega létt og þægileg.

Hér fyrir neðan getið þið svo smellt á myndir af vörunum til að sjá þær betur…

Mér finnst þetta vera förðun sem hæfir sannarlega fallegum sumardegi eins og við fengum um helgina…

natturuleglau2

Ég verð að hæla alveg sérstaklega grunninum sem ég notaði kremið frá Guerlain er alveg dásamlegt eins og að vera ljómandi ský framan í sig. CC kremið frá L’Occitane hefur svo tryggt versluninni frekari viðskipti frá mér og ég held að þetta sé eitt af þeim þremur bestu CC kremum sem ég hef prófað – mæli 100% með þessari vöru en verðið skemmir engan vegin fyrir!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Vorlínur #15: Guerlain

FallegtGuerlainmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Nú er ég búin að vera voðalega mikið föst við tölvuna að skrifa um snyrtivörur – bæði klassískar og nýjungar fyrir Reykjavík Makeup Journal. Eitt af því sem ég var hvað spenntust fyrir að skoða og að fá að vita meira um eru vorlínur merkjanna sem verða fáanlegar hér á Íslandi. Ég elska að skoða lúkk frá merkjunum og lesa mér til um innblástur – pælingar á bakvið liti og vörur og ég heillast mjög auðveldlega. Ég ætla á blogginu að sýna ykkur vorlínurnar og vonandi fæ ég að sýna ykkur lúkk með mörgum þeirra – ég ætla að byrja á því að sýna ykkur eina af mínum uppáhalds línum fyrir vorið. Línan er sú sem stendur svolítið frá öðrum því hún virðist kannski frekar einföld en ég heillast sérstaklega af andlitsvörunum og glóðinni sem einkennir línuna og heildarlúkkið sem einkennir vörulínuna – ljómi, ljómi, ljómi! Þið vitið hvað ég er hrifin af ljóma :)

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni frá Guerlain sem í ár nefnist Les Tendres

guerlainvor Kiss Kiss Shaping Lip Colour í litnum Rosy Silk – Volume Creating Curl Sculpting Mascara – Nail Lacquer í litnum Baby Rose – Météorites Baby Glow – Écrin 4 Couleurs augnskuggapalletta í litnum Les Nuees – Météorites Compact Powder.

Ég valdi svona nokkrar vörur til að sýna ykkur – svo á ég reyndar eftir að fara að skoða línuna og pota aðeins í hana. Ég hef reyndar alltaf verið hrifin af augnskuggunum frá merkinu og ég heillast mikið af þessari litapallettu sem er hér fyrir ofan. Litirnir eru auðvitað bara flottir fyrir konur með blá/grá augu og svo er önnur sem hentar meira þeim sem eru með græn augu en við með brúnu getum bara valið hvor okkur finnst flottari. Météorites púðrið er svo líka bara flott og eins og ég hef sagt áður þá elska ég ilminn af þeim púðrum – það eru líka perlur í línunni sem koma í mjög flottu boxi. Varan sem ég er þó langspenntust fyrir er Baby Glow ljóminn – bleika túpan í miðjunni – þessa verð ég að eignast þetta var ást við fyrstu sýn – fyrstu sýn á netinu ;)

Þetta er virkilega vel heppnuð lína sem byggir að miklu leiti til á innblástri frá þeirra vinsælustu vörum sem eru m.a. Météorites púðrin. Púðrin eru svona legendary förðunarvörur sem mér finnst að allar konur þurfi að prófa. Þau gefa þennan mikla ljóma, fallegan og frísklegan lit sem gefur húðinni svo sannarlega ómótstæðilegan vorljóma – nú þurfum við bara að fá vorið formlega í veðráttuna okkar og þá verður þetta allt fullkomið. Vonandi næ ég svo að sýna ykkur vörurnar í eigin persónu innan skamms.

Hlakka til að skoða þessa línu betur núna um helgina en hún er komin í verslanir og fæst nú á sölustöðum Guerlain t.d. Hagkaup og Lyf og Heilsa Kringlu :)

EH

Hátíðarlúkk: a night at the opera

GuerlainJól 2014JólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Þá er komið að hátíðarlúkki með einni af þeim dásamlegu hátíðarlínum sem rataði til landsins – línan er A Night at the Opera og er frá merkinu Guerlain. Línan er einstaklega hátíðleg og einkennislitir hennar eru rauður og gylltur. Ég fékk nokkrar vörur úr línunni og setti saman þetta einfalda hátíðarlúkk…

Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifin af þessu fallega franska merki en Terracotta línan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér,

guerlainhátíð

Hér sjáið þið vörurnar sem spila aðalhlutverkið í þessari förðun – fyrir utan Joli Teint undirstöðuna…

guerlainhátíð5

Ég er rosalega hrifin af áferðinni sem augnlokin mín fá með þessum skemmtilegu augnskuggum þeir endurkasta birtu mjög fallega af sér og einhvern vegin kemur bara nýr og nýr litur eftir því hvernig birtan sem skýn á augun er á litinn. Áferðin minnir mig einna helst á svona hologram áferð. Hér fyrir neðan getið þið séð litina sem ég notaði mun betur.

guerlainhátíð3

Þann hvíta setti ég yfir allt augnsvæðið og mýkti til, sá bleiki fór bara yfir ytri helming augnloksins og blandaðist fallega saman við hvíta litinn. Þessi palletta ber nafnið Cygne Blanc og er nr. 11. Hin pallettan í línunni er talsvert ólík þessari en hún er með plómulituðum augnskugga og svo dökkum svörtum skugga sem er með silfraðri glimmeráferð. Palletturnar eru þvi einstaklega skemmtilega ólíkar.

Mér fannst mjög gaman og kærkomin tilbreyting að sjá þessa liti – mér finnst langskemmtilegast að gera ólíkar hátíðarfarðanir til að sýna sem besta flóru af því sem er í boði og hvernig það kemur út.

guerlainhátíð7

Rauðu varirnar er svo það sem gerir þetta hátíðarlúkk hátíðlegt og það er þessi dásamlegi gloss úr línunni sem er því að þakka, liturinn heitir Rouge Paradie og er nr. 920. Glossinn kom mér skemmtilega á óvart því hann er svo litsterkur, oft með svona litsterk gloss þá finnst mér þau dáldið þunn og ekki minna mig á venjuleg gloss – þetta er hins vegar ekki þannig, þetta er bara þétt og litsterkt gloss og glansinn á því tónar einstaklega vel með áferð augnanna.

guerlainhátíð4

Hér sjáið þið svo betur varaglossinn og naglalakkið.

guerlainhátíð6

Lakkið sjálft kom hrikalega vel út en það kom mér á óvar hversu þéttur liturinn sjálfur var. Í sjálfu sér hefði verið nóg fyrir mig að setja bara eina umferð af lakkinu en klaufinn ég þurfti aðeins að vanda mig betur. Það eina með svona sanseruð lökk er að maður þarf að vanda strokurnar því annars geta ójafnar rákir í lakkið sem hjálpar ekki áferð lakksins. Glansinn sem varirnar fá er svo alveg fullkomlega í takt við það sem er í gangi á augunum og húðinni og því er þetta ljómandi hátíðarförðun.

Naglalakkið í hátíðarlínunni heitir Coque d’Or og er nr. 400.

guerlainhátíð8

Gylltar neglur eru mjög hátíðlegar og mér finnst þær voða jólalegar – eins og mér finnst siðan silfraðar neglur fullkomnar fyrir áramótin!

Á morgun mætir svo sýnikennsla frá Helenu Rubinstein á síðuna og þá fer nú að síga í annan endann á þessu en þá eru þó alla vega þrjú lúkk sem eru eftir – svo verða sérstök áramótalúkk eftir jól – öll með gerviaugnhárum en ekki hvað ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég vil svo  minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum!

Staðalbúnaður helgarinnar!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSS14

Þessi helgi er búin að vera vægast sagt stórkostleg þegar horft er á veðrið en lífið hefði mátt vera aðeins sanngjarnara þegar kom að persónulega lífinu – en ég er ekki alveg tilbúin til að segja frá þeirri sögu, kannski seinna.

Svo vegna aðstæðna er ég búin að eyða helginni í faðmi fallegu feðganna minna og við erum búin að njóta þess að eyða öllum stundum saman. Sund, göngutúrar, bakarísferðir, pönnukökur, busl og rólegar stundir í sólinni hafa einkennt helgina sem skilaði þó nokkrum lit á líkamann og helling af freknum. Ég var þó vel undirbúin og þakin í góðri vörn og sonurinn líka að sjálfsögðu. Mig langaði að deila með ykkur vörunum sem ég valdi til að verja okkur í sumar ég er mjög ánægð með það hvernig þær stóðu sig um helgina en enginn brann en við fengum samt mjög hraustlegt útlit á húðina.

sól

Á myndinni sjáið þið….

Shiseido sólarvarnarpúðurfarða með SPF 30. Þetta er svona típískur púðurfarði það fylgir honum svampur til að bera farðann á. Það hefur hins vegar aldrei hentað minni þurru húð en það hentar án efa konum með feita eða blandaða húð. Í staðin þá nota ég þéttan púðursvamp til að dusta því yfir húðina. Púðrið notaði ég í gær en ég var bara með sólarvörn í andlitinu á laugardaginn.

Terracotta After Sun Cream. Hér er um að ræða nýtt húðkrem sem á að bera á húðina eftir að hún er búin að vera úti í sólinni. Kremið er ótrúlega mjúkt og nærir húðina vel eftir sólina. Kremið er líka svokallað Tan Booster svo með því að næra húðina vel á það að viðhalda litnum lengur og halda honum mun fallegri. Ég bar kremið yfir alla húðina bæði á laugardags og sunnudagskvöldið og mér líður alla vega mjög vel í húðinni svo ég ætla að nota þetta krem áfram í sumar. Túban inniheldur alveg 150 ml af kremi svo þetta ætti að endast mér í sumar.

Shiseido Expert Sun SPF 30. Sólarvörn sem er ætlað fyrir andlitið, ég setti þessa reyndar líka niður eftir hálsinum og á bringuna. Ég setti hana á mig fyrir sundferðina okkar á laugardaginn – fórum í Mosfellsbæ sú laug er æðisleg mæli með! – en hún er vatnsheld. Eftir sunið bar ég hana svo aftur á mig.

Baby Lips Maybelline piparmyntu varasalvi með SPF 20. Ekki gleyma vörunum þær þorna svo upp í sólinni og verða að fá næringu yfir daginn. Baby Lips varasalvarnir eru nú fáanlegir á Íslandi en þessir glæru eru allir þrír með SPF 20 en ekki þessir sem eru með lit. Ekki gleyma vörunum ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það:)

Eucerin SPF 25 sólarvörn fyrir krakka. Þess var keypt fyrir Tinnann minn í flýti á föstudaginn þegar ég áttaði mig á því að við ættum enga sólarvörn fyrir heitustu helgi sem við höfum fengið í alltof langan tíma. Eftir mikla umhugsun var þessi frá Eucerin valin hún er sérstakega fyrir krakka hún er án ilmefna og er á mjög fínu verði. Ég stalst svo aðeins í hana til að setja á restina af líkamanum mínum.

Helena Rubinstein Premium UV SPF 50. Þessa vörn prófaði ég svo í gær, hún endist í alveg 12 tíma svo ég pældi lítið í því að bæta á húðina þegar líða fór á daginn. Mér fannst eftir laugardaginn að andlitið yrði að fá smá hvíld frá sólinni þar sem mér fannst smá roði í henni eftir daginn áður sem ég vildi ekki að myndi ýfast upp í gær. Svo SPF 50 varð fyrir valinu en ég get svo svarið að ég fékk samt fleiri freknur eftir gærdaginn.

sól2

Auk þess var ómissandi að vera með sumarlegt naglalakk til að fullkomna heildarlúkkið yfir þessa fallegu helgi. Hér sjáið þið einn af nýju sumarlitunum frá Chanel Tutti Frutti nr. 621.

Vá hvað ég vona að við fáum svona yndislegt sumarveður áfram. Ég er samt mjög ánægð með að fá einn hvíldardag til að hanga inni yfir Survivor í dag og slaka á áður en ný vinnuvika hefst á morgun.

Vona að þið hafið notið sólarinnar vel varðar fyrir skaðsemi hennar – ég leyfði henni reyndar að gefa mér smá D vítamín í gær áður en ég setti á mig sólarvörn eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda ;)

EH

Sumar af vörunum sem þið sjáið í færslunni keypti ég sjálf. Aðrar fékk ég sendar sem sýnishorn. Allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni persónulegu skoðun og reynslu og að sjálfsögðu veiti ég hreinskilið álit mitt á vörunum eins og alltaf. 

Gullfalleg augnskuggapalletta

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðFallegtGuerlainLúkkMakeup ArtistMitt MakeupNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég eignaðist um daginn alveg einstaklega fallega augnskuggapallettu. Ég kolféll fyrir henni og litunum og lét mig dreyma um fallegar leiðir til að blanda ólíku litunum sem hún innihélt saman. Því miður fyrir mig og ykkur týndist pallettan í nokkra daga undir sófanum – hóst Tinni Snær – en loksins fannst hún og fyrir helgi gerði ég þetta lúkk með henni…guerlainpalletta8Augnskuggapallettan er úr vorlínunni frá Guerlain – sem er btw ótrúlega falleg og ég verð eiginlega að eignast meira úr henni, sérstaklega augabrúnamótunarpallettuna. En þangað til mun þessi fallega palletta hlýja mér um augun.

Á myndinni fyrir neðan sjáið þið mynd af pallettunni sem ég notaði til að gera augnförðunina ásamt glossinum sem ég er með á vörunum. Glossið nefnist Gloss d’Enfer og er í litnum Star Dust, augnskuggapallettan er Ecrin 4 Eyeshadows og litasamsetningin er Les Tendres nr. 503. Báðar vörurnar eru einungis í takmörkuðu upplagi sem þýðir að þær munu ekki koma aftur ef þær seljast upp. Sem þýðir að ég þarf að fara að hafa hraðar hendur ef ég ætla að eignast hina pallettuna!
guerlainpalletta5Hér sjáið þið betri myndir af augnförðuninni og aðeins neðar finnið þið smá útskýringu um hvernig ég gerði förðunina. En ég notaði alla litina í pallettunni. Augnskuggarnir sjálfir eru mjúkir og því auðveldir í notkun. Það eru mjög sterk litapigment í skuggunum sjálfum meirað segja ljósu sanseruðuu litunum tveimur.guerlainpalletta3 guerlainpalletta2 guerlainpalletta4Hér er smá lýsing á því hvernig ég gerði augnförðunina:

  • Byrjið á því að setja plómulitinn sem er hægra megin í pallettunni yst og innst á augnlokið og mýkið litinn með blöndunarbursta þar til þið hafið rammað inn mitt augnsvæðið. Mitt augnsvæðið er þá alveg hreint.
  • Takið ljósa piparmintulitinn og setjið hann í miðju augnloksins og blandið litunum saman.
  • Takið dekksta plómulitinn og setjið hann yst á augnlokið. Ég setti mjög lítið af litnum því hann er mjög sterkur. Blandið litnum svo saman við hina.
  • Dökka litinn setti ég svo líka meðfram neðri aughárunum en innst í augnkróknum setti ég sanseraða ljósbleika litinn sem er vinstra megin í pallettunni. Ég set hann í svona C í kringum augnkrókinn og blanda saman við augnskuggana sem eru fyrir.
  • Ég ákvað að setja ekki eyeliner og bara smá maskara til að leyfa litunum og þessum fallegu augnskuggum að njóta sín sem mest!

guerlainpalletta6Vegna veikinda sonarins í síðustu viku gafst smá tími til að taka förðunarmyndir í fallegu dagsbirtunni en margar ykkar eru búnar að sakna almennilegra mynda. Ég reyni alltaf mitt besta í hvert sinn sem ég hef tíma til að taka myndir – en þarna gafst smá tími þegar Tinni Snær tók lúrinn sinn.

Ég og tískuheimurinn virðumst vera jafn skotin í plómulituðum augnskuggum – hvernig líst ykkur á!

EH

SNYRTITASKAN MÍN

MakeupPersónulegt

IMG_7044

IMG_7142

IMG_7045

IMG_7084IMG_7074

IMG_7080

IMG_7119

IMG_7177

IMG_7137

Finnst ekki öllum stelpum gaman að sjá hvað leynist í snyrtitöskunni ? Svona lítur mín út þessa dagana:

1.Terra Ora frá Guerlain Contrast highlighter sem gefur fallegan ljóma á húðina 2.Estée Lauder DayWear Plus, litað dagkrem sem hentar vel dags daglega 3.VERSAGE CRYSTAL NOIR ilmvatn – dásamleg lykt. 4.Ella Night – strákarnir elska víst þessa! 5.MAC Face & Body farði fyrir fínni tilefni 6.OPI naglalakk í litnum At First Sight 7.NARS Laguna Bronzing Powder 8.NARS gloss í litnum ORGASM 9.NARS kinnalitur í litnum SIN 10.MAC 11.Creme Cup varalitur 12. Maskari frá Lavera

VOILÁ!

Daglega förðunin mín – video

CliniqueGuerlainHúðLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineSnyrtibuddan mín

Nóg komið af videoumfjöllunum í bili og nú er komið aftur að sýnikennslunum. Mér datt í hug að sýna ykkur mína daglega förðun með þeim snyrtivörum sem eru í minni snyrtibuddu þessa stundina – og sýna ykkur snyrtibudduna mína;)

Svo þið sjáið nú nokkurn veginn hvernig förðunin er þá tók ég fyrir og eftir myndir:)

Fyrir: SONY DSCEftir:SONY DSCÉg legg mikið uppúr því að húðin mín sé falleg og frískleg fyrst og fremst….

SONY DSCHér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í myndbandinu:Screen Shot 2013-11-25 at 9.41.22 PMSONY DSCÉg vona að þessi sýnikennsla geti nýst ykkur eitthvað – en þið getið alltaf notað þessa förðun sem grunn fyrir eitthvað meira:)

EH

Matt Sólarpúður

DiorÉg Mæli MeðGuerlainHúðmakeupMakeup TipsMaybellineSnyrtibuddan mín

Ég elska mött sólarpúður! Þau nota ég til að skyggja andlit og móta það eins og ég vil hafa það. Sjálf set nota ég oftast matt sólarpúður á hverjum degi og núna not ég helst eitthvað af þessum hér….

Frá hægri eru þetta:

Dior – Nude sólarpúður:

Þetta er það sem er nýjast í snyrtibuddunni minni, liturinn er gulleitur svo hann hentar minni húð mjög vel en þessi litur er nr 004 en það eru fleiri litir í boði. Umbúðirnar eru hentugar og það kemur spegill og bursti með púðrinu. Það eina er að það er segull sem heldur púðrinu lokuðu og stundum hef ég áhyggjur af því að það sé ekki nóg.

Guerlain – Terracotta sólarpúður

Þetta púður er þekkt fyrir að vera besta sólarpúður sem til er. Púðrið er algjör snilld en dáldil lúxus vara þar sem það kostar sitt – mér finnst það þó þess virði svo endist það líka lengi. Það fer lítið fyrir púðrinu í snyrtibuddunni því pakkningarnar eru mjög þunnar og þær lokast vel

Maybelline – Dream Sun Triple Bronzing Powder

Þetta þrefalda sólarpúður er nýtt hjá Maybelline og mér finnst það gefa mjög fallega áferð. Ég nota þó helst bara dekksta litinn þegar ég nota það á mig – en það er að sjálfsögðu líka hægt að blanda þeim saman. Það eina sem er ótrúlega pirrandi við það eru umbúðirnar, enginn spegill eða bursti fylgir með en það er gott og á góðu verði.

Hér fyrir neðan sjáið þið facechart sem sýnir hvernig ég nota sólarpúður – ég mæli að sjálfsögðu líka með því að þið kíkið á sýnikennslumyndbandið sem ég gerði ekki fyrir svo löngu.

Sólarpúður með sanserningu eða glimmeri finnst mér betur henta þegar ég vil ná fram meiri lit í andlitið – gera það eins og húðin hafi verið úti í sólinni og hafi dökknað af völdum hennar. Húðin dökknar að sjálfsögðu ekki af völdum sólar undir kinnbeinunum – þau sólarpúður ber ég þá á svæði sem standa aðeins út. Eins og á ennið, ofan á kinnbeinin og meðfram nefinu.

Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga eitt matt sólarpúður í snyrtibuddunni – ég mæli hiklaust með einu af þessum þremur. Þau eru náttúrulega öll á ólíkum verðum og það eru kostir og gallar við þau sem þið þurfið að vega og meta fyrir ykkur sjálfar;)

EH